Garðabæ óheimilt að skerða þjónustu við ellefu ára stúlku Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. september 2024 13:06 Halldóra María Árnadóttir er ellefu ára og býr með fjölskyldu sinni í Garðabæ. aðsend mynd Garðabæ var óheimilt að skerða NPA-þjónustu við ellefu ára stúlku á þeim forsendum að foreldrar hennar beri umönnunar- og forsjárskyldu sem slíkir. Faðir stúlkunnar og lögmaður fjölskyldunnar vona að sveitarfélög fari að lögum og málið verði fordæmisgefandi fyrir önnur fötluð börn og fjölskyldur þeirra. Úrskurðarnefnd velferðarmála úrskurðaði fyrir stuttu í máli ellefu ára fatlaðrar stúlku sem er með NPA, notendastýrða persónulega aðstoð, og foreldra hennar gegn sveitarfélaginu Garðabæ. Stúlkan heitir Halldóra María Árnadóttir og er með viðurkennda þörf fyrir aðstoð allan sólarhringinn. Í úrskurðinum var komist að þeirri niðurstöðu að ekki megi skerða fjölda tíma NPA-samnings Halldóru. Sveitarfélagið byggi á „ímynduðum tölum“ „Þetta er bara mjög skýr úrskurður þess efnis að það sé ekki heimilt hjá sveitarfélögum að draga frá þá tíma sem sveitarfélagið sjálft, í þessu tilfelli Garðabær, taldi að foreldrar þessa barns væru að annast hana sjálf. Það er ellefu ára gömul stúlka sem þarf að fá sólarhringsaðstoð vegna fötlunar, og Garðabær ákveður að hún fái sólarhringsaðstoð en dregur svo frá einhverja tölu sem Garðabær ímyndar sér að sé eðlilegt að foreldrar hennar annist hana sem hluta af þeirra forsjárskyldum,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður fjölskyldunnar. Halldóra María ásamt fjölskyldu sinni.aðsend Í kæru til úrskurðarnefndar var farið fram á að nefndin myndi fella úr gildi niðurstöðu Garðabæjar hvað varðar synjun á 140 klukkustundum NPA-þjónustu á mánuði á þeim forsendum að ástæður Garðabæjar fyrir synjuninni væru ólögmætar. Katrín telur að afstaða sveitarfélagsins í málinu hafa verið „fáránlega matskennd“ og setur spurningamerki við röksemdarfærslur Garðabæjar. „Hvar ætlar Garðabær að sækja sér í fyrstalagi lagastoð og í öðru lagi vald til að ákveða hversu margir tímar þetta eigi að vera. Og í öðru lagi þá er bara loksins búið að kveða á skýrt um það að þetta er ekki heimilt. Barnið á rétt á sinni þjónustu vegna sinnar fötlunar algjörlega óháð því að barnið á síðan líka rétt á því að foreldrar annist hana og það gera þau vissulega mjög vel, alla daga alltaf. En hún þarf samt að fá þessa þjónustu. Þannig það er búið að aðskilja þetta og við vonum náttúrelga bara að þetta sé ekki svona í öðrum sveitarfélögum, en ef svo er þá er eins gott að það verði lagfært hið allra snarasta því þetta er ekki löglegt,“ segir Katrín. Systkinin að leik.aðsend Endalaus barátta við kerfið Í niðurstöðu úrskurðarnefndar segir að nefndin fái ekki séð að stoð sé fyrir því að telja hefðbundna ummönnun foreldra til ákveðinna vinnustunda í NPA samningi, hvorki samkvæmt lögum, reglugerð né reglum sveitarfélagsins sem þetta efni varða. Í úrskurðarorðum kemur fram að ákvörðun Garðabæjar frá því í janúar sé felld úr gildi og málinu vísað til nýrrar meðferðar hjá sveitarfélaginu. Árni Björn Kristjánsson, faðir stúlkunnar, fagnar úrskurðinum. „Þetta er náttúrlega bara gífurleg viðurkenning á því sem við erum búin að halda fram núna í mörg, mörg ár gagnvart Garðabæ þannig það var ótrúlega frábært að fá þennan úrskurð í hendurnar loksins,“ segir Árni. Gaman í bíó.aðsend „Þetta er alltaf endalaus barátta hjá öllum, hvort sem það eru foreldrar langveikra eða fatlaðir sjálfir. Kerfið er þannig uppsett á Íslandi að það er reynt á þolmörk fólks og vonast til þess að fólk gefist bara upp. En í okkar tilfelli þá erum við bara hraustir foreldrar og munum ekkert gefast upp fyrr en við fáum þau réttindi sem dóttir okkar á skilið.“ Árni segir að bærinn sé ekki enn búinn að leiðrétta tímana, en hann vonar að það verði gert á afgreiðslufundi sem er í dag. „Þetta ætti náttúrlega að vera fordæmisgefandi úrskurður þannig að við náttúrlega bara vonumst til þess að bærinn bregðist vel við og að fleiri fái sínum rétti framgengt,“ segir Árni. Málefni fatlaðs fólks Garðabær Börn og uppeldi Stjórnsýsla Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Sjá meira
Úrskurðarnefnd velferðarmála úrskurðaði fyrir stuttu í máli ellefu ára fatlaðrar stúlku sem er með NPA, notendastýrða persónulega aðstoð, og foreldra hennar gegn sveitarfélaginu Garðabæ. Stúlkan heitir Halldóra María Árnadóttir og er með viðurkennda þörf fyrir aðstoð allan sólarhringinn. Í úrskurðinum var komist að þeirri niðurstöðu að ekki megi skerða fjölda tíma NPA-samnings Halldóru. Sveitarfélagið byggi á „ímynduðum tölum“ „Þetta er bara mjög skýr úrskurður þess efnis að það sé ekki heimilt hjá sveitarfélögum að draga frá þá tíma sem sveitarfélagið sjálft, í þessu tilfelli Garðabær, taldi að foreldrar þessa barns væru að annast hana sjálf. Það er ellefu ára gömul stúlka sem þarf að fá sólarhringsaðstoð vegna fötlunar, og Garðabær ákveður að hún fái sólarhringsaðstoð en dregur svo frá einhverja tölu sem Garðabær ímyndar sér að sé eðlilegt að foreldrar hennar annist hana sem hluta af þeirra forsjárskyldum,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður fjölskyldunnar. Halldóra María ásamt fjölskyldu sinni.aðsend Í kæru til úrskurðarnefndar var farið fram á að nefndin myndi fella úr gildi niðurstöðu Garðabæjar hvað varðar synjun á 140 klukkustundum NPA-þjónustu á mánuði á þeim forsendum að ástæður Garðabæjar fyrir synjuninni væru ólögmætar. Katrín telur að afstaða sveitarfélagsins í málinu hafa verið „fáránlega matskennd“ og setur spurningamerki við röksemdarfærslur Garðabæjar. „Hvar ætlar Garðabær að sækja sér í fyrstalagi lagastoð og í öðru lagi vald til að ákveða hversu margir tímar þetta eigi að vera. Og í öðru lagi þá er bara loksins búið að kveða á skýrt um það að þetta er ekki heimilt. Barnið á rétt á sinni þjónustu vegna sinnar fötlunar algjörlega óháð því að barnið á síðan líka rétt á því að foreldrar annist hana og það gera þau vissulega mjög vel, alla daga alltaf. En hún þarf samt að fá þessa þjónustu. Þannig það er búið að aðskilja þetta og við vonum náttúrelga bara að þetta sé ekki svona í öðrum sveitarfélögum, en ef svo er þá er eins gott að það verði lagfært hið allra snarasta því þetta er ekki löglegt,“ segir Katrín. Systkinin að leik.aðsend Endalaus barátta við kerfið Í niðurstöðu úrskurðarnefndar segir að nefndin fái ekki séð að stoð sé fyrir því að telja hefðbundna ummönnun foreldra til ákveðinna vinnustunda í NPA samningi, hvorki samkvæmt lögum, reglugerð né reglum sveitarfélagsins sem þetta efni varða. Í úrskurðarorðum kemur fram að ákvörðun Garðabæjar frá því í janúar sé felld úr gildi og málinu vísað til nýrrar meðferðar hjá sveitarfélaginu. Árni Björn Kristjánsson, faðir stúlkunnar, fagnar úrskurðinum. „Þetta er náttúrlega bara gífurleg viðurkenning á því sem við erum búin að halda fram núna í mörg, mörg ár gagnvart Garðabæ þannig það var ótrúlega frábært að fá þennan úrskurð í hendurnar loksins,“ segir Árni. Gaman í bíó.aðsend „Þetta er alltaf endalaus barátta hjá öllum, hvort sem það eru foreldrar langveikra eða fatlaðir sjálfir. Kerfið er þannig uppsett á Íslandi að það er reynt á þolmörk fólks og vonast til þess að fólk gefist bara upp. En í okkar tilfelli þá erum við bara hraustir foreldrar og munum ekkert gefast upp fyrr en við fáum þau réttindi sem dóttir okkar á skilið.“ Árni segir að bærinn sé ekki enn búinn að leiðrétta tímana, en hann vonar að það verði gert á afgreiðslufundi sem er í dag. „Þetta ætti náttúrlega að vera fordæmisgefandi úrskurður þannig að við náttúrlega bara vonumst til þess að bærinn bregðist vel við og að fleiri fái sínum rétti framgengt,“ segir Árni.
Málefni fatlaðs fólks Garðabær Börn og uppeldi Stjórnsýsla Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Sjá meira