Skotárás við ísraelskt fyrirtæki í Gautaborg Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2024 10:17 Lögreglumenn með sprengueyðingarvélmenni við fyrirtækið Elbit Systems í Gautaborg þar sem skotárás var gerð í morgun. Vísir/EPA Unglingspiltur er í haldi sænsku lögreglunnar, grunaður um tilraun til manndráps og alvarlegt vopnalagabrot, eftir að skotum var hleypt af við ísraelska hergagnaverksmiðju í Gautaborg í morgun. Mikill lögregluviðbúnaður var vegna skotárásarinnar en engan sakaði. Árásin átti sér stað við fyrirtækið Elbit Systems í Kallebäck í Gautaborg. Það er sænskt dótturfélag ísraelska hergagnaframleiðandans Elbit Systems. Talsmaður lögreglunnar segir að nokkrar sveitir lögreglumanna og þyrlur hafi verið sendar á staðinn þegar tilkynning barst um skotárás. Sá handtekni er yngri en fimmtán ára, að sögn sænska ríkisútvarpsins. Staðarblaðið Gautaborgarpósturinn segir að sá sem var handtekinn sé þrettán ára gamall piltur. Lögreglan segir að ekki séu fleiri grunaðir um aðild að árásinni að svo stöddu. Tilkynningar bárust einnig um mögulegar sprengingar við fyrirtækið en lögreglan segir það ekki rétt. Ekki sé þó hægt að útiloka að kanna þurfi tortryggilega hluti á svæðinu. Sprengjusveit lögreglunnar hefur sést á svæðinu. Elbit Systems sér Ísraelsher meðal annars fyrir ýmis konar hergögnum. Dótturfélagið í Svíþjóð er með samninga við sænska herinn um framleiðslu á ýmis konar búnaði, meðal annars fjarskiptakerfum. Mótmælt hefur verið fyrir utan fyrirtækið og skemmdarverk unnin. Í sumar var sprengju komið fyrir við inngang fyrirtækisins. Sérfræðingur sænska ríkisútvarpsins í öryggismálum segir að herferðin gegn Elbit tengist óánægju með hernað Ísraela í Miðausturlöndum. Ekki sé ljóst hvort að uppákoman í dag tengist því. Hann veltir upp möguleikanum á að írönsk stjórnvöld standi að baki árásum sem þessari á ísraelsk fyrirtæki. Nokkrar uppákomur hafa orðið við ísraelskar stofnanir á Norðurlöndunum síðustu daga og vikur. Þrír ungir Svíar voru handteknir eftir sprengingar við ísraelska sendiráðið í Kaupmannahöfn í síðustu viku. Degi áður var skotum hleypt af við ísraelska sendiráðið í Stokkhólmi. Fréttin verður uppfærð. Svíþjóð Ísrael Erlend sakamál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Sjá meira
Árásin átti sér stað við fyrirtækið Elbit Systems í Kallebäck í Gautaborg. Það er sænskt dótturfélag ísraelska hergagnaframleiðandans Elbit Systems. Talsmaður lögreglunnar segir að nokkrar sveitir lögreglumanna og þyrlur hafi verið sendar á staðinn þegar tilkynning barst um skotárás. Sá handtekni er yngri en fimmtán ára, að sögn sænska ríkisútvarpsins. Staðarblaðið Gautaborgarpósturinn segir að sá sem var handtekinn sé þrettán ára gamall piltur. Lögreglan segir að ekki séu fleiri grunaðir um aðild að árásinni að svo stöddu. Tilkynningar bárust einnig um mögulegar sprengingar við fyrirtækið en lögreglan segir það ekki rétt. Ekki sé þó hægt að útiloka að kanna þurfi tortryggilega hluti á svæðinu. Sprengjusveit lögreglunnar hefur sést á svæðinu. Elbit Systems sér Ísraelsher meðal annars fyrir ýmis konar hergögnum. Dótturfélagið í Svíþjóð er með samninga við sænska herinn um framleiðslu á ýmis konar búnaði, meðal annars fjarskiptakerfum. Mótmælt hefur verið fyrir utan fyrirtækið og skemmdarverk unnin. Í sumar var sprengju komið fyrir við inngang fyrirtækisins. Sérfræðingur sænska ríkisútvarpsins í öryggismálum segir að herferðin gegn Elbit tengist óánægju með hernað Ísraela í Miðausturlöndum. Ekki sé ljóst hvort að uppákoman í dag tengist því. Hann veltir upp möguleikanum á að írönsk stjórnvöld standi að baki árásum sem þessari á ísraelsk fyrirtæki. Nokkrar uppákomur hafa orðið við ísraelskar stofnanir á Norðurlöndunum síðustu daga og vikur. Þrír ungir Svíar voru handteknir eftir sprengingar við ísraelska sendiráðið í Kaupmannahöfn í síðustu viku. Degi áður var skotum hleypt af við ísraelska sendiráðið í Stokkhólmi. Fréttin verður uppfærð.
Svíþjóð Ísrael Erlend sakamál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Sjá meira