„Dapurleg framkoma“ fólks á vettvangi banaslyss umhugsunarefni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. september 2024 12:32 Banaslys varð á Sæbraut í nótt þegar fólksbifreið var ekið norður Sæbraut, á milli Súðarvogs og Kleppsmýrarvegar, og á gangandi vegfaranda sem var á leið yfir götuna til austurs. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Lögregla biðlar til vegfarenda að sýna tillitssemi og virða lokanir á vettvangi alvarlegra umferðarslysa. Banaslys varð á Sæbraut við Vogabyggð laust eftir miðnætti í gærkvöldi þegar ekið var á gangandi vegfaranda sem var á leið yfir götuna. Meðan lögreglumenn voru við störf á vettvangi bar að nokkurn fjölda vegfarenda sem sumir hverjir sýndu störfum lögreglu lítinn skilning og voru ósáttir við að komast ekki leiðar sinnar. Rannsókn á tildrögum banaslyssins á Sæbraut stendur yfir að sögn Hjördísar Sigurbjartsdóttur aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningu frá lögreglu vegna slyssins kemur fram að framkoma sumra vegfarenda í nótt hafi verið „dapurleg svo ekki sé meira sagt og er fólk beðið um að taka þetta til sérstakrar umhugsunar,“ líkt og það er orðað. „Fólk má gjarnan hafa það í huga að þegar að lögreglan er með lokanir eins og þessar að þá er ástæða fyrir því. Það eru bæði rannsóknarhagsmunir og sömuleiðis erum við að tryggja öryggi viðbragðsaðila sem vinna fyrir innan svona lokanir,“ segir Hjördís. Þetta megi bæði ökumenn og aðrir vegfarendur taka til sín og hafa í huga þegar lögregla og aðrir viðbragðsaðilar grípa til götulokana til að sinna störfum á vettvangi. „Í þessu tilfelli voru það bæði gangandi og akandi vegfarendur og fólk var bara ekki að sýna því skilning og það vildi bara komast sinnar leiðar og fara þessa ákveðnu leið og ekki beygja frá og taka einhverja lengri leið,“ segir Hjördís. Í tilkynningu frá lögreglu vegna slyssins eru vitni að slysinu, eða aðdraganda þess, hvött til að hafa samband við lögreglu. Upplýsingum má koma á framfæri í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is eða í síma 444 1000. Lögreglumál Reykjavík Umferðaröryggi Banaslys við Sæbraut Samgönguslys Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Sjá meira
Rannsókn á tildrögum banaslyssins á Sæbraut stendur yfir að sögn Hjördísar Sigurbjartsdóttur aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningu frá lögreglu vegna slyssins kemur fram að framkoma sumra vegfarenda í nótt hafi verið „dapurleg svo ekki sé meira sagt og er fólk beðið um að taka þetta til sérstakrar umhugsunar,“ líkt og það er orðað. „Fólk má gjarnan hafa það í huga að þegar að lögreglan er með lokanir eins og þessar að þá er ástæða fyrir því. Það eru bæði rannsóknarhagsmunir og sömuleiðis erum við að tryggja öryggi viðbragðsaðila sem vinna fyrir innan svona lokanir,“ segir Hjördís. Þetta megi bæði ökumenn og aðrir vegfarendur taka til sín og hafa í huga þegar lögregla og aðrir viðbragðsaðilar grípa til götulokana til að sinna störfum á vettvangi. „Í þessu tilfelli voru það bæði gangandi og akandi vegfarendur og fólk var bara ekki að sýna því skilning og það vildi bara komast sinnar leiðar og fara þessa ákveðnu leið og ekki beygja frá og taka einhverja lengri leið,“ segir Hjördís. Í tilkynningu frá lögreglu vegna slyssins eru vitni að slysinu, eða aðdraganda þess, hvött til að hafa samband við lögreglu. Upplýsingum má koma á framfæri í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is eða í síma 444 1000.
Lögreglumál Reykjavík Umferðaröryggi Banaslys við Sæbraut Samgönguslys Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Sjá meira