Orðið vör við fjölgun útkalla vegna þjófnaðar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 25. september 2024 21:49 Hafþór Theódórsson, sölustjóri hjá Securitas. „Viðskiptavinir eiga fyrst og fremst að hringja í lögreglu, það er númer eitt tvö og þrjú. Þeir eiga aldrei að reyna að fara og hafa afskipti af aðilanum. Til dæmis ef þetta er inn í verslun, þá á að hafa samband við verslunarstjóra sem mun þá fara með annan starfsmann með sér og tala við viðkomandi. Þá er um að gera að vera kurteis og halda ró sinni og aldrei ásaka neinn um stuld.“ Þetta segir Hafþór Theódórsson, sölustjóri hjá Securitas, spurður hvað viðskiptavinir eigi að gera ef þeir verða var við þjófnað í verslunum eða þjófa á ferð fyrir utan fyrirtæki. Öryggismenning skipti miklu máli Erlend þjófagengi herja á búðir hér á landi og á síðasta ári nam andvirði þýfisins í matvöruverslunum um fjórum milljörðum króna. Sjö erlendir ríkisborgarar voru handteknir á dögunum eftir að verðmætum að virði tugi milljóna króna var rænt úr tveimur verslunum Elko aðfaranótt mánudags. Þá hefur verið töluvert um þjófnað í hjólabúðum. Hafþór segir þau hjá Securitas hafa orðið vör við aukningu í útköllum vegna innbrota og þjófnaðar undanfarið en hann nefnir að auki nokkur góð ráð til að hafa í huga til að koma í veg fyrir að brotist sé inn í verslanir. Hann segir öryggismenningu innan fyrirtækis skipta sköpum. Vonast til þess að hrinan gangi yfir „Það er alltaf hægt að skoða betur hvað þarf. Þá er oft gott að fá fagaðila til að koma og greina þá áhættuþætti sem eru í búðinni eða verslunum og sjá hvar má gera betur. Það er alltaf gott að huga að því. Til dæmis í lok dags að það sé einhver ábyrgur fyrir því að loka gluggum og sjá hvort hurðin sé læst. Hafa góða lýsingu fyrir utan og inn í búðinni, vera með áberandi skilti um að það sé öryggiskerfi í búðinni og annan slíkan fælingarmátt sem er alltaf gott að hafa.“ Hafþór segist vonast til þess að aukin tíðni þjófnaðar muni ganga yfir en hann minnir á að slíkt komi alltaf í bylgjum. Lögreglumál Verslun Þjófnaður í Elko Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira
Þetta segir Hafþór Theódórsson, sölustjóri hjá Securitas, spurður hvað viðskiptavinir eigi að gera ef þeir verða var við þjófnað í verslunum eða þjófa á ferð fyrir utan fyrirtæki. Öryggismenning skipti miklu máli Erlend þjófagengi herja á búðir hér á landi og á síðasta ári nam andvirði þýfisins í matvöruverslunum um fjórum milljörðum króna. Sjö erlendir ríkisborgarar voru handteknir á dögunum eftir að verðmætum að virði tugi milljóna króna var rænt úr tveimur verslunum Elko aðfaranótt mánudags. Þá hefur verið töluvert um þjófnað í hjólabúðum. Hafþór segir þau hjá Securitas hafa orðið vör við aukningu í útköllum vegna innbrota og þjófnaðar undanfarið en hann nefnir að auki nokkur góð ráð til að hafa í huga til að koma í veg fyrir að brotist sé inn í verslanir. Hann segir öryggismenningu innan fyrirtækis skipta sköpum. Vonast til þess að hrinan gangi yfir „Það er alltaf hægt að skoða betur hvað þarf. Þá er oft gott að fá fagaðila til að koma og greina þá áhættuþætti sem eru í búðinni eða verslunum og sjá hvar má gera betur. Það er alltaf gott að huga að því. Til dæmis í lok dags að það sé einhver ábyrgur fyrir því að loka gluggum og sjá hvort hurðin sé læst. Hafa góða lýsingu fyrir utan og inn í búðinni, vera með áberandi skilti um að það sé öryggiskerfi í búðinni og annan slíkan fælingarmátt sem er alltaf gott að hafa.“ Hafþór segist vonast til þess að aukin tíðni þjófnaðar muni ganga yfir en hann minnir á að slíkt komi alltaf í bylgjum.
Lögreglumál Verslun Þjófnaður í Elko Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira