Sakar Hezbollah um að leiða Líbanon „að hyldýpinu“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. september 2024 06:40 Blaðamenn safnast saman við byggingu sem varð fyrir árás Ísraelsmanna í einu af úthverfum Beirút. AP/Hassan Ammar Ísraelsher hélt árásum sínum á skotmörk í suðurhluta Líbanon áfram í nótt og í morgun en 569 eru sagðir hafa látið lífið í aðgerðunum hingað til, þar á meðal 50 börn. Herinn segir árásirnar beinast gegn Hezbollah-samtökunum, sem hafa svarað með eldflaugaskotum inn í Ísrael. Ísraelsmönnum virðist hins vegar ganga vel að verjast og var ein flaug skotin niður yfir Tel Aviv. Um 500 þúsund manns eru sagðir hafa yfirgefið heimili sín í suðurhluta Líbanon frá því að árásir Ísraelsmanna hófust um helgina. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur heitið því að halda aðgerðum áfram og ásakað leiðtoga Hezbollah, Hassan Nasrallah, um að leiða Líbanon „að hyldýpinu“. Ísraelsmenn segja árásunum ætlað að þvinga forsvarsmenn Hezbollah til að samþykkja diplómatíska lausn og láta af árásum á Ísrael. Íbúar fara í gegnum rústirnar.AP/Hassan Ammar Varnarmálaráðherrann Yoav Gallant sagði Hezbollah þegar hafa mátt þola þung högg en nokkrir leiðtoga samtakanna hafa verið drepnir. Daniel Hagari, talsmaður hersins, sagði á blaðamannafundi að Ísraelsmenn vildu að aðgerðirnar stæðu eins stutt og mögulegt væri en menn væru undir það búnir að þær myndu taka tíma. Á yfirborðinu stendur deilan um það hvort íbúum í norðurhluta Ísrael sé hætt að snúa heim á ný. Stjórnvöld í Ísrael segja árásirnar munu standa þar til að það sé tryggt en talsmenn Hezbollah segjast ekki munu sýna þeim grið. AFP hefur greint frá því að utanríkisráðherra Líbanon, Abdallah Bou Habib, hafi harmað að ræða Joe Biden Bandaríkjaforseta á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hafi ekki veirð nógu afdráttarlaus. „Við höldum enn í vonina. Bandaríkin eru eina ríkið sem getur skipt sköpum í Mið-Austurlöndum og í tengslum við Líbanon,“ sagði hann. Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Bandaríkin Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Herinn segir árásirnar beinast gegn Hezbollah-samtökunum, sem hafa svarað með eldflaugaskotum inn í Ísrael. Ísraelsmönnum virðist hins vegar ganga vel að verjast og var ein flaug skotin niður yfir Tel Aviv. Um 500 þúsund manns eru sagðir hafa yfirgefið heimili sín í suðurhluta Líbanon frá því að árásir Ísraelsmanna hófust um helgina. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur heitið því að halda aðgerðum áfram og ásakað leiðtoga Hezbollah, Hassan Nasrallah, um að leiða Líbanon „að hyldýpinu“. Ísraelsmenn segja árásunum ætlað að þvinga forsvarsmenn Hezbollah til að samþykkja diplómatíska lausn og láta af árásum á Ísrael. Íbúar fara í gegnum rústirnar.AP/Hassan Ammar Varnarmálaráðherrann Yoav Gallant sagði Hezbollah þegar hafa mátt þola þung högg en nokkrir leiðtoga samtakanna hafa verið drepnir. Daniel Hagari, talsmaður hersins, sagði á blaðamannafundi að Ísraelsmenn vildu að aðgerðirnar stæðu eins stutt og mögulegt væri en menn væru undir það búnir að þær myndu taka tíma. Á yfirborðinu stendur deilan um það hvort íbúum í norðurhluta Ísrael sé hætt að snúa heim á ný. Stjórnvöld í Ísrael segja árásirnar munu standa þar til að það sé tryggt en talsmenn Hezbollah segjast ekki munu sýna þeim grið. AFP hefur greint frá því að utanríkisráðherra Líbanon, Abdallah Bou Habib, hafi harmað að ræða Joe Biden Bandaríkjaforseta á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hafi ekki veirð nógu afdráttarlaus. „Við höldum enn í vonina. Bandaríkin eru eina ríkið sem getur skipt sköpum í Mið-Austurlöndum og í tengslum við Líbanon,“ sagði hann.
Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Bandaríkin Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira