Þetta staðfestir Gunnlaugur Jónsson, aðstoðar varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi en hann tekur fram að vegfarandinn hafi verið fluttur á slysadeild og að ökumaðurinn hafi verið óslasaður.
Töluvert viðbragð var á svæðinu en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kvartaði yfir því í dagbók sinni að hluti vegfaranda hafi ekki sýnt störfum lögreglu nægilega tillitssemi.
„Tilkynnt um alvarlegt umferðarslys á Sæbraut við Vogabyggð. Meðan lögreglumenn voru við störf á vettvangi bar að nokkurn fjölda vegfaranda og er það samdóma álit lögreglumanna að hluti vegfaranda hafi sýnt störfum lögreglu lítinn skilning og verið ósáttir við að komast ekki leiðar sinnar.
Lögregla minnir á að ávallt er góð ástæða fyrir lokunum lögreglu, en þær eru bæði til að tryggja vettvanginn í tengslum við rannsóknarhagsmuni auk þess að tryggja öryggi viðbragðsaðila sem starfa innan lokana,“ segir í dagbók lögreglu.