„Þetta er dýrmætur tími og maður finnur hvað þetta skiptir mann miklu máli“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. september 2024 17:03 Helena Ólafsdóttir þjálfaði bæði Gígju Valgerði Harðardóttur og Kristrúnu Rut Antonsdóttur en til skamms tíma. stöð 2 sport Þær Gígja Valgerður Harðardóttir, leikmaður Víkings, og Kristrún Rut Antonsdóttir, leikmaður Þróttar, voru gestir Helenu Ólafsdóttur í upphitunarþætti fyrir næstsíðustu umferð Bestu deildar kvenna. Gígja og stöllur hennar í Víkingi taka á móti Val í síðasta heimaleik sínum á tímabilinu á morgun. Víkingar eru í 4. sæti deildarinnar en stefna á að komast upp í það þriðja. „Við höfum sagt að við stefnum eins hátt og við getum fyrst við erum ekki að fara að keppa um titilinn. Við stefnum á 3. sætið. Eins höfum við stefnt að því að ná stigum gegn öllum liðunum í sumar og við eigum eftir að ná stigum gegn Val þannig að við eigum eftir að ná því markmiði,“ sagði Gígja. Helena benti á að Gígja hefði sjaldan eða aldrei spilað jafn vel og í sumar. Hún var sjálf hógvær þegar talið barst að eigin frammistöðu. „Það er engin leyniuppskrift. En þegar maður er með marga bolta á lofti - ég er með tvær dætur heima - þannig að maður vill leggja sig fram þann tíma sem maður eyðir í fótboltann. Þetta er dýrmætur tími og maður finnur hvað þetta skiptir mann miklu máli þegar maður er búinn að taka sér smá pásu og ekki vera á fullu. Fyrir þetta tímabil langaði mig að fara á fullt aftur og spila í efstu deild. Þá leggur maður enn harðar að sér og uppsker samkvæmt því,“ sagði Gígja. Hvaða lið ætti að vilja mig? Þróttur er aftur á móti í 5. sæti deildarinnar og á enn eftir að vinna leik í úrslitakeppninni. Það gæti breyst á sunnudaginn þegar liðið tekur á móti Þór/KA. Kristrún gekk í raðir Þróttar frá Selfossi fyrir þetta tímabil. Selfyssingar féllu úr Bestu deildinni í fyrra og Kristrún viðurkennir að það hafi sviðið. „Maður fær alltaf smá skot á sjálfstraustið þegar liðið manns fellur eða er búið að vera í vandræðum lengi. Maður hugsar alltaf: Maður var að falla, hvaða lið ætti að vilja mig? En ég hafði einhverja trú á sjálfri mér og hef alveg leiki og reynslu til að bakka það upp,“ sagði Kristrún. Klippa: Besta upphitunin - 22. umferð Þróttarar byrjuðu tímabilið illa en náðu sér svo betur á strik eftir því sem á sumarið leið. Þjálfari liðsins er Ólafur Kristjánsson sem er á sínu fyrsta tímabili í kvennaboltanum. „Þetta var svolítið sérstakt því það var búin að vera svo mikil seigla í liðinu á undirbúningstímabilinu og mikill framgangur. Það var svolítið erfitt að taka við þessum höggum því við vissum ekki alveg hvað við vorum að gera rangt. En það er einhver ákveðinn tími sem það tekur nýjan þjálfara að koma inn, allt er að mótast og smella saman. ,“ sagði Kristrún. „Það sem mér fannst halda okkur öllum saman var að Óli var alltaf þarna til að bakka okkur upp. Hann var alltaf: Ég tek bara ábyrgðina. Við höfðum alltaf trú á hvorri annarri og getu okkar sem liðs því við höfðum fundið það á einhverjum tímapunkti á undirbúningstímabilinu.“ Horfa má á Bestu upphitunina í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild kvenna Bestu mörkin Víkingur Reykjavík Þróttur Reykjavík Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira
Gígja og stöllur hennar í Víkingi taka á móti Val í síðasta heimaleik sínum á tímabilinu á morgun. Víkingar eru í 4. sæti deildarinnar en stefna á að komast upp í það þriðja. „Við höfum sagt að við stefnum eins hátt og við getum fyrst við erum ekki að fara að keppa um titilinn. Við stefnum á 3. sætið. Eins höfum við stefnt að því að ná stigum gegn öllum liðunum í sumar og við eigum eftir að ná stigum gegn Val þannig að við eigum eftir að ná því markmiði,“ sagði Gígja. Helena benti á að Gígja hefði sjaldan eða aldrei spilað jafn vel og í sumar. Hún var sjálf hógvær þegar talið barst að eigin frammistöðu. „Það er engin leyniuppskrift. En þegar maður er með marga bolta á lofti - ég er með tvær dætur heima - þannig að maður vill leggja sig fram þann tíma sem maður eyðir í fótboltann. Þetta er dýrmætur tími og maður finnur hvað þetta skiptir mann miklu máli þegar maður er búinn að taka sér smá pásu og ekki vera á fullu. Fyrir þetta tímabil langaði mig að fara á fullt aftur og spila í efstu deild. Þá leggur maður enn harðar að sér og uppsker samkvæmt því,“ sagði Gígja. Hvaða lið ætti að vilja mig? Þróttur er aftur á móti í 5. sæti deildarinnar og á enn eftir að vinna leik í úrslitakeppninni. Það gæti breyst á sunnudaginn þegar liðið tekur á móti Þór/KA. Kristrún gekk í raðir Þróttar frá Selfossi fyrir þetta tímabil. Selfyssingar féllu úr Bestu deildinni í fyrra og Kristrún viðurkennir að það hafi sviðið. „Maður fær alltaf smá skot á sjálfstraustið þegar liðið manns fellur eða er búið að vera í vandræðum lengi. Maður hugsar alltaf: Maður var að falla, hvaða lið ætti að vilja mig? En ég hafði einhverja trú á sjálfri mér og hef alveg leiki og reynslu til að bakka það upp,“ sagði Kristrún. Klippa: Besta upphitunin - 22. umferð Þróttarar byrjuðu tímabilið illa en náðu sér svo betur á strik eftir því sem á sumarið leið. Þjálfari liðsins er Ólafur Kristjánsson sem er á sínu fyrsta tímabili í kvennaboltanum. „Þetta var svolítið sérstakt því það var búin að vera svo mikil seigla í liðinu á undirbúningstímabilinu og mikill framgangur. Það var svolítið erfitt að taka við þessum höggum því við vissum ekki alveg hvað við vorum að gera rangt. En það er einhver ákveðinn tími sem það tekur nýjan þjálfara að koma inn, allt er að mótast og smella saman. ,“ sagði Kristrún. „Það sem mér fannst halda okkur öllum saman var að Óli var alltaf þarna til að bakka okkur upp. Hann var alltaf: Ég tek bara ábyrgðina. Við höfðum alltaf trú á hvorri annarri og getu okkar sem liðs því við höfðum fundið það á einhverjum tímapunkti á undirbúningstímabilinu.“ Horfa má á Bestu upphitunina í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna Bestu mörkin Víkingur Reykjavík Þróttur Reykjavík Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira