Íslenski boltinn

Ó­víst hvort Tryggvi Hrafn verði meira með Val á leik­tíðinni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Tryggvi Hrafn er mögulega búinn að spila sinn síðasta leik í ár.
Tryggvi Hrafn er mögulega búinn að spila sinn síðasta leik í ár. vísir/Diego

Tryggvi Hrafn Haraldsson er að glíma við meiðsli á rist og óvíst er hvort hann verði meira með Val í Bestu deild karla í knattspyrnu. Valur er í 3. sæti þegar fjórar umferðir eru eftir, 13 stigum á eftir toppliði Breiðabliks.

Kristján Óli Sigurðsson, einn af stjórnendum hlaðvarpsins Þungavigtin, segir á X-síðu sinni, áður Twitter, að Tryggvi Hrafn sé ristarbrotinn og verði ekki meira með á leiktíðinni. Haukur Páll Sigurðsson, aðstoðarþjálfari Vals, vildi ekki staðfesta þær fregnir í viðtali við Fótbolti.net fyrr í dag.

Í viðtalinu segir Haukur Páll að meiðsli Tryggva Hrafns sé svipuð þeim sem hann glímdi við áður en hann ristarbrotnaði snemma á síðasta ári. Haukur Páll sagði þó að það væru allar líkur á því að Tryggvi Hrafn þyrfti að fara í aðgerð að tímabilinu loknu.

Tryggvi Hrafn hefur komið við sögu í 26 leikjum í deild og bikar í sumar og skorað 9 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×