Neikvæð samskipti barna og ungmenna á samfélagsmiðlunum Þórarinn Torfi Finnbogason skrifar 26. september 2024 10:31 Á tímum samfélagsmiðla hafa samskipti barna og ungmenna orðið bæði flóknari og viðkvæmari en nokkru sinni áður. Samfélagsmiðlar bjóða upp á ómetanleg tækifæri til að tengjast, deila reynslu og brúa fjarlægðir en leiða líka til nýrra áskorana. Sérstaklega er vert að nefna neikvæðu samskiptin sem virðast viðurkennd í þessum stafræna heimi. Slík samskipti hafa djúpstæð áhrif á andlega velferð barna og ungmenna og geta haft langtímaáhrif á sjálfsmynd og líðan þeirra. Á sama tíma og samfélagsmiðlar veita nýja möguleika er mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir þeim ógnunum sem fylgja. Nauðsynlegt er að leita leiða til að draga úr neikvæðum áhrifum miðlana á yngri kynslóðir. Greinin er skrifuð til að vekja fólk, þá sérstaklega foreldra og foráraðamenn, til umhugsunar um þær hættur og þau glerbrot sem þarf að varast í heimi samfélagsmiðlanna. Áhrif neikvæðra samskipta Neikvæð samskipti á samfélagsmiðlum, svo sem áreitni eða illvirkni, geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir börn og ungmenni. Þau upplifa oft aukin kvíða, þunglyndi og sjálfsniðurrif. Börn og ungmenni sem verða fyrir neikvæðum ummælum á netinu glíma oft við lágt sjálfsmat og eiga í erfiðleikum með að treysta öðrum. Elísabet Ýrr Steinarsdóttir og Erla Gunnarsdóttir benda á að rannsóknir sýni fram á að slík samskipti geta einnig haft áhrif á námsárangur, félagsleg tengsl og almenn lífsgæði einstaklings. Orsakir neikvæðra samskipta Þegar talað er um neikvæð samskipti á netinu hjá börnum og ungmennum er þetta helsta umfjöllunarefnið: Félagsleg Pressa: Börn og ungmenni eru oft undir þrýstingi frá jafningjum um að sýna ákveðna hegðun eða deila ákveðnu efni. Þetta getur leitt til þess að þau taki þátt í eða verða vitni að neikvæðum samskiptum til að falla inn í hópinn eða fá viðurkenningu. Ómeðvituð um aðgengi: Þegar börn og ungmenni deila persónulegum upplýsingum á samfélagsmiðlum án meðvitundar um afleiðingar þess getur það leitt til misnotkunar á upplýsingunum. Misnotkunin getur aukið óvissu og stress í lífi þeirra, sérstaklega ef upplýsingarnar verða aðgengilegar öllum eða þeim deilt án þeirra samþykkis. Óábyrg Notkun: Mörg börn og ungmenni hafa ekki þroska eða nægjanlega viðbragðshæfni til að takast á við neikvætt umhverfi á samfélagsmiðlum. Þetta getur leitt til að þau taki þátt í eða verði fyrir neikvæðum samskiptum án þess að vita hvernig bregðast eigi við eða leita sér hjálpar. Lausnir og úrræði Til að takast á við neikvæð samskipti barna og ungmenna á samfélagsmiðlum er mikilvægt að fjölskyldur, skólar og samfélagið grípi til aðgerða. Má þar nefna: Menntun og Fræðsla: Foreldrar og kennarar ættu að fræða börn og ungmenni um ábyrgðarfulla notkun samfélagsmiðla. Þar með talið hvernig tekist er á við einelti á miðlunum og hvernig á að vernda persónulegar upplýsingar. Regluleg umræða um netöryggi og siðferðislegar leiðbeiningar eru nauðsynlegar. Aukið Eftirlit: Foreldrar geta fylgst með hvernig börn þeirra og ungmenni nota samfélagsmiðla með þeirra samþykki og bjóða þeim stuðning ef þau verða fyrir neikvæðum samskiptum. Þetta felur í sér að fylgst sé með virkni þeirra á netinu og opna ætti umræðuna um hvernig bregðast skuli við vandamálum sem upp kunna að koma. Stuðningur og úrræði: Skólar og sveitarfélög ættu að veita börnum og ungmennum sem verða fyrir neikvæðum samskiptum stuðning, til dæmis með því að bjóða upp á ráðgjöf og leiðsögn. Það er einnig mikilvægt að bjóða börnum og ungmennum leiðir til að tilkynna misjafna hegðun á netinu. Tryggja þarf aðgerðaáætlun svo að þau mál sem upp koma geti farið í farveg úrlausna. Að lokum Neikvæð samskipti barna og ungmenna á samfélagsmiðlum er vaxandi áhyggjuefni. Nauðsynlegt er að bregðast við. Stýring frá hinu opinberra gæti verið ein lausn, en til þess að sporna við vandanum þarf að finna leiðir til úrlausna. Með því að auka menntun, eftirlit og stuðning er mögulegt að draga úr neikvæðum áhrifum og auka ábyrgari notkun samfélagsmiðla. Það er lykilatriði að halda áfram að vinna að því að skapa öruggt og stuðningsríkt umhverfi fyrir börn og ungmenni á netinu sem er þeirra raunheimur í dag. Höfndur er M.Ed. nemi. Elísabet Ýrr Steinarsdóttir, Erla Gunnarsdóttir. Áhrif snjalltækjanotkunar á námsárangur og heilbrigði barna. Háskóli íslands. https://skemman.is/bitstream/1946/33872/3/A%cc%81hrif%20snjallt%c3%a6kja%3aBAritger%c3%b0%3alokaskil.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Á tímum samfélagsmiðla hafa samskipti barna og ungmenna orðið bæði flóknari og viðkvæmari en nokkru sinni áður. Samfélagsmiðlar bjóða upp á ómetanleg tækifæri til að tengjast, deila reynslu og brúa fjarlægðir en leiða líka til nýrra áskorana. Sérstaklega er vert að nefna neikvæðu samskiptin sem virðast viðurkennd í þessum stafræna heimi. Slík samskipti hafa djúpstæð áhrif á andlega velferð barna og ungmenna og geta haft langtímaáhrif á sjálfsmynd og líðan þeirra. Á sama tíma og samfélagsmiðlar veita nýja möguleika er mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir þeim ógnunum sem fylgja. Nauðsynlegt er að leita leiða til að draga úr neikvæðum áhrifum miðlana á yngri kynslóðir. Greinin er skrifuð til að vekja fólk, þá sérstaklega foreldra og foráraðamenn, til umhugsunar um þær hættur og þau glerbrot sem þarf að varast í heimi samfélagsmiðlanna. Áhrif neikvæðra samskipta Neikvæð samskipti á samfélagsmiðlum, svo sem áreitni eða illvirkni, geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir börn og ungmenni. Þau upplifa oft aukin kvíða, þunglyndi og sjálfsniðurrif. Börn og ungmenni sem verða fyrir neikvæðum ummælum á netinu glíma oft við lágt sjálfsmat og eiga í erfiðleikum með að treysta öðrum. Elísabet Ýrr Steinarsdóttir og Erla Gunnarsdóttir benda á að rannsóknir sýni fram á að slík samskipti geta einnig haft áhrif á námsárangur, félagsleg tengsl og almenn lífsgæði einstaklings. Orsakir neikvæðra samskipta Þegar talað er um neikvæð samskipti á netinu hjá börnum og ungmennum er þetta helsta umfjöllunarefnið: Félagsleg Pressa: Börn og ungmenni eru oft undir þrýstingi frá jafningjum um að sýna ákveðna hegðun eða deila ákveðnu efni. Þetta getur leitt til þess að þau taki þátt í eða verða vitni að neikvæðum samskiptum til að falla inn í hópinn eða fá viðurkenningu. Ómeðvituð um aðgengi: Þegar börn og ungmenni deila persónulegum upplýsingum á samfélagsmiðlum án meðvitundar um afleiðingar þess getur það leitt til misnotkunar á upplýsingunum. Misnotkunin getur aukið óvissu og stress í lífi þeirra, sérstaklega ef upplýsingarnar verða aðgengilegar öllum eða þeim deilt án þeirra samþykkis. Óábyrg Notkun: Mörg börn og ungmenni hafa ekki þroska eða nægjanlega viðbragðshæfni til að takast á við neikvætt umhverfi á samfélagsmiðlum. Þetta getur leitt til að þau taki þátt í eða verði fyrir neikvæðum samskiptum án þess að vita hvernig bregðast eigi við eða leita sér hjálpar. Lausnir og úrræði Til að takast á við neikvæð samskipti barna og ungmenna á samfélagsmiðlum er mikilvægt að fjölskyldur, skólar og samfélagið grípi til aðgerða. Má þar nefna: Menntun og Fræðsla: Foreldrar og kennarar ættu að fræða börn og ungmenni um ábyrgðarfulla notkun samfélagsmiðla. Þar með talið hvernig tekist er á við einelti á miðlunum og hvernig á að vernda persónulegar upplýsingar. Regluleg umræða um netöryggi og siðferðislegar leiðbeiningar eru nauðsynlegar. Aukið Eftirlit: Foreldrar geta fylgst með hvernig börn þeirra og ungmenni nota samfélagsmiðla með þeirra samþykki og bjóða þeim stuðning ef þau verða fyrir neikvæðum samskiptum. Þetta felur í sér að fylgst sé með virkni þeirra á netinu og opna ætti umræðuna um hvernig bregðast skuli við vandamálum sem upp kunna að koma. Stuðningur og úrræði: Skólar og sveitarfélög ættu að veita börnum og ungmennum sem verða fyrir neikvæðum samskiptum stuðning, til dæmis með því að bjóða upp á ráðgjöf og leiðsögn. Það er einnig mikilvægt að bjóða börnum og ungmennum leiðir til að tilkynna misjafna hegðun á netinu. Tryggja þarf aðgerðaáætlun svo að þau mál sem upp koma geti farið í farveg úrlausna. Að lokum Neikvæð samskipti barna og ungmenna á samfélagsmiðlum er vaxandi áhyggjuefni. Nauðsynlegt er að bregðast við. Stýring frá hinu opinberra gæti verið ein lausn, en til þess að sporna við vandanum þarf að finna leiðir til úrlausna. Með því að auka menntun, eftirlit og stuðning er mögulegt að draga úr neikvæðum áhrifum og auka ábyrgari notkun samfélagsmiðla. Það er lykilatriði að halda áfram að vinna að því að skapa öruggt og stuðningsríkt umhverfi fyrir börn og ungmenni á netinu sem er þeirra raunheimur í dag. Höfndur er M.Ed. nemi. Elísabet Ýrr Steinarsdóttir, Erla Gunnarsdóttir. Áhrif snjalltækjanotkunar á námsárangur og heilbrigði barna. Háskóli íslands. https://skemman.is/bitstream/1946/33872/3/A%cc%81hrif%20snjallt%c3%a6kja%3aBAritger%c3%b0%3alokaskil.pdf
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun