Tvímenningar taldir tengjast Elko-málinu Jón Þór Stefánsson skrifar 30. september 2024 12:12 Ránin í verslunum voru tvö. Annars vegar í Skeifunni og hins vegar í Kópavogi. Vísir/Egill Tveir menn sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir á föstudag eru grunaðir um að tengjast tugmilljóna þjófnaði úr tveimur verslunum Elko, annars vegar í Kópavogi og hins vegar í Skeifunni. Lögreglan lýsti eftir mönnunum tveimur eftir hádegi á föstudag og birti myndir af þeim sem virtust teknar úr öryggismyndavélum. Skömmu síðar sendi lögreglan frá sér aðra tilkynningu þar sem hún sagði að upplýsingar væru fram komnar um hverjir þeir væru. Þeirra væri því ekki lengur leitað. Heimir Ríkharðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Kópavogi, segist ekki geta upplýst að svo stöddu hvort mennirnir hafi verið handteknir.´ Þjófnaðurinn sem málið varðar átti sér stað sunnudagskvöldið 22. september og aðfaranótt mánudagsins á eftir. Nokkrir, bæði karlar og konur, hafa verið handteknir vegna málsins, en þrír sakborningarnir voru búnir að innrita sig inn í flug á Keflavíkurflugvelli. Fram hefur komið að þýfið nemi tugum milljónum króna, en fjölda síma, dýrum raftækjum og reiðufé var stolið. Öryggiskerfi í annarri verslun Elko virkaði ekki eins og skildi sökum þess að framkvæmdir stóðu yfir á staðnum. Í samtali við fréttastofu segir Heimir að smávegis þýfi hafi fundist. Þó sé um sé að ræða lítinn hluta af miklu stærra þýfi. Að hans sögn eru þrír í haldi að svo stöddu, en aðrir höfðu áður verið handteknir en látnir lausir. Þeir sem hafa verið látnir lausir eru enn með stöðu sakbornings. En þið óttist ekkert að þeir sem eru sakborningar og eru ekki í haldi lögreglu fari úr landi? „Auðvitað getur það gerst, en það var ekki forsenda fyrir áframhaldandi gæsluvarðhaldi, þannig þeim var sleppt.“ Lögreglumál Kópavogur Reykjavík Þjófnaður í Elko Tengdar fréttir Gripnir á leið upp í flugvél en tugmilljóna þýfi ófundið Þýfi að verðmæti tuga milljóna króna úr innbrotum í tvær verslanir Elko á höfuðborgarsvæðinu er ófundið. Litlu mátti muna að þeir sem grunaðir eru um innbrotin slyppu úr landi. Öryggiskerfi í annarri verslun Elko virkaði ekki vegna framkvæmda. 25. september 2024 11:58 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira
Lögreglan lýsti eftir mönnunum tveimur eftir hádegi á föstudag og birti myndir af þeim sem virtust teknar úr öryggismyndavélum. Skömmu síðar sendi lögreglan frá sér aðra tilkynningu þar sem hún sagði að upplýsingar væru fram komnar um hverjir þeir væru. Þeirra væri því ekki lengur leitað. Heimir Ríkharðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Kópavogi, segist ekki geta upplýst að svo stöddu hvort mennirnir hafi verið handteknir.´ Þjófnaðurinn sem málið varðar átti sér stað sunnudagskvöldið 22. september og aðfaranótt mánudagsins á eftir. Nokkrir, bæði karlar og konur, hafa verið handteknir vegna málsins, en þrír sakborningarnir voru búnir að innrita sig inn í flug á Keflavíkurflugvelli. Fram hefur komið að þýfið nemi tugum milljónum króna, en fjölda síma, dýrum raftækjum og reiðufé var stolið. Öryggiskerfi í annarri verslun Elko virkaði ekki eins og skildi sökum þess að framkvæmdir stóðu yfir á staðnum. Í samtali við fréttastofu segir Heimir að smávegis þýfi hafi fundist. Þó sé um sé að ræða lítinn hluta af miklu stærra þýfi. Að hans sögn eru þrír í haldi að svo stöddu, en aðrir höfðu áður verið handteknir en látnir lausir. Þeir sem hafa verið látnir lausir eru enn með stöðu sakbornings. En þið óttist ekkert að þeir sem eru sakborningar og eru ekki í haldi lögreglu fari úr landi? „Auðvitað getur það gerst, en það var ekki forsenda fyrir áframhaldandi gæsluvarðhaldi, þannig þeim var sleppt.“
Lögreglumál Kópavogur Reykjavík Þjófnaður í Elko Tengdar fréttir Gripnir á leið upp í flugvél en tugmilljóna þýfi ófundið Þýfi að verðmæti tuga milljóna króna úr innbrotum í tvær verslanir Elko á höfuðborgarsvæðinu er ófundið. Litlu mátti muna að þeir sem grunaðir eru um innbrotin slyppu úr landi. Öryggiskerfi í annarri verslun Elko virkaði ekki vegna framkvæmda. 25. september 2024 11:58 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira
Gripnir á leið upp í flugvél en tugmilljóna þýfi ófundið Þýfi að verðmæti tuga milljóna króna úr innbrotum í tvær verslanir Elko á höfuðborgarsvæðinu er ófundið. Litlu mátti muna að þeir sem grunaðir eru um innbrotin slyppu úr landi. Öryggiskerfi í annarri verslun Elko virkaði ekki vegna framkvæmda. 25. september 2024 11:58