„Æi góði hoppaðu upp í rassgatið á þér!“ Jakob Bjarnar skrifar 24. september 2024 13:25 Gísli Marteinn auglýsti eftir dónaskap á netinu á Facebook-síðu sinni. Hann fékk dónaskap og nóg af honum. vísir/vilhelm Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður fékk dónaskapinn sem hann auglýsti eftir og gott betur. Gísli Marteinn auglýsir sérstaklega eftir dónaskap á netinu fyrir næsta þátt sinn Vikuna, sem er á dagskrá Ríkissjónvarpsins á föstudagskvöldum. Sjónvarpsmaðurinn knái sendir út herkall á Facebook-síðu sinni og óskar eftir dónaskap: „Við í Vikunni erum að leita að dæmum um íslensk komment á netinu sem eru dónaleg eða aggresív, erum að vinna að smávegis innslagi.“ Gísli Marteinn óskar eftir skáskotum sem Facebook-vinir hans geti sent honum. Segir að þetta megi gjarnan vera ummæli sem fólk hafi hnotið um á Facebook eða bara hvaðan sem er. Viðbrögðin hljóta að teljast góð en eru sannast sagna á ýmsan veg: „Æi góði hoppaðu uppí rassgatið á þér!,“ segir leiðsögu- og tónlistarmaðurinn Villi Goði og spyr í framhaldinu: „Eitthvað í þessum dúr?“ Stefán Einar mesti dóninn? Egill Helgason sjónvarpsmaður segir einfaldlega að það megi líta í smiðju SES, og er þar að tala um sjónvarpsmanninn Stefán Einar Stefánsson sem oft hefur lent í hressilegum rimmum á athugasemdakerfum. Þá hrýtur eitt og annað úr penna hans sem gæti farið fyrir brjóstið á viðkvæmum. Egill Helgason segir að það megi líta í smiðju Stefáns Einars.Vísir/Vilhelm Árni Snævarr erindreki vill bakka félaga sinn Egil upp í þessu: „Annan eins munnsöfnuð og illsku hef ég aldrei séð og hjá SES og sérstaklega af jafn litlu tilefni - hef ég þó marga fjöruna sopið.“ Anna María Sverrisdóttir telur að ummæli „SES geti verið troðfull fjársjóðskista af þessu sem þú leitar að.“ Hún bendir reyndar á Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins sem vænlega uppsprettu þess sem Gísli Marteinn leitar eftir. Harmonikkufélag Akraness blandar sér í dónaskapinn Fólk vill halda að Gísla Marteini því sem stendur hjarta þeirra næst, eðlilega. Margrét Hauks heitir kona sem segist vera með heila möppu sem heitir Hatur gegn hinsegin fólki, og þar megi nú finna „gullmolana“. Og fjölmörg dæmi athyglisverð dæmi eru dregin fram sem flokka má sem „hatursorðræðu“. Og fjölmargir aðrir eru á þeim buxum að allar spurningar sem snúa að því megi flokka sem yfirgengilegan dónaskap. Kristín Pálsdóttir telur dónaskap einkenna Harmonikkufélag Akraness.vísir/arnar Kristín I. Pálsdóttir, meðferðarfrömuður á Rótinni, bendir á að Harmóníkkufélag Akureyrar sé kannski ekki allt þar sem það er séð. Hún birtir skjáskot af umræðu sem Gunnar nokkur Kvaran efnir til á ónefndum stað þar sem hann segir að ekki komi á óvart að tekið sé á góðum málum innan dyra SÁÁ. Hann óskar þessum konum góðs gengis og vonar að þær eigi eftir að gera góða hluti í framtíðinni og vona að þær bugist ekki, „það er það sem þessir háu herrar innan SÁÁ vonast til að þið gerið“. Og þessu svarar Harmonikkufélag Akraness: „Ilmur hefur það betra en ráðrík drotning í litlum hóp.“ Sem Kristín vill hafa til marks um almennan dónaskap félagsins. Sjálfstæðismenn eins og nasistar að auglýsa gasgril Þannig er þráður Gísla Marteins líkast til orðin einskonar prótótýpa fyrir það sem hann leitar eftir og gott betur. Friðrik Ómar Hjörleifsson tónlistarmaður segir: „Jesús!!! Bólusettur hommi á Borgarnesi! Á helling!!!“ Hinsegin fólk, dýr, transfólk, loftslagsmál, innflytjendur, dómsmál, fangelsismál … og fleira og fleira er nefnt til sögunnar. Og Sema Erla Serdaroglu koma við sögu. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor birtir skjáskot frá Semu þar sem hún svarar Elsu Kristinsdóttur og kallar hana rasista og lygara. Friðrik Ómar segist þekkja dónaskap, og nóg af honum.vísir/vilhelm Og Hannes bætir svo við skjáskoti af stuttri athugasemd eftir Þorvald Gylfason kollega sinn í akademíunni til að halda honum til haga sem erkidóna: „Sjálfstæðismenn sem tala um lýðræði orka nú orðið á mig eins og nasistar að auglýsa gasgrill.“ Áhorfendur mega búast við brakandi þætti á föstudagskvöldið en þráðurinn er veisla fyrir áhugafólk um dónaskap. Einhverjir vilja þó meina að Gísli Marteinn sé að fara fram úr sér. Þannig segir Hlynur Grímsson Gísla betri en svo að hann þurfi að fara niður á þetta plan: „Það er alveg nóg af hatri og leiðindum í samélaginu þó því sé ekki flaggað aukalega á primetime.“ Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Samfélagsmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
Gísli Marteinn auglýsir sérstaklega eftir dónaskap á netinu fyrir næsta þátt sinn Vikuna, sem er á dagskrá Ríkissjónvarpsins á föstudagskvöldum. Sjónvarpsmaðurinn knái sendir út herkall á Facebook-síðu sinni og óskar eftir dónaskap: „Við í Vikunni erum að leita að dæmum um íslensk komment á netinu sem eru dónaleg eða aggresív, erum að vinna að smávegis innslagi.“ Gísli Marteinn óskar eftir skáskotum sem Facebook-vinir hans geti sent honum. Segir að þetta megi gjarnan vera ummæli sem fólk hafi hnotið um á Facebook eða bara hvaðan sem er. Viðbrögðin hljóta að teljast góð en eru sannast sagna á ýmsan veg: „Æi góði hoppaðu uppí rassgatið á þér!,“ segir leiðsögu- og tónlistarmaðurinn Villi Goði og spyr í framhaldinu: „Eitthvað í þessum dúr?“ Stefán Einar mesti dóninn? Egill Helgason sjónvarpsmaður segir einfaldlega að það megi líta í smiðju SES, og er þar að tala um sjónvarpsmanninn Stefán Einar Stefánsson sem oft hefur lent í hressilegum rimmum á athugasemdakerfum. Þá hrýtur eitt og annað úr penna hans sem gæti farið fyrir brjóstið á viðkvæmum. Egill Helgason segir að það megi líta í smiðju Stefáns Einars.Vísir/Vilhelm Árni Snævarr erindreki vill bakka félaga sinn Egil upp í þessu: „Annan eins munnsöfnuð og illsku hef ég aldrei séð og hjá SES og sérstaklega af jafn litlu tilefni - hef ég þó marga fjöruna sopið.“ Anna María Sverrisdóttir telur að ummæli „SES geti verið troðfull fjársjóðskista af þessu sem þú leitar að.“ Hún bendir reyndar á Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins sem vænlega uppsprettu þess sem Gísli Marteinn leitar eftir. Harmonikkufélag Akraness blandar sér í dónaskapinn Fólk vill halda að Gísla Marteini því sem stendur hjarta þeirra næst, eðlilega. Margrét Hauks heitir kona sem segist vera með heila möppu sem heitir Hatur gegn hinsegin fólki, og þar megi nú finna „gullmolana“. Og fjölmörg dæmi athyglisverð dæmi eru dregin fram sem flokka má sem „hatursorðræðu“. Og fjölmargir aðrir eru á þeim buxum að allar spurningar sem snúa að því megi flokka sem yfirgengilegan dónaskap. Kristín Pálsdóttir telur dónaskap einkenna Harmonikkufélag Akraness.vísir/arnar Kristín I. Pálsdóttir, meðferðarfrömuður á Rótinni, bendir á að Harmóníkkufélag Akureyrar sé kannski ekki allt þar sem það er séð. Hún birtir skjáskot af umræðu sem Gunnar nokkur Kvaran efnir til á ónefndum stað þar sem hann segir að ekki komi á óvart að tekið sé á góðum málum innan dyra SÁÁ. Hann óskar þessum konum góðs gengis og vonar að þær eigi eftir að gera góða hluti í framtíðinni og vona að þær bugist ekki, „það er það sem þessir háu herrar innan SÁÁ vonast til að þið gerið“. Og þessu svarar Harmonikkufélag Akraness: „Ilmur hefur það betra en ráðrík drotning í litlum hóp.“ Sem Kristín vill hafa til marks um almennan dónaskap félagsins. Sjálfstæðismenn eins og nasistar að auglýsa gasgril Þannig er þráður Gísla Marteins líkast til orðin einskonar prótótýpa fyrir það sem hann leitar eftir og gott betur. Friðrik Ómar Hjörleifsson tónlistarmaður segir: „Jesús!!! Bólusettur hommi á Borgarnesi! Á helling!!!“ Hinsegin fólk, dýr, transfólk, loftslagsmál, innflytjendur, dómsmál, fangelsismál … og fleira og fleira er nefnt til sögunnar. Og Sema Erla Serdaroglu koma við sögu. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor birtir skjáskot frá Semu þar sem hún svarar Elsu Kristinsdóttur og kallar hana rasista og lygara. Friðrik Ómar segist þekkja dónaskap, og nóg af honum.vísir/vilhelm Og Hannes bætir svo við skjáskoti af stuttri athugasemd eftir Þorvald Gylfason kollega sinn í akademíunni til að halda honum til haga sem erkidóna: „Sjálfstæðismenn sem tala um lýðræði orka nú orðið á mig eins og nasistar að auglýsa gasgrill.“ Áhorfendur mega búast við brakandi þætti á föstudagskvöldið en þráðurinn er veisla fyrir áhugafólk um dónaskap. Einhverjir vilja þó meina að Gísli Marteinn sé að fara fram úr sér. Þannig segir Hlynur Grímsson Gísla betri en svo að hann þurfi að fara niður á þetta plan: „Það er alveg nóg af hatri og leiðindum í samélaginu þó því sé ekki flaggað aukalega á primetime.“
Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Samfélagsmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira