Hækka fjárútlát til varnarmála um þriðjung Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2024 11:30 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Mikhail Metzel Ráðamenn í Rússlandi vilja hækka fjárútlát til varnarmála um tæpan þriðjung á næsta ári, samanborið við þetta ár. Þetta kemur fram í fjárlagadrögum sem birt voru í gær. Um metupphæð er að ræða en verðbólga hefur hækkað hratt í Rússlandi á undanförnum mánuðum. Fjárlögin eiga eftir að fara í gegnum þingið, þar sem þau geta tekið einhverjum breytingum en samkvæmt drögunum hafa fjárútlát til varnarmála ekki verið hærri í Rússlandi frá tímum Sovétríkjanna. Útgjöld til varnarmála innihalda ekki fjárútlát til þess sem skilgreint er sem „innlend öryggismál“ og aðra flokka sem eru leyndarmál. Samkvæmt frétt AFP fréttaveitunni munu heildarfjárútlát til varnar- og öryggismála vera um fjörutíu prósent af opinberum útgjöldum árið 2025. Það samsvarar um 41,5 billjón rúblum eða tæplega sextíu billjón krónum og mun hækkunin milli ára samsvarar um 32 prósentum, samkvæmt frétt Reuters. Þegar innrás Rússa í Úkraínu hófst árið 2022 vörðu Rússar um 5,5 billjónum rúbla til varnarmála. Tekjur dragast saman Samhliða þessari hækkun eiga tekjur ríkisins af sölu olíu og jarðgass að dragast saman vegna verðlækkunar og skattabreytinga. Samkvæmt drögunum eiga þessar tekjur að vera um 27 prósent af tekjum rússneska ríkisins og hefur það hlutfall aldrei verið lægra. Þá kemur fram í fjárlagadrögunum að fjárútlát til varnarmála eigi að dragast saman aftur árið 2026. Það sama stóð hins vegar í síðustu fjárlagadrögum um árið 2025. Þá áttu útgjöld til málaflokksins að lækka um 21 prósent en eru þess í stað að hækka um 32 prósent. Seðlabanki Rússlands hækkaði stýrivexti um heilt prósentustig í síðasta mánuði og standa vextirnir nú í nítján prósentum, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Þegar hækkunin var tilkynnt kom einnig fram að frekari vaxtahækkanir væru í vændum vegna mikillar verðbólgu, sem stendur nú í 9,1 prósenti. Rússar eru að borga hermönnum mörgu sinnum meira í laun en þeir gerðu árið 2022, sem þykir til marks um erfiðleika hjá þeim við að laða að nýja hermenn. Um tíu prósent af öllum fjárútlátum tli varnarmála eiga að fara í laun og bónusgreiðslur til hermanna. Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Orbán ber til baka ummæli ráðgjafa um uppgjöf fyrir Rússum Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, ítrekaði í dag að landið myndi alltaf verja sig fyrir árásum annarra ríkja eftir að einn nánasti ráðgjafi hans kom sér í klandur með því að segja að Ungverjar hefðu ekki tekið til varna ef Rússar hefðu ráðist inn í landið. 27. september 2024 22:24 Selenskí fundaði með Trump Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fundaði í dag með Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og forsetaframbjóðanda. Trump hefur á undanförnum mánuðum ítrekað gagnrýnt stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu varðandi varnir þeirra gegn innrás Rússlands. 27. september 2024 15:51 Vísar á bug tillögum um frið í skiptum fyrir úkraínskt land Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, lýsti tillögum um að Úkraínumenn afsali sér landsvæði sínu til þess að kaupa sér frið við Rússa sem hættulegum og óásættanlegum í dag. Það væru ekki friðartillögur heldur uppgjafartillögur. 26. september 2024 22:27 Sendir Patriot, svifsprengjur og skotfæri til Úkraínu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag umfangsmikla hernaðaraðstoð til Úkraínu og sagði hann að stuðningurinn ætti að hjálpa Úkraínu að „vinna“ stríðið gegn Rússum. Hann mun seinna í dag fá Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í heimsókn til Hvíta hússins. 26. september 2024 13:18 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira
Fjárlögin eiga eftir að fara í gegnum þingið, þar sem þau geta tekið einhverjum breytingum en samkvæmt drögunum hafa fjárútlát til varnarmála ekki verið hærri í Rússlandi frá tímum Sovétríkjanna. Útgjöld til varnarmála innihalda ekki fjárútlát til þess sem skilgreint er sem „innlend öryggismál“ og aðra flokka sem eru leyndarmál. Samkvæmt frétt AFP fréttaveitunni munu heildarfjárútlát til varnar- og öryggismála vera um fjörutíu prósent af opinberum útgjöldum árið 2025. Það samsvarar um 41,5 billjón rúblum eða tæplega sextíu billjón krónum og mun hækkunin milli ára samsvarar um 32 prósentum, samkvæmt frétt Reuters. Þegar innrás Rússa í Úkraínu hófst árið 2022 vörðu Rússar um 5,5 billjónum rúbla til varnarmála. Tekjur dragast saman Samhliða þessari hækkun eiga tekjur ríkisins af sölu olíu og jarðgass að dragast saman vegna verðlækkunar og skattabreytinga. Samkvæmt drögunum eiga þessar tekjur að vera um 27 prósent af tekjum rússneska ríkisins og hefur það hlutfall aldrei verið lægra. Þá kemur fram í fjárlagadrögunum að fjárútlát til varnarmála eigi að dragast saman aftur árið 2026. Það sama stóð hins vegar í síðustu fjárlagadrögum um árið 2025. Þá áttu útgjöld til málaflokksins að lækka um 21 prósent en eru þess í stað að hækka um 32 prósent. Seðlabanki Rússlands hækkaði stýrivexti um heilt prósentustig í síðasta mánuði og standa vextirnir nú í nítján prósentum, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Þegar hækkunin var tilkynnt kom einnig fram að frekari vaxtahækkanir væru í vændum vegna mikillar verðbólgu, sem stendur nú í 9,1 prósenti. Rússar eru að borga hermönnum mörgu sinnum meira í laun en þeir gerðu árið 2022, sem þykir til marks um erfiðleika hjá þeim við að laða að nýja hermenn. Um tíu prósent af öllum fjárútlátum tli varnarmála eiga að fara í laun og bónusgreiðslur til hermanna.
Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Orbán ber til baka ummæli ráðgjafa um uppgjöf fyrir Rússum Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, ítrekaði í dag að landið myndi alltaf verja sig fyrir árásum annarra ríkja eftir að einn nánasti ráðgjafi hans kom sér í klandur með því að segja að Ungverjar hefðu ekki tekið til varna ef Rússar hefðu ráðist inn í landið. 27. september 2024 22:24 Selenskí fundaði með Trump Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fundaði í dag með Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og forsetaframbjóðanda. Trump hefur á undanförnum mánuðum ítrekað gagnrýnt stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu varðandi varnir þeirra gegn innrás Rússlands. 27. september 2024 15:51 Vísar á bug tillögum um frið í skiptum fyrir úkraínskt land Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, lýsti tillögum um að Úkraínumenn afsali sér landsvæði sínu til þess að kaupa sér frið við Rússa sem hættulegum og óásættanlegum í dag. Það væru ekki friðartillögur heldur uppgjafartillögur. 26. september 2024 22:27 Sendir Patriot, svifsprengjur og skotfæri til Úkraínu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag umfangsmikla hernaðaraðstoð til Úkraínu og sagði hann að stuðningurinn ætti að hjálpa Úkraínu að „vinna“ stríðið gegn Rússum. Hann mun seinna í dag fá Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í heimsókn til Hvíta hússins. 26. september 2024 13:18 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira
Orbán ber til baka ummæli ráðgjafa um uppgjöf fyrir Rússum Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, ítrekaði í dag að landið myndi alltaf verja sig fyrir árásum annarra ríkja eftir að einn nánasti ráðgjafi hans kom sér í klandur með því að segja að Ungverjar hefðu ekki tekið til varna ef Rússar hefðu ráðist inn í landið. 27. september 2024 22:24
Selenskí fundaði með Trump Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fundaði í dag með Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og forsetaframbjóðanda. Trump hefur á undanförnum mánuðum ítrekað gagnrýnt stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu varðandi varnir þeirra gegn innrás Rússlands. 27. september 2024 15:51
Vísar á bug tillögum um frið í skiptum fyrir úkraínskt land Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, lýsti tillögum um að Úkraínumenn afsali sér landsvæði sínu til þess að kaupa sér frið við Rússa sem hættulegum og óásættanlegum í dag. Það væru ekki friðartillögur heldur uppgjafartillögur. 26. september 2024 22:27
Sendir Patriot, svifsprengjur og skotfæri til Úkraínu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag umfangsmikla hernaðaraðstoð til Úkraínu og sagði hann að stuðningurinn ætti að hjálpa Úkraínu að „vinna“ stríðið gegn Rússum. Hann mun seinna í dag fá Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í heimsókn til Hvíta hússins. 26. september 2024 13:18