Ferðaþjónusturisi kaupir Fjaðrárgljúfur Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2024 08:49 Um þrjú hundruð þúsund ferðamenn heimsækja Fjaðrárgljúfur árlega samkvæmt upplýsingum Arctic Adventures. Vísir/Vilhelm Íslenska ferðaþjónustufyrirtækið Arctic Adventures hefur fest kaup á Fjaðrárgljúfri. Forstjóri fyrirtækisins segir markmiðið að gera friðlýstu náttúruperluna aðgengilegri ferðamönnum á sama tíma og gætt sé að náttúrunni. Gljúfrið, sem var friðlýst í vor í samstarfi við sveitarfélagið og fyrri eigendur, tilheyrir jörðinni Heiði sem Arctic Adventures keypti af Hverabergi ehf. og tengdum félögum. Ferðaþjónustufyrirtækið tekur við rekstri friðlýsta svæðisins 1. janúar 2025 samkvæmt tilkynningu frá félaginu. Ásgeir Baldurs, forstjóri Arctic Adventures, segir í samtali við Vísi að ráðist verði í uppbyggingu á göngustígum, útsýnispöllum og salernisaðstöðu í samræmi við aðgerðaáætlun Umhverfisstofnunar sem var unnin samhlið friðlýsingunni. Þá standi til að reisa þjónustumiðstöð rétt utan við friðlýsta svæðið. Á sama tíma eigi að gæta þess að fyrirbyggja gróðurskemmdir og Umhverfisstofnun hefur nokkrum sinnum lokað gljúfrinu vegna hættu á skemmdum á gróðri meðfram gönguslóðum vegna ágangs ferðamanna á undanförnum árum. Kaupverðið er trúnaðarmál, að sögn Ásgeirs. Eignarhald Arctic Adventures á gljúfrinu hafi ekki áhrif á möguleika keppinauta félagsins á að markaðssetja eða skipuleggja ferðir þangað. Fyrir á Arctic Adventures náttúrufyrirbrigðið Kerið í Grímsnesi. Ásgeir segir kaupin á Fjaðrárgljúfri ekki endilega upphaf að frekari landvinningum fyrirtækisins enda séu ekki margar náttúruperlur til sölu. „Við höfum trú á íslenskri ferðaþjónustu og áfangastöðum sem eru vel staðsettir og vinsælir. Við reynum að gera þá aðgengilegri ferðamönnum og passa upp á náttúruna á sama tíma,“ segir hann. Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Skaftárhreppur Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Sjá meira
Gljúfrið, sem var friðlýst í vor í samstarfi við sveitarfélagið og fyrri eigendur, tilheyrir jörðinni Heiði sem Arctic Adventures keypti af Hverabergi ehf. og tengdum félögum. Ferðaþjónustufyrirtækið tekur við rekstri friðlýsta svæðisins 1. janúar 2025 samkvæmt tilkynningu frá félaginu. Ásgeir Baldurs, forstjóri Arctic Adventures, segir í samtali við Vísi að ráðist verði í uppbyggingu á göngustígum, útsýnispöllum og salernisaðstöðu í samræmi við aðgerðaáætlun Umhverfisstofnunar sem var unnin samhlið friðlýsingunni. Þá standi til að reisa þjónustumiðstöð rétt utan við friðlýsta svæðið. Á sama tíma eigi að gæta þess að fyrirbyggja gróðurskemmdir og Umhverfisstofnun hefur nokkrum sinnum lokað gljúfrinu vegna hættu á skemmdum á gróðri meðfram gönguslóðum vegna ágangs ferðamanna á undanförnum árum. Kaupverðið er trúnaðarmál, að sögn Ásgeirs. Eignarhald Arctic Adventures á gljúfrinu hafi ekki áhrif á möguleika keppinauta félagsins á að markaðssetja eða skipuleggja ferðir þangað. Fyrir á Arctic Adventures náttúrufyrirbrigðið Kerið í Grímsnesi. Ásgeir segir kaupin á Fjaðrárgljúfri ekki endilega upphaf að frekari landvinningum fyrirtækisins enda séu ekki margar náttúruperlur til sölu. „Við höfum trú á íslenskri ferðaþjónustu og áfangastöðum sem eru vel staðsettir og vinsælir. Við reynum að gera þá aðgengilegri ferðamönnum og passa upp á náttúruna á sama tíma,“ segir hann.
Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Skaftárhreppur Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Sjá meira