Vaknar Árbærinn aftur? Valur Páll Eiríksson skrifar 6. október 2024 12:04 Fylkismenn unnu 2-0 sigur í Kórnum fyrr í sumar. Vísir/Diego Fylkir berst fyrir tilverurétti sínum í Bestu deild karla er liðið sækir HK heim í Kórinn seinni partinn í dag. Fylkir vermir botnsæti deildarinnar, líkt og það hefur gert undanfarnar vikur. Liðið hefur ekki fagnað sigri síðan 18. ágúst og aðeins fengið eitt stig úr síðustu fimm leikjum. Sigur Vestra á Fram í gær þýðir að Vestanmenn eru með 25 stig, ásamt KR, í neðstu sætunum fyrir ofan fallsvæðið á meðan Fylkir er með 17 stig á botninum. Fylkir á aðeins þrjá leiki eftir óspilaða, við HK í Kórnum klukkan 17:00 í dag, við KR í Árbæ 20. október og á útivelli við Vestra í lokaumferðinni 26. ágúst. Níu stig eru í pottinum fyrir Árbæinga og átta stig upp í Vestra og KR. Því er ljóst að allir þrír leikirnir þurfa að vinnast og þá þarf Fylkir enn fremur að treysta á að Vestri eða KR tapi öllum sínum leikjum til að eiga möguleika á að komast upp fyrir annað hvort þeirra. Það veitir Fylkismönnum ef til vill einhverja von að síðasti sigur liðsins í deildinni kom einmitt gegn HK í Kórnum. Það var sterkur 2-0 sigur þar sem Árbæingar léku manni færri stóran hluta leiks. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, talaði um það eftir sigurinn í Kórnum að Árbærinn væri vaknaður. Síðan þá hafa frekar verið andvökumerki á þeim appelsínugulu síðan en spurning hvort þeir mæti vel úthvíldir til leiks og geti á ótrúlegan hátt haldið sér uppi í deild þeirra bestu. HK þarf jafn mikið á þremur stigum að halda en þeir rauðklæddu úr Kópavogi eru með 21 stig í efra fallsætinu og þurfa því þrjú stig til að halda í við KR og Vestra. Fylkir og HK mætast klukkan 17:00 í Kórnum og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 BD. Leikurinn er einn fimm leikja sem fara fram í dag en allir verða þeir á Sportrásunum áður en þeir verða gerðir upp í Ísey tilþrifunum beint í kjölfar stórleiks Breiðabliks og Vals í kvöld. Leikir dagsins í Bestu deild karla Efri hluti: 14:00 ÍA - FH (Stöð 2 Sport 5) 17:00 Víkingur - Stjarnan (Stöð 2 Sport) 19:15 Breiðablik - Valur (Stöð 2 Sport) 21:20 Ísey tilþrifin (Stöð 2 Sport) Neðri hluti: 14:00 KA - KR (Stöð 2 Sport) 17:00 HK - Fylkir (Stöð 2 BD) Fylkir HK Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við stóðum af okkur storminn“ Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Sjá meira
Fylkir vermir botnsæti deildarinnar, líkt og það hefur gert undanfarnar vikur. Liðið hefur ekki fagnað sigri síðan 18. ágúst og aðeins fengið eitt stig úr síðustu fimm leikjum. Sigur Vestra á Fram í gær þýðir að Vestanmenn eru með 25 stig, ásamt KR, í neðstu sætunum fyrir ofan fallsvæðið á meðan Fylkir er með 17 stig á botninum. Fylkir á aðeins þrjá leiki eftir óspilaða, við HK í Kórnum klukkan 17:00 í dag, við KR í Árbæ 20. október og á útivelli við Vestra í lokaumferðinni 26. ágúst. Níu stig eru í pottinum fyrir Árbæinga og átta stig upp í Vestra og KR. Því er ljóst að allir þrír leikirnir þurfa að vinnast og þá þarf Fylkir enn fremur að treysta á að Vestri eða KR tapi öllum sínum leikjum til að eiga möguleika á að komast upp fyrir annað hvort þeirra. Það veitir Fylkismönnum ef til vill einhverja von að síðasti sigur liðsins í deildinni kom einmitt gegn HK í Kórnum. Það var sterkur 2-0 sigur þar sem Árbæingar léku manni færri stóran hluta leiks. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, talaði um það eftir sigurinn í Kórnum að Árbærinn væri vaknaður. Síðan þá hafa frekar verið andvökumerki á þeim appelsínugulu síðan en spurning hvort þeir mæti vel úthvíldir til leiks og geti á ótrúlegan hátt haldið sér uppi í deild þeirra bestu. HK þarf jafn mikið á þremur stigum að halda en þeir rauðklæddu úr Kópavogi eru með 21 stig í efra fallsætinu og þurfa því þrjú stig til að halda í við KR og Vestra. Fylkir og HK mætast klukkan 17:00 í Kórnum og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 BD. Leikurinn er einn fimm leikja sem fara fram í dag en allir verða þeir á Sportrásunum áður en þeir verða gerðir upp í Ísey tilþrifunum beint í kjölfar stórleiks Breiðabliks og Vals í kvöld. Leikir dagsins í Bestu deild karla Efri hluti: 14:00 ÍA - FH (Stöð 2 Sport 5) 17:00 Víkingur - Stjarnan (Stöð 2 Sport) 19:15 Breiðablik - Valur (Stöð 2 Sport) 21:20 Ísey tilþrifin (Stöð 2 Sport) Neðri hluti: 14:00 KA - KR (Stöð 2 Sport) 17:00 HK - Fylkir (Stöð 2 BD)
Leikir dagsins í Bestu deild karla Efri hluti: 14:00 ÍA - FH (Stöð 2 Sport 5) 17:00 Víkingur - Stjarnan (Stöð 2 Sport) 19:15 Breiðablik - Valur (Stöð 2 Sport) 21:20 Ísey tilþrifin (Stöð 2 Sport) Neðri hluti: 14:00 KA - KR (Stöð 2 Sport) 17:00 HK - Fylkir (Stöð 2 BD)
Fylkir HK Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við stóðum af okkur storminn“ Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Sjá meira