„Væri gaman að spila við þá í hverri einustu viku” Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. september 2024 22:33 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fagnaði dátt og söng aðeins með stuðningsmönnum eftir leik.. vísir / pawel „Jesús almáttugur, ég þarf að fara á bráðavaktina núna sko,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir hádramatískan 3-2 sigur sinna manna gegn Val. Víkingur komst yfir eftir tuttugu mínútur en Valur jafnaði fyrir hálfleik. „Fyrri hálfleikur var svo góður hjá okkur, nánast fullkominn, svo verðum við sloppy síðustu fimm mínúturnar og Valur með einstaklingsgæði og geðveikt mark, ég held að ég hafi klappað meira að segja fyrir því á hliðarlínunni.“ Valur mætti af krafti út og komst yfir snemma í seinni hálfleik en Víkingur barðist til baka, jafnaði leikinn og skoraði svo sigurmarkið á lokamínútu uppbótartíma. „Það gerist oft í þessum úrslitakeppnum, að liðið sem við spilum á móti – ég ætla ekki að segja þeim sé sama, en þau bara go for it. Úr því varð allsherjarvitleysa, sem hentar okkur mjög illa. Það komst smá strúktúr á þetta með skiptingunum, svo í lokin snerist þetta bara um hjartað og að klára leikinn.“ Stuðningsmenn Víkings mættu þá til að taka yfir viðtalið með gríðarlegum fagnaðarlátum og sungu nafn Arnars hástöfum – sem var spurður hvernig honum liði með svona góða menn á bak við sig. „Ég syng bara með! Nei þetta er bara geggjað og eitt af þessum kvöldum. Valsleikirnir í sumar hafa verið ótrúlegir, væri gaman að spila við þá í hverri einustu viku. Þetta var ekki leikur að mínu skapi en við unnum og það er fyrir mestu.“ Tryllt fagnaðarlæti í leikslok.vísir / pawel Þá færðist talið yfir á hetju kvöldsins, Tarik Ibrahimagic, sem gekk nýlega til liðs við Víking og hefur reynst hinn mesti fengur. „Vinstri bakvörður sem kemur inn á miðjuna. Ótrúlega mikilvægur fyrir okkar kerfi. Menn voru í bullinu aðeins í byrjun seinni hálfleiks en um leið og það kom strúktúr í þetta fór hann að gera sig gildandi. Fékk skotsénsa, skoraði með vinstri og hægri, bara búinn að vera ótrúlegur síðan hann kom til okkar.“ Arnar á hliðarlínunni í leik kvöldsins.vísir / pawel Víkingur endurheimti efsta sæti deildarinnar með sigrinum. Jafnt Breiðablik að stigum en með betri markatölu. Þrír leikir eru eftir, Stjarnan heima og ÍA úti, áður en Breiðablik kemur svo í heimsókn í lokaumferðinni. „Þetta magnaða mót sem virðist vera í uppsiglingu, stjörnurnar virðast búnar að raðast þannig að það verði úrslitaleikur í Víkinni. En til þess þurfum við að standa okkur, og ég ætla ekki að segja að ég voni að Blikar standi sig líka, en þetta lítur allt út fyrir að verða nokkuð góð veisla núna síðustu leikina,“ sagði Arnar að lokum. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira
Víkingur komst yfir eftir tuttugu mínútur en Valur jafnaði fyrir hálfleik. „Fyrri hálfleikur var svo góður hjá okkur, nánast fullkominn, svo verðum við sloppy síðustu fimm mínúturnar og Valur með einstaklingsgæði og geðveikt mark, ég held að ég hafi klappað meira að segja fyrir því á hliðarlínunni.“ Valur mætti af krafti út og komst yfir snemma í seinni hálfleik en Víkingur barðist til baka, jafnaði leikinn og skoraði svo sigurmarkið á lokamínútu uppbótartíma. „Það gerist oft í þessum úrslitakeppnum, að liðið sem við spilum á móti – ég ætla ekki að segja þeim sé sama, en þau bara go for it. Úr því varð allsherjarvitleysa, sem hentar okkur mjög illa. Það komst smá strúktúr á þetta með skiptingunum, svo í lokin snerist þetta bara um hjartað og að klára leikinn.“ Stuðningsmenn Víkings mættu þá til að taka yfir viðtalið með gríðarlegum fagnaðarlátum og sungu nafn Arnars hástöfum – sem var spurður hvernig honum liði með svona góða menn á bak við sig. „Ég syng bara með! Nei þetta er bara geggjað og eitt af þessum kvöldum. Valsleikirnir í sumar hafa verið ótrúlegir, væri gaman að spila við þá í hverri einustu viku. Þetta var ekki leikur að mínu skapi en við unnum og það er fyrir mestu.“ Tryllt fagnaðarlæti í leikslok.vísir / pawel Þá færðist talið yfir á hetju kvöldsins, Tarik Ibrahimagic, sem gekk nýlega til liðs við Víking og hefur reynst hinn mesti fengur. „Vinstri bakvörður sem kemur inn á miðjuna. Ótrúlega mikilvægur fyrir okkar kerfi. Menn voru í bullinu aðeins í byrjun seinni hálfleiks en um leið og það kom strúktúr í þetta fór hann að gera sig gildandi. Fékk skotsénsa, skoraði með vinstri og hægri, bara búinn að vera ótrúlegur síðan hann kom til okkar.“ Arnar á hliðarlínunni í leik kvöldsins.vísir / pawel Víkingur endurheimti efsta sæti deildarinnar með sigrinum. Jafnt Breiðablik að stigum en með betri markatölu. Þrír leikir eru eftir, Stjarnan heima og ÍA úti, áður en Breiðablik kemur svo í heimsókn í lokaumferðinni. „Þetta magnaða mót sem virðist vera í uppsiglingu, stjörnurnar virðast búnar að raðast þannig að það verði úrslitaleikur í Víkinni. En til þess þurfum við að standa okkur, og ég ætla ekki að segja að ég voni að Blikar standi sig líka, en þetta lítur allt út fyrir að verða nokkuð góð veisla núna síðustu leikina,“ sagði Arnar að lokum.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira