Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2024 16:05 Hjónin Þórir og Ingunn eru stofnendur Sunnu. Sunna frjósemi hefur fengið samþykkt starfsleyfi frá heilbrigðisráðuneytinu og mun formlega opna frjósemisstofu í Evuhúsi í Urðarhvarfi á haustmánuðunum. Aðeins ein frjósemisstofa hefur verið starfandi á Íslandi síðustu áratugi en með opnun Sunnu frjósemi verða þær tvær. „Það er gríðarleg eftirvænting hjá starfsfólki að geta boðið fólki í frjósemisferli velkomið í haust. Það hefur verið ákall eftir heilbrigðri samkeppni á sviði tæknifrjóvgana og við sáum tækifæri í að koma með okkar þekkingu og áherslur að borðinu,” segir Þórir Harðarson, doktor í frjósemisfræðum og einn eigenda Sunnu frjósemi, í tilkynningu frá Sunnu. Mikil eftirspurn hefur verið eftir tæknifrjóvgunum hér á landi. Á árunum 2018 - 2022 gengust ríflega 2.000 einstaklingar eða pör undir slíkar meðferðir. Þá fer þeim líka hratt fjölgandi sem leita til annarra landa eftir frjósemisþjónustu. Sjúkratryggingar niðurgreiddu tæknifrjóvgunarmeðferðir hjá sjö einstaklingum sem sóttu meðferðir erlendis árið 2020 en 62 árið 2022. „Frjósemisvandi er eitthvað það erfiðasta sem fólk gengur í gegnum og við trúum því að frjósemismeðferð eigi að vera manneskjuleg og styðjandi. Sunna mun leggja áherslu á nærgætni, hlýju og samkennd og skapa umhverfi þar sem fólk finnur fyrir öryggi og stuðningi,” segir Ingunn Jónsdóttir, einn stofnenda Sunnu. „Ef það er eitthvað sem við höfum lært á þeim tíma sem við höfum starfað við frjósemi er það að maður getur aldrei vandað sig nógu mikið.” Stofnendur Sunnu eru hjónin Ingunn og Þórir. Ingunn er fæðinga- og kvensjúkdómalæknir og Þórir er sérfræðingur í frjósemi. Þau hafa áratuga reynslu af frjósemislækningum, bæði á Íslandi og í Svíþjóð. Auk þeirra hafa Kristbjörg Heiður Olsen, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir, og Hulda Hrönn Björgúlfsdóttir, hjúkrunarfræðingur, gengið til liðs við Sunnu sem eigendur. Þær deila bæði ástríðu fyrir að veita framúrskarandi umönnun og stuðning í frjósemisferlinu. Fyrirtækið Ósar hf. er einnig hluthafi í Sunnu og veitir mikilvæga stoðþjónustu. Frjósemi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Skilur að fólk sé hugsi yfir mögulegum skyldleika við sæðisgjöf Heimspekingur segist skilja vel að fólk hafi orðið hugsi eftir fréttir af því að skyldleiki íslenskra sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæði hérlendis sé ekki skoðaður. Smæð samfélagsins geti kallað á að farið sé lengra en lagarammi og læknisfræðileg rök kveða á um. 23. september 2024 20:02 Sæðisgjafar tilkynni það fjölskyldu sinni svo ekki verði „slys“ Mikil eftirspurn ríkir hér á landi eftir sæði að sögn yfirlæknis hjá Livio. Skyldleiki sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæðið er ekki kannaður. 21. september 2024 21:03 Opna nýja frjósemismiðstöð á haustmánuðum Á haustmánuðum verður opnuð ný frjósemismiðstöð á Íslandi. Miðstöðin hefur fengið nafnið Sunna – frjósemismiðstöð og verður rekin af hjónunum Þóri Harðarsyni, sérfræðingi í frjósemi og kennara við lífeðlisfræðideild Háskóla Íslands, og Ingunni Jónsdóttur, fæðingar- og kvensjúkdómalækni. 22. mars 2024 09:00 Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Sjá meira
„Það er gríðarleg eftirvænting hjá starfsfólki að geta boðið fólki í frjósemisferli velkomið í haust. Það hefur verið ákall eftir heilbrigðri samkeppni á sviði tæknifrjóvgana og við sáum tækifæri í að koma með okkar þekkingu og áherslur að borðinu,” segir Þórir Harðarson, doktor í frjósemisfræðum og einn eigenda Sunnu frjósemi, í tilkynningu frá Sunnu. Mikil eftirspurn hefur verið eftir tæknifrjóvgunum hér á landi. Á árunum 2018 - 2022 gengust ríflega 2.000 einstaklingar eða pör undir slíkar meðferðir. Þá fer þeim líka hratt fjölgandi sem leita til annarra landa eftir frjósemisþjónustu. Sjúkratryggingar niðurgreiddu tæknifrjóvgunarmeðferðir hjá sjö einstaklingum sem sóttu meðferðir erlendis árið 2020 en 62 árið 2022. „Frjósemisvandi er eitthvað það erfiðasta sem fólk gengur í gegnum og við trúum því að frjósemismeðferð eigi að vera manneskjuleg og styðjandi. Sunna mun leggja áherslu á nærgætni, hlýju og samkennd og skapa umhverfi þar sem fólk finnur fyrir öryggi og stuðningi,” segir Ingunn Jónsdóttir, einn stofnenda Sunnu. „Ef það er eitthvað sem við höfum lært á þeim tíma sem við höfum starfað við frjósemi er það að maður getur aldrei vandað sig nógu mikið.” Stofnendur Sunnu eru hjónin Ingunn og Þórir. Ingunn er fæðinga- og kvensjúkdómalæknir og Þórir er sérfræðingur í frjósemi. Þau hafa áratuga reynslu af frjósemislækningum, bæði á Íslandi og í Svíþjóð. Auk þeirra hafa Kristbjörg Heiður Olsen, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir, og Hulda Hrönn Björgúlfsdóttir, hjúkrunarfræðingur, gengið til liðs við Sunnu sem eigendur. Þær deila bæði ástríðu fyrir að veita framúrskarandi umönnun og stuðning í frjósemisferlinu. Fyrirtækið Ósar hf. er einnig hluthafi í Sunnu og veitir mikilvæga stoðþjónustu.
Frjósemi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Skilur að fólk sé hugsi yfir mögulegum skyldleika við sæðisgjöf Heimspekingur segist skilja vel að fólk hafi orðið hugsi eftir fréttir af því að skyldleiki íslenskra sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæði hérlendis sé ekki skoðaður. Smæð samfélagsins geti kallað á að farið sé lengra en lagarammi og læknisfræðileg rök kveða á um. 23. september 2024 20:02 Sæðisgjafar tilkynni það fjölskyldu sinni svo ekki verði „slys“ Mikil eftirspurn ríkir hér á landi eftir sæði að sögn yfirlæknis hjá Livio. Skyldleiki sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæðið er ekki kannaður. 21. september 2024 21:03 Opna nýja frjósemismiðstöð á haustmánuðum Á haustmánuðum verður opnuð ný frjósemismiðstöð á Íslandi. Miðstöðin hefur fengið nafnið Sunna – frjósemismiðstöð og verður rekin af hjónunum Þóri Harðarsyni, sérfræðingi í frjósemi og kennara við lífeðlisfræðideild Háskóla Íslands, og Ingunni Jónsdóttur, fæðingar- og kvensjúkdómalækni. 22. mars 2024 09:00 Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Sjá meira
Skilur að fólk sé hugsi yfir mögulegum skyldleika við sæðisgjöf Heimspekingur segist skilja vel að fólk hafi orðið hugsi eftir fréttir af því að skyldleiki íslenskra sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæði hérlendis sé ekki skoðaður. Smæð samfélagsins geti kallað á að farið sé lengra en lagarammi og læknisfræðileg rök kveða á um. 23. september 2024 20:02
Sæðisgjafar tilkynni það fjölskyldu sinni svo ekki verði „slys“ Mikil eftirspurn ríkir hér á landi eftir sæði að sögn yfirlæknis hjá Livio. Skyldleiki sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæðið er ekki kannaður. 21. september 2024 21:03
Opna nýja frjósemismiðstöð á haustmánuðum Á haustmánuðum verður opnuð ný frjósemismiðstöð á Íslandi. Miðstöðin hefur fengið nafnið Sunna – frjósemismiðstöð og verður rekin af hjónunum Þóri Harðarsyni, sérfræðingi í frjósemi og kennara við lífeðlisfræðideild Háskóla Íslands, og Ingunni Jónsdóttur, fæðingar- og kvensjúkdómalækni. 22. mars 2024 09:00