Fyrrverandi fréttastjóri og fleiri til Betri samgangna Árni Sæberg skrifar 10. október 2024 14:26 Þórey G. Guðmundsdóttir, Rakel Þorbergsdóttir og Atli Björn Levy. Betri samgöngur Betri samgöngur ohf., sem hafa umsjón með framkvæmdum á samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, hafa ráðið þrjá nýja starfsmenn og forstöðumaður þróunar hefur verið gerður að aðstoðarframkvæmdastjóri. Meðal nýrra starfsmanna er Rakel Þorbergsdóttir, fyrrverandi fréttastjóri Ríkisútvarpsins. Starfsmannafjöldi félagsins tvöfaldast. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að ráðningarnar séu gerðar í kjölfar breytinga sem urðu með uppfærslu Samgöngusáttmálans í ágúst síðastliðnum. Með uppfærslunni hafi verkefni verið færð til Betri samgangna og því sé að hluta um færslu á störfum að ræða, en ekki ný störf. Fjárfestingar og framkvæmdir sem Betri samgöngur hafa umsjón með séu Borgarlínan, stofnvegir á höfuðborgarsvæðinu, gerð hjóla- og göngustíga, umferðarstýring, aukið umferðarflæði og öryggisaðgerðir. Þekking og framlag nauðsynlegt „Það er okkur mikil ánægja að bjóða þessa þrjá reyndu sérfræðinga velkomna í starfsmannahópinn okkar og mikilvægt skref í að efla starfsemi félagins. Þekking þeirra og framlag er nauðsynlegt nú þegar uppfærður samgöngusáttmáli gerir okkur kleift að setja fullan þunga í framkvæmdir og halda áfram með undirbúning lykilverkefna sáttmálans. Markmið Betri samgangna er eftir sem áður að efla samgöngur og bæta allar samgönguleiðir á höfuðborgarsvæðinu,“ er haft eftir Davíð Þorlákssyni, framkvæmdastjóra Betri samngangna. Fjármálastjóri frá Vaxa Í tilkynningu segir að Þórey G. Guðmundsdóttir viðskiptafræðingur hafi verið ráðin fjármálastjóri hjá Betri samgöngum. Hún eigi að baki fjölbreyttan feril í fjármála- og viðskiptageiranum. Þórey hafi nú síðast starfast sem fjármálastjóri hjá grænmetisframleiðandanum Vaxa, hafi um árabil verið framkvæmdastjóri fjármálasviðs Bláa lónsins, forstöðumaður hagdeildar Samskipa og forstöðumaður fjármálasviðs hjá Straumi-Burðarás fjárfestingarbanka. Þórey hafi útskrifast sem viðskiptafræðingur (cand.oecon) af reikningshalds- og endurskoðunarsviði Háskóla Íslands árið 1995. Verkefnastjórinn frá Orku náttúrunnar Atli Björn Levy samgönguverkfræðingur hafi verið ráðinn forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu. Hann búi yfir fjölbreyttri reynslu sem verkfræðingur og verkefnastjóri. Atli Björn komi til Betri samgangna frá Orku náttúrunnar, þar sem hann hafi verið verkefnastjóri fjárfestingaverkefna á verkefnastofu. Hann hafi áður starfað á skrifstofu samgöngustjóra og á verkefnastofu umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, sem verkefnastjóri hjá Isavia og verkfræðingur hjá Verkís. Atli Björn hafi útskrifast með MSCE gráðu í samgönguverkfræði frá University of Washington í Seattle árið 2007 og lokið B.Sc. námi í umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2003. Var hjá NATO eftir langan feril á Rúv Rakel Þorbergsdóttir, fréttamaður og samskiptaráðgjafi, hafi verið ráðin samskiptastjóri hjá Betri samgöngum. Hún eigi að baki langan fjölmiðlaferil, hafi starfað í rúma tvo áratugi hjá Rúv sem fréttamaður, þáttastjórnandi, vaktstjóri og loks sem fréttastjóri frá 2014 til 2022. Rakel hafi nú síðast starfað sem samskiptaráðgjafi fyrir utanríkisráðuneytið hjá NATO Force Integration Unit í Litáen. Hún hafi lokið meistaranámi í fjölmiðlun frá Emerson College í Boston árið 1999 og útskrifast með BA-gráðu í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands árið 1996. Hækkaður í tign Loks segir að Þorsteinn R. Hermannsson, sem gegnt hafi stöðu forstöðumanns þróunar hjá Betri samgöngum frá árinu 2021, hafi verið gerður að aðstoðarframkvæmdastjóra. Hann hafi verið samgöngustjóri Reykjavíkurborgar frá 2016 til 2021. Þorsteinn hafi áður verið fagstjóri samgangna hjá Mannviti, verkfræðingur samgönguáætlunar í samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu, sviðsstjóri umferðar- og skipulagssviðs hjá Mannviti og samgönguverkfræðingur hjá Hönnun hf. Hann hafi útskrifast með MSCE gráðu í samgönguverkfræði frá University of Washington árið 2005 og lokið B.Sc. námi í umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2001. Fyrir uppfærslu samgöngusáttmálans hafi starfsmenn Betri samgangna verið þrír, þeir Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri, Þorsteinn R. Hermannsson aðstoðarframkvæmdastjóri og Þröstur Guðmundsson, forstöðumaður verkefna og áætlana. Samgöngur Borgarlína Vistaskipti Mest lesið Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að ráðningarnar séu gerðar í kjölfar breytinga sem urðu með uppfærslu Samgöngusáttmálans í ágúst síðastliðnum. Með uppfærslunni hafi verkefni verið færð til Betri samgangna og því sé að hluta um færslu á störfum að ræða, en ekki ný störf. Fjárfestingar og framkvæmdir sem Betri samgöngur hafa umsjón með séu Borgarlínan, stofnvegir á höfuðborgarsvæðinu, gerð hjóla- og göngustíga, umferðarstýring, aukið umferðarflæði og öryggisaðgerðir. Þekking og framlag nauðsynlegt „Það er okkur mikil ánægja að bjóða þessa þrjá reyndu sérfræðinga velkomna í starfsmannahópinn okkar og mikilvægt skref í að efla starfsemi félagins. Þekking þeirra og framlag er nauðsynlegt nú þegar uppfærður samgöngusáttmáli gerir okkur kleift að setja fullan þunga í framkvæmdir og halda áfram með undirbúning lykilverkefna sáttmálans. Markmið Betri samgangna er eftir sem áður að efla samgöngur og bæta allar samgönguleiðir á höfuðborgarsvæðinu,“ er haft eftir Davíð Þorlákssyni, framkvæmdastjóra Betri samngangna. Fjármálastjóri frá Vaxa Í tilkynningu segir að Þórey G. Guðmundsdóttir viðskiptafræðingur hafi verið ráðin fjármálastjóri hjá Betri samgöngum. Hún eigi að baki fjölbreyttan feril í fjármála- og viðskiptageiranum. Þórey hafi nú síðast starfast sem fjármálastjóri hjá grænmetisframleiðandanum Vaxa, hafi um árabil verið framkvæmdastjóri fjármálasviðs Bláa lónsins, forstöðumaður hagdeildar Samskipa og forstöðumaður fjármálasviðs hjá Straumi-Burðarás fjárfestingarbanka. Þórey hafi útskrifast sem viðskiptafræðingur (cand.oecon) af reikningshalds- og endurskoðunarsviði Háskóla Íslands árið 1995. Verkefnastjórinn frá Orku náttúrunnar Atli Björn Levy samgönguverkfræðingur hafi verið ráðinn forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu. Hann búi yfir fjölbreyttri reynslu sem verkfræðingur og verkefnastjóri. Atli Björn komi til Betri samgangna frá Orku náttúrunnar, þar sem hann hafi verið verkefnastjóri fjárfestingaverkefna á verkefnastofu. Hann hafi áður starfað á skrifstofu samgöngustjóra og á verkefnastofu umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, sem verkefnastjóri hjá Isavia og verkfræðingur hjá Verkís. Atli Björn hafi útskrifast með MSCE gráðu í samgönguverkfræði frá University of Washington í Seattle árið 2007 og lokið B.Sc. námi í umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2003. Var hjá NATO eftir langan feril á Rúv Rakel Þorbergsdóttir, fréttamaður og samskiptaráðgjafi, hafi verið ráðin samskiptastjóri hjá Betri samgöngum. Hún eigi að baki langan fjölmiðlaferil, hafi starfað í rúma tvo áratugi hjá Rúv sem fréttamaður, þáttastjórnandi, vaktstjóri og loks sem fréttastjóri frá 2014 til 2022. Rakel hafi nú síðast starfað sem samskiptaráðgjafi fyrir utanríkisráðuneytið hjá NATO Force Integration Unit í Litáen. Hún hafi lokið meistaranámi í fjölmiðlun frá Emerson College í Boston árið 1999 og útskrifast með BA-gráðu í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands árið 1996. Hækkaður í tign Loks segir að Þorsteinn R. Hermannsson, sem gegnt hafi stöðu forstöðumanns þróunar hjá Betri samgöngum frá árinu 2021, hafi verið gerður að aðstoðarframkvæmdastjóra. Hann hafi verið samgöngustjóri Reykjavíkurborgar frá 2016 til 2021. Þorsteinn hafi áður verið fagstjóri samgangna hjá Mannviti, verkfræðingur samgönguáætlunar í samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu, sviðsstjóri umferðar- og skipulagssviðs hjá Mannviti og samgönguverkfræðingur hjá Hönnun hf. Hann hafi útskrifast með MSCE gráðu í samgönguverkfræði frá University of Washington árið 2005 og lokið B.Sc. námi í umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2001. Fyrir uppfærslu samgöngusáttmálans hafi starfsmenn Betri samgangna verið þrír, þeir Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri, Þorsteinn R. Hermannsson aðstoðarframkvæmdastjóri og Þröstur Guðmundsson, forstöðumaður verkefna og áætlana.
Samgöngur Borgarlína Vistaskipti Mest lesið Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Sjá meira