Orðið vör við fjölgun útkalla vegna þjófnaðar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 25. september 2024 21:49 Hafþór Theódórsson, sölustjóri hjá Securitas. „Viðskiptavinir eiga fyrst og fremst að hringja í lögreglu, það er númer eitt tvö og þrjú. Þeir eiga aldrei að reyna að fara og hafa afskipti af aðilanum. Til dæmis ef þetta er inn í verslun, þá á að hafa samband við verslunarstjóra sem mun þá fara með annan starfsmann með sér og tala við viðkomandi. Þá er um að gera að vera kurteis og halda ró sinni og aldrei ásaka neinn um stuld.“ Þetta segir Hafþór Theódórsson, sölustjóri hjá Securitas, spurður hvað viðskiptavinir eigi að gera ef þeir verða var við þjófnað í verslunum eða þjófa á ferð fyrir utan fyrirtæki. Öryggismenning skipti miklu máli Erlend þjófagengi herja á búðir hér á landi og á síðasta ári nam andvirði þýfisins í matvöruverslunum um fjórum milljörðum króna. Sjö erlendir ríkisborgarar voru handteknir á dögunum eftir að verðmætum að virði tugi milljóna króna var rænt úr tveimur verslunum Elko aðfaranótt mánudags. Þá hefur verið töluvert um þjófnað í hjólabúðum. Hafþór segir þau hjá Securitas hafa orðið vör við aukningu í útköllum vegna innbrota og þjófnaðar undanfarið en hann nefnir að auki nokkur góð ráð til að hafa í huga til að koma í veg fyrir að brotist sé inn í verslanir. Hann segir öryggismenningu innan fyrirtækis skipta sköpum. Vonast til þess að hrinan gangi yfir „Það er alltaf hægt að skoða betur hvað þarf. Þá er oft gott að fá fagaðila til að koma og greina þá áhættuþætti sem eru í búðinni eða verslunum og sjá hvar má gera betur. Það er alltaf gott að huga að því. Til dæmis í lok dags að það sé einhver ábyrgur fyrir því að loka gluggum og sjá hvort hurðin sé læst. Hafa góða lýsingu fyrir utan og inn í búðinni, vera með áberandi skilti um að það sé öryggiskerfi í búðinni og annan slíkan fælingarmátt sem er alltaf gott að hafa.“ Hafþór segist vonast til þess að aukin tíðni þjófnaðar muni ganga yfir en hann minnir á að slíkt komi alltaf í bylgjum. Lögreglumál Verslun Þjófnaður í Elko Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Þetta segir Hafþór Theódórsson, sölustjóri hjá Securitas, spurður hvað viðskiptavinir eigi að gera ef þeir verða var við þjófnað í verslunum eða þjófa á ferð fyrir utan fyrirtæki. Öryggismenning skipti miklu máli Erlend þjófagengi herja á búðir hér á landi og á síðasta ári nam andvirði þýfisins í matvöruverslunum um fjórum milljörðum króna. Sjö erlendir ríkisborgarar voru handteknir á dögunum eftir að verðmætum að virði tugi milljóna króna var rænt úr tveimur verslunum Elko aðfaranótt mánudags. Þá hefur verið töluvert um þjófnað í hjólabúðum. Hafþór segir þau hjá Securitas hafa orðið vör við aukningu í útköllum vegna innbrota og þjófnaðar undanfarið en hann nefnir að auki nokkur góð ráð til að hafa í huga til að koma í veg fyrir að brotist sé inn í verslanir. Hann segir öryggismenningu innan fyrirtækis skipta sköpum. Vonast til þess að hrinan gangi yfir „Það er alltaf hægt að skoða betur hvað þarf. Þá er oft gott að fá fagaðila til að koma og greina þá áhættuþætti sem eru í búðinni eða verslunum og sjá hvar má gera betur. Það er alltaf gott að huga að því. Til dæmis í lok dags að það sé einhver ábyrgur fyrir því að loka gluggum og sjá hvort hurðin sé læst. Hafa góða lýsingu fyrir utan og inn í búðinni, vera með áberandi skilti um að það sé öryggiskerfi í búðinni og annan slíkan fælingarmátt sem er alltaf gott að hafa.“ Hafþór segist vonast til þess að aukin tíðni þjófnaðar muni ganga yfir en hann minnir á að slíkt komi alltaf í bylgjum.
Lögreglumál Verslun Þjófnaður í Elko Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira