Fordæmalaus áform og enginn lagarammi til um eftirlit Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. október 2024 15:03 Hafrannsóknarstofnun gefur áformum þýska fyrirtækisins Heidelberg um efnistöku og uppbyggingu við Þorlákshöfn falleinkunn. Þorsteinn Víglundsson talsmaður Heidelbergkveður fyrirtækið hafa mætt stofnuninni í fyrri umsögn. Nú sé verið að fara yfir síðara mat hennar. Vísir Hafrannsóknarstofnun leggst aftur gegn áformum þýska sementsfyrirtækisins Heidelberg um efnistöku af hafsbotni við Landeyjar. Öll framkvæmdin sé stórskala og án fordæma. Sviðsstjóri segir heildaráhrif framkvæmdarinnar neikvæð á hrygningu helstu fiskistofna, strandlengjuna og lífríkið á svæðinu. Talsmaður Heidelberg segir umsögnina ekki bæta miklu við fyrri umsögn stofnunarinnar sem fyrirtækið hafi komið á móts við. Nú sé verið að fara yfir síðara matið. Áform þýska sementsfyrirtækisins Heidelbergs um að reisa mölunarverksmiðju við Þorlákshöfn hafa verið umdeild hjá íbúum og ýmsum fyrirtækjum á svæðinu frá því þau voru kynnt fyrir rúmum tveimur árum. Sækja á efnið að mestu í sjávarnámur úti fyrir landi. Þá á að byggja nýja höfn samhliða framkvæmdinni. Íbúakosningu um skipulag svæðisins sem átti að fara fram í sumar var frestað eftir að First Water gerði athugasemdir við uppbyggingaráformin. Þá hefur Vestmanneyjarbær gert alvarlegar athugasemdir. Skipulagsstofnun skilaði áliti sínu um uppbygginguna í maí. Fram kom að uppbyggingin uppfylli skilyrði laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Athugasemdir voru hins vegar gerðar við sjónræn áhrif og bent á mikilvægi þess að lífríkið á svæðinu verði vaktað. Þá lýsti stofnunin áhyggjum af stöðu grunnvatns á svæðinu. Stofnunin óskaði svo eftir umsögn Hafrannsóknarstofnunar sem skilaði umsögn sinni í síðustu viku. Leggjast alfarið gegn framkvæmdinni Þar leggst Hafró alfarið gegn efnistöku af hafsbotni við Landeyjar í umsögn sem telur þrettán blaðsíður. Framkvæmdin sé stórskala og án fordæma hér á landi. Hafró vísar til fyrri úrskurðar um að efnisnámið geti haft slæm áhrif á fiskistofna sem hrygna á svæðinu. Jónas Páll Jónasson er sviðsstjóri Botnsjávarsviðs Hafró. „Afstaða stofnunarinnar er neikvæð gagnvart framkvæmdinni. Heildaráhrifin hennar eru neikvæð að okkar mati.Í fyrsta lagi er það umfang efnistökunnar á svæðinu en það er mikilvægt fyrir hrygningu okkar helstu nytjategunda eins og loðnu og þorsks. Þarna eru líka sandsílasvæði. Þetta snýr líka að strandrofi því þarna er áformað að taka mikið magn efnis. Við gerðum sambærilegar athugasemdir í fyrstu umsögn okkar. Heidelberg svaraði en við teljum fyrirtækið sé enn þá langt frá því að uppfylla skilyrði okkar,“ segir Jónas. Engin lagarammi til um eftirlit Þá gerir Hafrannsóknarstofnun athugasemd við að engin lög eða reglugerðir séu til um eftirlit með framkvæmdinni. Jónas segir fleiri vankanta á framkvæmdinni. „Það losnar mikið af fínu efni í efnistöku eins og þarna er fyrirhuguð sem við teljum að geti haft mjög slæm áhrif á lífríki á svæðinu,“ segir hann. Umsögnin bæti ekki miklu við Þorsteinn J. Víglundsson talsmaður Heidelberg hér á landi segir að fyrirtækið telji sig hafa komið á móts við Hafrannsóknarstofnun. „Við gagnrýndum mikið fyrri umsögn Hafró og teljum þessa umsögn ekki bæta miklu við. Við höfum komið á móts við áhyggjur sem komu fram í fyrsta áliti stofnunarinnar. Í stuttu málið virðist okkur að þarna sé vel hægt að vinna það efnismagn sem við leggjum til eftir fyrri umsögnina án þess að það hafi áhrif á lífríki og umhverfi. Við erum að klára að fara yfir síðara matið. Eftir það tekur Skipulagsstofnun málið til umfjöllunar og svo er leyfisumsögn á borði Orkustofnunar,“ segir Þorsteinn. Ölfus Stóriðja Deilur um iðnað í Ölfusi Umhverfismál Námuvinnsla Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Sjá meira
Áform þýska sementsfyrirtækisins Heidelbergs um að reisa mölunarverksmiðju við Þorlákshöfn hafa verið umdeild hjá íbúum og ýmsum fyrirtækjum á svæðinu frá því þau voru kynnt fyrir rúmum tveimur árum. Sækja á efnið að mestu í sjávarnámur úti fyrir landi. Þá á að byggja nýja höfn samhliða framkvæmdinni. Íbúakosningu um skipulag svæðisins sem átti að fara fram í sumar var frestað eftir að First Water gerði athugasemdir við uppbyggingaráformin. Þá hefur Vestmanneyjarbær gert alvarlegar athugasemdir. Skipulagsstofnun skilaði áliti sínu um uppbygginguna í maí. Fram kom að uppbyggingin uppfylli skilyrði laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Athugasemdir voru hins vegar gerðar við sjónræn áhrif og bent á mikilvægi þess að lífríkið á svæðinu verði vaktað. Þá lýsti stofnunin áhyggjum af stöðu grunnvatns á svæðinu. Stofnunin óskaði svo eftir umsögn Hafrannsóknarstofnunar sem skilaði umsögn sinni í síðustu viku. Leggjast alfarið gegn framkvæmdinni Þar leggst Hafró alfarið gegn efnistöku af hafsbotni við Landeyjar í umsögn sem telur þrettán blaðsíður. Framkvæmdin sé stórskala og án fordæma hér á landi. Hafró vísar til fyrri úrskurðar um að efnisnámið geti haft slæm áhrif á fiskistofna sem hrygna á svæðinu. Jónas Páll Jónasson er sviðsstjóri Botnsjávarsviðs Hafró. „Afstaða stofnunarinnar er neikvæð gagnvart framkvæmdinni. Heildaráhrifin hennar eru neikvæð að okkar mati.Í fyrsta lagi er það umfang efnistökunnar á svæðinu en það er mikilvægt fyrir hrygningu okkar helstu nytjategunda eins og loðnu og þorsks. Þarna eru líka sandsílasvæði. Þetta snýr líka að strandrofi því þarna er áformað að taka mikið magn efnis. Við gerðum sambærilegar athugasemdir í fyrstu umsögn okkar. Heidelberg svaraði en við teljum fyrirtækið sé enn þá langt frá því að uppfylla skilyrði okkar,“ segir Jónas. Engin lagarammi til um eftirlit Þá gerir Hafrannsóknarstofnun athugasemd við að engin lög eða reglugerðir séu til um eftirlit með framkvæmdinni. Jónas segir fleiri vankanta á framkvæmdinni. „Það losnar mikið af fínu efni í efnistöku eins og þarna er fyrirhuguð sem við teljum að geti haft mjög slæm áhrif á lífríki á svæðinu,“ segir hann. Umsögnin bæti ekki miklu við Þorsteinn J. Víglundsson talsmaður Heidelberg hér á landi segir að fyrirtækið telji sig hafa komið á móts við Hafrannsóknarstofnun. „Við gagnrýndum mikið fyrri umsögn Hafró og teljum þessa umsögn ekki bæta miklu við. Við höfum komið á móts við áhyggjur sem komu fram í fyrsta áliti stofnunarinnar. Í stuttu málið virðist okkur að þarna sé vel hægt að vinna það efnismagn sem við leggjum til eftir fyrri umsögnina án þess að það hafi áhrif á lífríki og umhverfi. Við erum að klára að fara yfir síðara matið. Eftir það tekur Skipulagsstofnun málið til umfjöllunar og svo er leyfisumsögn á borði Orkustofnunar,“ segir Þorsteinn.
Ölfus Stóriðja Deilur um iðnað í Ölfusi Umhverfismál Námuvinnsla Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Sjá meira