Fordæmalaus áform og enginn lagarammi til um eftirlit Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. október 2024 15:03 Hafrannsóknarstofnun gefur áformum þýska fyrirtækisins Heidelberg um efnistöku og uppbyggingu við Þorlákshöfn falleinkunn. Þorsteinn Víglundsson talsmaður Heidelbergkveður fyrirtækið hafa mætt stofnuninni í fyrri umsögn. Nú sé verið að fara yfir síðara mat hennar. Vísir Hafrannsóknarstofnun leggst aftur gegn áformum þýska sementsfyrirtækisins Heidelberg um efnistöku af hafsbotni við Landeyjar. Öll framkvæmdin sé stórskala og án fordæma. Sviðsstjóri segir heildaráhrif framkvæmdarinnar neikvæð á hrygningu helstu fiskistofna, strandlengjuna og lífríkið á svæðinu. Talsmaður Heidelberg segir umsögnina ekki bæta miklu við fyrri umsögn stofnunarinnar sem fyrirtækið hafi komið á móts við. Nú sé verið að fara yfir síðara matið. Áform þýska sementsfyrirtækisins Heidelbergs um að reisa mölunarverksmiðju við Þorlákshöfn hafa verið umdeild hjá íbúum og ýmsum fyrirtækjum á svæðinu frá því þau voru kynnt fyrir rúmum tveimur árum. Sækja á efnið að mestu í sjávarnámur úti fyrir landi. Þá á að byggja nýja höfn samhliða framkvæmdinni. Íbúakosningu um skipulag svæðisins sem átti að fara fram í sumar var frestað eftir að First Water gerði athugasemdir við uppbyggingaráformin. Þá hefur Vestmanneyjarbær gert alvarlegar athugasemdir. Skipulagsstofnun skilaði áliti sínu um uppbygginguna í maí. Fram kom að uppbyggingin uppfylli skilyrði laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Athugasemdir voru hins vegar gerðar við sjónræn áhrif og bent á mikilvægi þess að lífríkið á svæðinu verði vaktað. Þá lýsti stofnunin áhyggjum af stöðu grunnvatns á svæðinu. Stofnunin óskaði svo eftir umsögn Hafrannsóknarstofnunar sem skilaði umsögn sinni í síðustu viku. Leggjast alfarið gegn framkvæmdinni Þar leggst Hafró alfarið gegn efnistöku af hafsbotni við Landeyjar í umsögn sem telur þrettán blaðsíður. Framkvæmdin sé stórskala og án fordæma hér á landi. Hafró vísar til fyrri úrskurðar um að efnisnámið geti haft slæm áhrif á fiskistofna sem hrygna á svæðinu. Jónas Páll Jónasson er sviðsstjóri Botnsjávarsviðs Hafró. „Afstaða stofnunarinnar er neikvæð gagnvart framkvæmdinni. Heildaráhrifin hennar eru neikvæð að okkar mati.Í fyrsta lagi er það umfang efnistökunnar á svæðinu en það er mikilvægt fyrir hrygningu okkar helstu nytjategunda eins og loðnu og þorsks. Þarna eru líka sandsílasvæði. Þetta snýr líka að strandrofi því þarna er áformað að taka mikið magn efnis. Við gerðum sambærilegar athugasemdir í fyrstu umsögn okkar. Heidelberg svaraði en við teljum fyrirtækið sé enn þá langt frá því að uppfylla skilyrði okkar,“ segir Jónas. Engin lagarammi til um eftirlit Þá gerir Hafrannsóknarstofnun athugasemd við að engin lög eða reglugerðir séu til um eftirlit með framkvæmdinni. Jónas segir fleiri vankanta á framkvæmdinni. „Það losnar mikið af fínu efni í efnistöku eins og þarna er fyrirhuguð sem við teljum að geti haft mjög slæm áhrif á lífríki á svæðinu,“ segir hann. Umsögnin bæti ekki miklu við Þorsteinn J. Víglundsson talsmaður Heidelberg hér á landi segir að fyrirtækið telji sig hafa komið á móts við Hafrannsóknarstofnun. „Við gagnrýndum mikið fyrri umsögn Hafró og teljum þessa umsögn ekki bæta miklu við. Við höfum komið á móts við áhyggjur sem komu fram í fyrsta áliti stofnunarinnar. Í stuttu málið virðist okkur að þarna sé vel hægt að vinna það efnismagn sem við leggjum til eftir fyrri umsögnina án þess að það hafi áhrif á lífríki og umhverfi. Við erum að klára að fara yfir síðara matið. Eftir það tekur Skipulagsstofnun málið til umfjöllunar og svo er leyfisumsögn á borði Orkustofnunar,“ segir Þorsteinn. Ölfus Stóriðja Deilur um iðnað í Ölfusi Umhverfismál Námuvinnsla Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Sjá meira
Áform þýska sementsfyrirtækisins Heidelbergs um að reisa mölunarverksmiðju við Þorlákshöfn hafa verið umdeild hjá íbúum og ýmsum fyrirtækjum á svæðinu frá því þau voru kynnt fyrir rúmum tveimur árum. Sækja á efnið að mestu í sjávarnámur úti fyrir landi. Þá á að byggja nýja höfn samhliða framkvæmdinni. Íbúakosningu um skipulag svæðisins sem átti að fara fram í sumar var frestað eftir að First Water gerði athugasemdir við uppbyggingaráformin. Þá hefur Vestmanneyjarbær gert alvarlegar athugasemdir. Skipulagsstofnun skilaði áliti sínu um uppbygginguna í maí. Fram kom að uppbyggingin uppfylli skilyrði laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Athugasemdir voru hins vegar gerðar við sjónræn áhrif og bent á mikilvægi þess að lífríkið á svæðinu verði vaktað. Þá lýsti stofnunin áhyggjum af stöðu grunnvatns á svæðinu. Stofnunin óskaði svo eftir umsögn Hafrannsóknarstofnunar sem skilaði umsögn sinni í síðustu viku. Leggjast alfarið gegn framkvæmdinni Þar leggst Hafró alfarið gegn efnistöku af hafsbotni við Landeyjar í umsögn sem telur þrettán blaðsíður. Framkvæmdin sé stórskala og án fordæma hér á landi. Hafró vísar til fyrri úrskurðar um að efnisnámið geti haft slæm áhrif á fiskistofna sem hrygna á svæðinu. Jónas Páll Jónasson er sviðsstjóri Botnsjávarsviðs Hafró. „Afstaða stofnunarinnar er neikvæð gagnvart framkvæmdinni. Heildaráhrifin hennar eru neikvæð að okkar mati.Í fyrsta lagi er það umfang efnistökunnar á svæðinu en það er mikilvægt fyrir hrygningu okkar helstu nytjategunda eins og loðnu og þorsks. Þarna eru líka sandsílasvæði. Þetta snýr líka að strandrofi því þarna er áformað að taka mikið magn efnis. Við gerðum sambærilegar athugasemdir í fyrstu umsögn okkar. Heidelberg svaraði en við teljum fyrirtækið sé enn þá langt frá því að uppfylla skilyrði okkar,“ segir Jónas. Engin lagarammi til um eftirlit Þá gerir Hafrannsóknarstofnun athugasemd við að engin lög eða reglugerðir séu til um eftirlit með framkvæmdinni. Jónas segir fleiri vankanta á framkvæmdinni. „Það losnar mikið af fínu efni í efnistöku eins og þarna er fyrirhuguð sem við teljum að geti haft mjög slæm áhrif á lífríki á svæðinu,“ segir hann. Umsögnin bæti ekki miklu við Þorsteinn J. Víglundsson talsmaður Heidelberg hér á landi segir að fyrirtækið telji sig hafa komið á móts við Hafrannsóknarstofnun. „Við gagnrýndum mikið fyrri umsögn Hafró og teljum þessa umsögn ekki bæta miklu við. Við höfum komið á móts við áhyggjur sem komu fram í fyrsta áliti stofnunarinnar. Í stuttu málið virðist okkur að þarna sé vel hægt að vinna það efnismagn sem við leggjum til eftir fyrri umsögnina án þess að það hafi áhrif á lífríki og umhverfi. Við erum að klára að fara yfir síðara matið. Eftir það tekur Skipulagsstofnun málið til umfjöllunar og svo er leyfisumsögn á borði Orkustofnunar,“ segir Þorsteinn.
Ölfus Stóriðja Deilur um iðnað í Ölfusi Umhverfismál Námuvinnsla Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent