Gripnir á leið upp í flugvél en tugmilljóna þýfi ófundið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. september 2024 11:58 Þýfi upp á tugi milljóna króna úr verslunum Elko í Skeifunni og Lindum í Kópavogi er ófundið. Vísir/Vilhelm Þýfi að verðmæti tuga milljóna króna úr innbrotum í tvær verslanir Elko á höfuðborgarsvæðinu er ófundið. Litlu mátti muna að þeir sem grunaðir eru um innbrotin slyppu úr landi. Öryggiskerfi í annarri verslun Elko virkaði ekki vegna framkvæmda. Þjófarnir létu til skarar skríða seint á sunnudagskvöld og aðfaranótt mánudags. Farið var inn í verslanir Elko, í Kópavogi annars vegar og Skeifunni hins vegar. Heimir Ríkharðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í Kópavogi segir grunur fljótlega hafa beinst að ákveðnum hópi fólks varðandi innbrotið í Kópavogi. „Við skoðun á upptökum í Skeifunni kemur í ljós að þetta virðast vera sömu aðilar. Við handtökum þrjá aðila sem við töldum okkur þekkja á myndunum. Í kjölfarið leiddi eitt af öðru og á endanum voru sjö menn handteknir. Þetta var mikill þjófnaður. Þetta eru tugir milljóna sem var stolið á þessum tveimur stöðum.“ Af þeim sjö sem Heimir nefnir hafa fjórir verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til föstudags, tveimur sleppt og yfirheyrslur stóðu yfir í tilfelli þess sjöunda í morgun. Þrír voru handteknir eftir að hafa innritað sig í flug á Keflavíkurflugvelli. „Já, þetta var á síðustu stundu. Þeir voru teknir þarna inni á stöðinni. Voru búnir að tékka sig inn.“ Þjófarnir eru að sögn Heimis af báðum kynjum og ekki búsettir hér á landi. „Þetta eru aðilar sem hafa komið við sögu áður hjá okkur út af afbrotum, flestir en ekki allir. Þeir eru ekki búsettir hérna.“ Þjófarnir höfðu á brott með sér síma, dýr tæki og beinharða peninga. Þýfi upp á tugi milljóna sem sé ófundið. Innbrotin koma í kjölfar þjófnaðar úr hjólaverslunum á dögunum og í sumar þar sem þjófar virðast sækja í dýr rafmagnshjól. Heimir er ekki viss um að tilefni sé til að tala um innbrotafaraldur. Innbrot komi reglulega upp. „Það er mikil aukning varðandi hjólabúðirnar. Elko og fleiri verslanir hafa orðið fyrir innbrotum áður en þetta var dálítið mikið núna. Létu greipar sópa. Þetta er þýfi upp á einhverja tugi milljóna og við erum ekki búnir að endurheimta það.“ Hann ráðleggur fólki að efla öryggiskerfi sín og búa vel að bæði heimilum sínum og fyrirtækjum. Öryggiskerfi í annarri verslun Elko hafi ekki virkað sem hafi nýst þjófunum vel. „Það eru kerfi hjá Elko en það fór ekki í gang vegna framkvæmda á öðrum staðnum.“ Lögreglumál Kópavogur Reykjavík Keflavíkurflugvöllur Þjófnaður í Elko Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Sjá meira
Þjófarnir létu til skarar skríða seint á sunnudagskvöld og aðfaranótt mánudags. Farið var inn í verslanir Elko, í Kópavogi annars vegar og Skeifunni hins vegar. Heimir Ríkharðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í Kópavogi segir grunur fljótlega hafa beinst að ákveðnum hópi fólks varðandi innbrotið í Kópavogi. „Við skoðun á upptökum í Skeifunni kemur í ljós að þetta virðast vera sömu aðilar. Við handtökum þrjá aðila sem við töldum okkur þekkja á myndunum. Í kjölfarið leiddi eitt af öðru og á endanum voru sjö menn handteknir. Þetta var mikill þjófnaður. Þetta eru tugir milljóna sem var stolið á þessum tveimur stöðum.“ Af þeim sjö sem Heimir nefnir hafa fjórir verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til föstudags, tveimur sleppt og yfirheyrslur stóðu yfir í tilfelli þess sjöunda í morgun. Þrír voru handteknir eftir að hafa innritað sig í flug á Keflavíkurflugvelli. „Já, þetta var á síðustu stundu. Þeir voru teknir þarna inni á stöðinni. Voru búnir að tékka sig inn.“ Þjófarnir eru að sögn Heimis af báðum kynjum og ekki búsettir hér á landi. „Þetta eru aðilar sem hafa komið við sögu áður hjá okkur út af afbrotum, flestir en ekki allir. Þeir eru ekki búsettir hérna.“ Þjófarnir höfðu á brott með sér síma, dýr tæki og beinharða peninga. Þýfi upp á tugi milljóna sem sé ófundið. Innbrotin koma í kjölfar þjófnaðar úr hjólaverslunum á dögunum og í sumar þar sem þjófar virðast sækja í dýr rafmagnshjól. Heimir er ekki viss um að tilefni sé til að tala um innbrotafaraldur. Innbrot komi reglulega upp. „Það er mikil aukning varðandi hjólabúðirnar. Elko og fleiri verslanir hafa orðið fyrir innbrotum áður en þetta var dálítið mikið núna. Létu greipar sópa. Þetta er þýfi upp á einhverja tugi milljóna og við erum ekki búnir að endurheimta það.“ Hann ráðleggur fólki að efla öryggiskerfi sín og búa vel að bæði heimilum sínum og fyrirtækjum. Öryggiskerfi í annarri verslun Elko hafi ekki virkað sem hafi nýst þjófunum vel. „Það eru kerfi hjá Elko en það fór ekki í gang vegna framkvæmda á öðrum staðnum.“
Lögreglumál Kópavogur Reykjavík Keflavíkurflugvöllur Þjófnaður í Elko Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent