Ekki allir sem geta leitað í bakland eftir barnapössun Lovísa Arnardóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 10. október 2024 20:16 Katrín segir marga foreldra hafa áhyggjur af því hver eigi að sjá um börnin á meðan verkfallinu stendur. Stöð 2 Foreldrar barna í leik- og grunnskólum þar sem hefjast verkföll 29. október eru afar áhyggjufullir vegna stöðunnar. Bæði um það hvar eigi að koma börnunum fyrir á meðan þau þurfa að fara í vinnu og hvaða áhrif verkfallið hefur á nám barnanna. „Ég sjálf er það heppin að ég þarf ekki að fara í eitthvað púsluspil,“ segir Katrín Ásta Sigurjónsdóttir móðir leikskólabarns en rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segist hafa heyrt í foreldrum sem hafi margir lýst áhyggjum af því hver eigi að sjá um börnin á meðan verkfallinu stendur. Verkfallið í leikskólunum er ótímabundið ólíkt því sem er í grunnskólunum. „Að fara aftur í að leita í baklandið. Við höfum það ekkert öll. Þetta er svona aftur erfið staða hvert á að setja barnið á daginn. Það geta ekkert allir leitað til ömmu og afa. Einstæðir foreldrar þurfa að fara í vinnu. Maður er bara óhepinn að vera í leikskóla sem var í þessu vali núna,“ segir Katrín að lokum. Bryndís Ýr Pétursdóttir foreldri barns í 10. bekk í Laugalækjarskóla segir það mikið áhyggjuefni að börn fái ekki kennslu í heilan mánuð og hvaða áhrif það hefur á möguleika þeirra. Þau séu flest að undirbúa sig um að sækja um í framhaldsskóla. Hún segist einnig hafa áhyggjur af börnunum vegna alvarlegrar stöðu í samfélaginu vegna ofbeldis og vopnaburðar. Það sé ekki langt síðan það áttu sér stað voveiflegir atburðir. Þá séu sum börn í viðkvæmri stöðu en önnur. Útilokar ekki frekari aðgerðir Boðað hefur verið til verkfalla í átta skólum en ekki er útilokað að verkfallið muni ná yfir fleiri. Í leik og grunnskólum voru verkfallsaðgerðir samþykktar með 100 prósentum atkvæða og með 82 prósentum í FsU. Formaður Kennarasambands Íslands segir skilaboðin skýr. „Nú getum við bara ekki beðið lengur og því miður þá hefur okkur fundist deilan vera á þeim stað að fólk þurfi að greina þá alvöru sem við horfum til í að nú komi samfélagið og fjárfesti í kennurum og efli faglegt starf og stöðugleika í skólakerfunum okkar,“ segir Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Kennaraverkfall 2024 Tengdar fréttir Verkfallsnemendur með áhyggjur af náminu og tendrun jólageitarinnar Ekki er útilokað að boðað verði til verkfalla í fleiri skólum en að óbreyttu leggja kennarar í átta skólum niður störf síðar í mánuðinum. Nemendur segjast spenntir að fá lengra vetrarfrí en hafa áhyggjur af áhrifum á námið. 10. október 2024 18:02 Verkfall samþykkt með 100 prósent atkvæða í leik- og grunnskólum Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir að verkfallsaðgerðir Kennarasambands Ísland hafi verið samþykktar með miklum meirihluta. Hann útilokar ekki að fleiri skólar grípi til aðgerða. Hann segir að það sé þörf á að fjárfesta í fagmennsku til að tryggja góða menntun innan skólanna. 10. október 2024 15:26 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
„Ég sjálf er það heppin að ég þarf ekki að fara í eitthvað púsluspil,“ segir Katrín Ásta Sigurjónsdóttir móðir leikskólabarns en rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segist hafa heyrt í foreldrum sem hafi margir lýst áhyggjum af því hver eigi að sjá um börnin á meðan verkfallinu stendur. Verkfallið í leikskólunum er ótímabundið ólíkt því sem er í grunnskólunum. „Að fara aftur í að leita í baklandið. Við höfum það ekkert öll. Þetta er svona aftur erfið staða hvert á að setja barnið á daginn. Það geta ekkert allir leitað til ömmu og afa. Einstæðir foreldrar þurfa að fara í vinnu. Maður er bara óhepinn að vera í leikskóla sem var í þessu vali núna,“ segir Katrín að lokum. Bryndís Ýr Pétursdóttir foreldri barns í 10. bekk í Laugalækjarskóla segir það mikið áhyggjuefni að börn fái ekki kennslu í heilan mánuð og hvaða áhrif það hefur á möguleika þeirra. Þau séu flest að undirbúa sig um að sækja um í framhaldsskóla. Hún segist einnig hafa áhyggjur af börnunum vegna alvarlegrar stöðu í samfélaginu vegna ofbeldis og vopnaburðar. Það sé ekki langt síðan það áttu sér stað voveiflegir atburðir. Þá séu sum börn í viðkvæmri stöðu en önnur. Útilokar ekki frekari aðgerðir Boðað hefur verið til verkfalla í átta skólum en ekki er útilokað að verkfallið muni ná yfir fleiri. Í leik og grunnskólum voru verkfallsaðgerðir samþykktar með 100 prósentum atkvæða og með 82 prósentum í FsU. Formaður Kennarasambands Íslands segir skilaboðin skýr. „Nú getum við bara ekki beðið lengur og því miður þá hefur okkur fundist deilan vera á þeim stað að fólk þurfi að greina þá alvöru sem við horfum til í að nú komi samfélagið og fjárfesti í kennurum og efli faglegt starf og stöðugleika í skólakerfunum okkar,“ segir Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Kennaraverkfall 2024 Tengdar fréttir Verkfallsnemendur með áhyggjur af náminu og tendrun jólageitarinnar Ekki er útilokað að boðað verði til verkfalla í fleiri skólum en að óbreyttu leggja kennarar í átta skólum niður störf síðar í mánuðinum. Nemendur segjast spenntir að fá lengra vetrarfrí en hafa áhyggjur af áhrifum á námið. 10. október 2024 18:02 Verkfall samþykkt með 100 prósent atkvæða í leik- og grunnskólum Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir að verkfallsaðgerðir Kennarasambands Ísland hafi verið samþykktar með miklum meirihluta. Hann útilokar ekki að fleiri skólar grípi til aðgerða. Hann segir að það sé þörf á að fjárfesta í fagmennsku til að tryggja góða menntun innan skólanna. 10. október 2024 15:26 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Verkfallsnemendur með áhyggjur af náminu og tendrun jólageitarinnar Ekki er útilokað að boðað verði til verkfalla í fleiri skólum en að óbreyttu leggja kennarar í átta skólum niður störf síðar í mánuðinum. Nemendur segjast spenntir að fá lengra vetrarfrí en hafa áhyggjur af áhrifum á námið. 10. október 2024 18:02
Verkfall samþykkt með 100 prósent atkvæða í leik- og grunnskólum Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir að verkfallsaðgerðir Kennarasambands Ísland hafi verið samþykktar með miklum meirihluta. Hann útilokar ekki að fleiri skólar grípi til aðgerða. Hann segir að það sé þörf á að fjárfesta í fagmennsku til að tryggja góða menntun innan skólanna. 10. október 2024 15:26