Sigmundur og hvolpurinn gleðjast yfir fylgi Miðflokksins Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. október 2024 23:08 Það er svipur með Sigmundi og nýja hvolpnum enda er feldur hundsins næstum því eins á litinn og skegg eigandans. „Ég skal viðurkenna að eftir allt sem á undan er gengið var á vissan hátt ánægjulegt að sjá könnun þar sem Miðflokkurinn mældist með meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn til samans og nánast jafnmikið og stjórnarflokkarnir allir samanlagt.“ Þannig hljómar upphaf færslu sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, birti á Facebook í dag en við færsluna er mynd af Sigmundi haldandi á hvolpi. „Þó geri ég mér fulla grein fyrir því að kannanir eru bara kannanir og þær breytast. Þess vegna segi ég ekki meira í bili en í staðinn fylgir ótengd mynd af mér og nýjum hvolpi,“ sagði hann einnig í færslunni. Sigmundur gleðst þar yfir nýjustu könnun Prósents þar sem Sjálfstæðisflokkurinn mælist með tólf prósent, Framsókn með fimm prósent, Vinstri græn með þrjú prósent og Miðflokkurinn mælist næststærstur með átján prósent. Hvolpurinn sem búið var að lofa Sennilega er um að ræða Havanese-hvolpinn sem Sigmundur hafði lofað eiginkonu sinni og dóttur eftir að Emma, gamli hundurinn þeirra lést. „Þær vilja nýjan hund. Ég hef sagt að það komi til greina en það verður að vera hundur sem geltir ekki eins mikið og þessi Terrier. Og fer ekki úr hárum. Og helst einhvern sem hatar ekki bréfbera eins og Emma mín gerði,“ sagði Sigmundur í Kryddsíld í fyrra. Þar sagði hann að ef mæðgurnar væru að fylgjast með gætu þær sent honum sms fyrir klukkan sex um kvöldið og þá myndi hann samþykkja hundinn. Skilaboðin bárust á ögurstundu og hefur hann greinilega staðið við orð sín. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sigmundur þarf að standa við loforð um að gefa eiginkonu sinni hund en það gerðist líka fyrir fimmtán árum síðan. „Ég lofaði konunni því að við myndum fá hund ef ég yrði formaður Framsóknarflokksins enda taldi ég litlar líkur á því að ég þyrfti að standa við það en það verður ekki hjá því komist núna,“ sagði Sigmundur í viðtali árið 2009. Grín og gaman Miðflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Hundar Skoðanakannanir Tengdar fréttir Fær sér hund eins og Obama Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins, þarf að standa við loforð sem hann gaf eiginkonu sinn og kaupa hund nú þegar hann er orðinn formaður flokksins. Barack Obama verðandi forseti Bandaríkjanna hyggst einnig kaupa hund á næstunni. ,,Hvað þetta varðar eru allavega líkindi með okkur," sagði Sigmundur í þættinum Í bítið í morgun. 19. janúar 2009 10:49 Ríkisstjórnarflokkarnir mælast með tuttugu prósenta fylgi Ríkisstjórnarflokkarnir mælast sameiginlega með tuttugu prósenta fylgi í nýjustu könnun Prósents. 5. október 2024 08:54 Mest lesið Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Lífið Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Fékk veipeitrun Lífið Munur er á manviti og mannviti Menning Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Fleiri fréttir Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Sjá meira
Þannig hljómar upphaf færslu sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, birti á Facebook í dag en við færsluna er mynd af Sigmundi haldandi á hvolpi. „Þó geri ég mér fulla grein fyrir því að kannanir eru bara kannanir og þær breytast. Þess vegna segi ég ekki meira í bili en í staðinn fylgir ótengd mynd af mér og nýjum hvolpi,“ sagði hann einnig í færslunni. Sigmundur gleðst þar yfir nýjustu könnun Prósents þar sem Sjálfstæðisflokkurinn mælist með tólf prósent, Framsókn með fimm prósent, Vinstri græn með þrjú prósent og Miðflokkurinn mælist næststærstur með átján prósent. Hvolpurinn sem búið var að lofa Sennilega er um að ræða Havanese-hvolpinn sem Sigmundur hafði lofað eiginkonu sinni og dóttur eftir að Emma, gamli hundurinn þeirra lést. „Þær vilja nýjan hund. Ég hef sagt að það komi til greina en það verður að vera hundur sem geltir ekki eins mikið og þessi Terrier. Og fer ekki úr hárum. Og helst einhvern sem hatar ekki bréfbera eins og Emma mín gerði,“ sagði Sigmundur í Kryddsíld í fyrra. Þar sagði hann að ef mæðgurnar væru að fylgjast með gætu þær sent honum sms fyrir klukkan sex um kvöldið og þá myndi hann samþykkja hundinn. Skilaboðin bárust á ögurstundu og hefur hann greinilega staðið við orð sín. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sigmundur þarf að standa við loforð um að gefa eiginkonu sinni hund en það gerðist líka fyrir fimmtán árum síðan. „Ég lofaði konunni því að við myndum fá hund ef ég yrði formaður Framsóknarflokksins enda taldi ég litlar líkur á því að ég þyrfti að standa við það en það verður ekki hjá því komist núna,“ sagði Sigmundur í viðtali árið 2009.
Grín og gaman Miðflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Hundar Skoðanakannanir Tengdar fréttir Fær sér hund eins og Obama Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins, þarf að standa við loforð sem hann gaf eiginkonu sinn og kaupa hund nú þegar hann er orðinn formaður flokksins. Barack Obama verðandi forseti Bandaríkjanna hyggst einnig kaupa hund á næstunni. ,,Hvað þetta varðar eru allavega líkindi með okkur," sagði Sigmundur í þættinum Í bítið í morgun. 19. janúar 2009 10:49 Ríkisstjórnarflokkarnir mælast með tuttugu prósenta fylgi Ríkisstjórnarflokkarnir mælast sameiginlega með tuttugu prósenta fylgi í nýjustu könnun Prósents. 5. október 2024 08:54 Mest lesið Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Lífið Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Fékk veipeitrun Lífið Munur er á manviti og mannviti Menning Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Fleiri fréttir Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Sjá meira
Fær sér hund eins og Obama Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins, þarf að standa við loforð sem hann gaf eiginkonu sinn og kaupa hund nú þegar hann er orðinn formaður flokksins. Barack Obama verðandi forseti Bandaríkjanna hyggst einnig kaupa hund á næstunni. ,,Hvað þetta varðar eru allavega líkindi með okkur," sagði Sigmundur í þættinum Í bítið í morgun. 19. janúar 2009 10:49
Ríkisstjórnarflokkarnir mælast með tuttugu prósenta fylgi Ríkisstjórnarflokkarnir mælast sameiginlega með tuttugu prósenta fylgi í nýjustu könnun Prósents. 5. október 2024 08:54