Valdimar Guðmundsson og Örn Eldjárn fluttu tónlist og Einar Þorsteinsson borgarstjóri var með ávarp.
Endurbætur hafa verið gerðar á listaverkinu, jafnt tæknibúnaði sem steinlögn og brunni og mun Friðarsúlan lýsa þéttar en fyrr. Reykjavíkurborg, Orkuveitan og Yoko Ono sameinuðust um framkvæmdina.

Á vef Reykjavíkurborgar kemur fram að Friðarsúlan „Imagine Peace Tower“ er útilistaverk eftir Yoko Ono sem var reist í Viðey árið 2007.
„Verkið er sterkt kennileiti í borginni og þörf áminning til okkar allra um að halda á lofti hugsjónum friðar, sérstaklega nú þegar stríð geisa víða um veröldina. Yoko Ono skapaði Friðarsúluna til minningar um eiginmann sinn John Lennon heitinn og til að minna á mikilvægi friðarboðskapar. Verkið logar frá fæðingardegi hans til dánardægurs þann 8. desember,“ segir enn fremur.
