Grunar að veikindi flugáhafna tengist efni sem finnst í smurolíu Jón Þór Stefánsson skrifar 11. október 2024 13:16 Rannsóknin náði frá árinu 2011 til ársins í ár. Vísir/Vilhelm Rannsóknarnefnd samgönguslysa mælir með því að flugrekendur vakti loftgæði í loftförum sínum. Þetta kemur fram í skýrslu nefndarinnar sem varðar mörg tilfelli veikinda hjá fólki í flugáhöfnum frá árinu 2011 til ársins í ár. Nefndin ákvað að hefja rannsókn vegna fjölda tilkynninga um veikindi í áhöfnum Boeing 757 og 767-flugvéla hjá íslenskum flugrekanda. Fram kemur að fólk hafi ýmist fundið fyrir einkennum í flugi en sumir hafi átt við langvinn veikindi að stríða í kjölfarið. Frá 2011 til 2020 komu 216 sambærileg tilfelli sem þessi upp. Átta tilfelli voru tekin sérstaklega til skoðunar. Í skýrslunni segir að það hafi komið í ljós að í sumum þessara átta tilfella hafi atvikin verið af völdum skerts loftflæðis og hitastjórnunar í loftræstikerfi vegna þess að loftrör höfðu aftengst eða verið brotin. Í öðrum tilfellum var talið að loftgæði hafi vantað sem mætti mögulega rekja til mengandi efna. Þar af voru tvö tilfelli þar sem rannsóknarnefndin fékk upplýsingar um veikindin þegar vélin var enn á flugi. Þá var hægt að framkvæma vettvangsrannsókn strax eftir lendingu, en það var ekki hægt í öðrum tilfellum. Fundu efni úr smurolíu um borð Í sýnum sem voru tekin á yfirborðsflötum um borð í vélunum fundust svokölluð tríkresýl fosfat, eða TCP efnasambönd. Nefndin segist ekki geta sagt til um hvort efnin hafi safnast fyrir á meðan á fluginu stóð eða fyrr, eða hvort um langvarandi söfnun efna væri að ræða. Hæsta hlutfallið af TCP efnum fannst í sýnum nærri loftstokkum. Fram kemur að TCP sé um eitt til þrjú prósent þeirra efna sem er að finna í smurolíu sem er notuð á hreyfla Boeing 767-véla hjá umræddum flugrekanda. Hins vegar noti hún að öllu jöfnu ekki smurolíur sem inniheldur efnið á Boeing 757-vélar. Vélarnar tvær voru af sitt hvorri gerðinni, en rannsóknin leiddi í ljós að TCP-efni hefðu fundist á hreyfli 757 vélarinnar. Flugrekandinn heimili þó notkun annarra tegunda af smurolíu ef rétta smurolían er ekki til staðar. Fram kemur að flugrekandinn hafi gripið til margs konar aðgeðra í kjölfar þess að atvikin komu upp og að á síðustu árum hafi tilfellum fækkað umtalsvert. Efnið eitrað en ekki áhyggjuefni Þess má geta að fjallað var um TCP efni í umfangsmikilli skýrslu breskra stjórnvalda um heilsufarsleg áhrif flugferða. Þeir sem unnu þá skýrslu sögðust hafa fengið fjölda ábendinga um mögulega skaðsemi TCP efna á fólk í flugvélum, og þá sérstaklega áhafnir þeirra. Fram kom að efnið væri eitrað og gæti haft mjög slæm áhrif á fólk. Að því sögðu var það niðurstaða rannsakenda að ekki væri þörf á því að hafa miklar áhyggjur af áhrifum efnisins á fólk í flugvélum. Fréttir af flugi Samgönguslys Samgöngur Boeing Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Sjá meira
Nefndin ákvað að hefja rannsókn vegna fjölda tilkynninga um veikindi í áhöfnum Boeing 757 og 767-flugvéla hjá íslenskum flugrekanda. Fram kemur að fólk hafi ýmist fundið fyrir einkennum í flugi en sumir hafi átt við langvinn veikindi að stríða í kjölfarið. Frá 2011 til 2020 komu 216 sambærileg tilfelli sem þessi upp. Átta tilfelli voru tekin sérstaklega til skoðunar. Í skýrslunni segir að það hafi komið í ljós að í sumum þessara átta tilfella hafi atvikin verið af völdum skerts loftflæðis og hitastjórnunar í loftræstikerfi vegna þess að loftrör höfðu aftengst eða verið brotin. Í öðrum tilfellum var talið að loftgæði hafi vantað sem mætti mögulega rekja til mengandi efna. Þar af voru tvö tilfelli þar sem rannsóknarnefndin fékk upplýsingar um veikindin þegar vélin var enn á flugi. Þá var hægt að framkvæma vettvangsrannsókn strax eftir lendingu, en það var ekki hægt í öðrum tilfellum. Fundu efni úr smurolíu um borð Í sýnum sem voru tekin á yfirborðsflötum um borð í vélunum fundust svokölluð tríkresýl fosfat, eða TCP efnasambönd. Nefndin segist ekki geta sagt til um hvort efnin hafi safnast fyrir á meðan á fluginu stóð eða fyrr, eða hvort um langvarandi söfnun efna væri að ræða. Hæsta hlutfallið af TCP efnum fannst í sýnum nærri loftstokkum. Fram kemur að TCP sé um eitt til þrjú prósent þeirra efna sem er að finna í smurolíu sem er notuð á hreyfla Boeing 767-véla hjá umræddum flugrekanda. Hins vegar noti hún að öllu jöfnu ekki smurolíur sem inniheldur efnið á Boeing 757-vélar. Vélarnar tvær voru af sitt hvorri gerðinni, en rannsóknin leiddi í ljós að TCP-efni hefðu fundist á hreyfli 757 vélarinnar. Flugrekandinn heimili þó notkun annarra tegunda af smurolíu ef rétta smurolían er ekki til staðar. Fram kemur að flugrekandinn hafi gripið til margs konar aðgeðra í kjölfar þess að atvikin komu upp og að á síðustu árum hafi tilfellum fækkað umtalsvert. Efnið eitrað en ekki áhyggjuefni Þess má geta að fjallað var um TCP efni í umfangsmikilli skýrslu breskra stjórnvalda um heilsufarsleg áhrif flugferða. Þeir sem unnu þá skýrslu sögðust hafa fengið fjölda ábendinga um mögulega skaðsemi TCP efna á fólk í flugvélum, og þá sérstaklega áhafnir þeirra. Fram kom að efnið væri eitrað og gæti haft mjög slæm áhrif á fólk. Að því sögðu var það niðurstaða rannsakenda að ekki væri þörf á því að hafa miklar áhyggjur af áhrifum efnisins á fólk í flugvélum.
Fréttir af flugi Samgönguslys Samgöngur Boeing Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Sjá meira