Lífið

„Siðlausi siðfræðingurinn“ hreyfir ekki við Stefáni Einari

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Stefán Einar fer um víðan völl í Einkalífinu og ræðir æskuna, guðfræðina, árin í VR og starf sitt hjá Mogganum svo eitthvað sé nefnt.
Stefán Einar fer um víðan völl í Einkalífinu og ræðir æskuna, guðfræðina, árin í VR og starf sitt hjá Mogganum svo eitthvað sé nefnt. Vísir/Vilhelm

Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður segist aldrei hafa látið uppnefni í opinberri umræðu á sig fá og gefur lítið fyrir að vera stundum uppnefndur „siðlausi siðfræðingurinn.“ Stefán segir slíkt aldagamalt verkfæri til þess að ná sér niður á fólki. Hann segist miklu frekar fá jákvæð viðbrögð við því að vera óhræddur við að viðra skoðanir sínar.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu á Vísi þar sem Stefán er gestur. Þar ræðir hann æskuna úti á landi, menntaskólaárin í Versló og ákvörðunina um að leggja guðfræðina fyrir sig. Hann ræðir árin sem formaður VR, hvernig hann kynntist konunni sinni og lýsir því að hann taki af sér boxhanskana í umræðunni þegar ráðist sé að fjölskyldu hans. Stefán segist óhræddur við óvinsældir og segist lengi hafa verið aðdáandi Gunnars Smára sem hann þó lendir gjarnan í netrifrildum við. 

Hægt er að horfa á þáttinn hér fyrir neðan. Hann er einnig að finna á helstu hlaðvarpsveitum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×