Mál Samherja gegn Odee tekið fyrir dóm í vikunni Kjartan Kjartansson skrifar 24. september 2024 08:53 ODEE (Oddur Eysteinn Friðriksson) þarf að verja sig fyrir dómi í Bretlandi í vikunni. Davíð Þór/Heimildin Réttarhöld í máli Samherja gegn Oddi Eysteini Friðrikssyni, sem gengur undir listamannsnafninu Odee, hefjast í London á fimmtudag. Samherji höfðaði málið eftir að Oddur sendi út afsökunarbeiðni í nafni fyrirtækisins vegna framgöngu þess í Namibíu. Afsökunarbeiðnin og vefsíða sem Oddur smíðaði og lét líta út fyrir að vera á vegum Samherja var hluti af útskriftarverkefni hans við Háskólans í Björgvin í Noregi. Oddur hefur ítrekað reynt að blekkja fjölmiðla með fölskum fréttatilkynningum sem hann hefur sent út, nú síðast í nafni bandarísku kaffihúsakeðjunnar Starbucks. Samherji óskaði eftir því að Oddur tæki vefsíðuna niður, afhenti fyrirtækinu lén hennar og gerði grein fyrir því að síðan hefði verið fölsuð. Því neitaði hann. Í kjölfarið stefndi Samherji Oddi fyrir breskum dómstól en vefsíðan var hýst í Bretlandi. Í viðtali norska ríkisútvarpsins NRK við Odd kemur fram að réttarhöldin hefjist á fimmtudaginn, 26. september. „Þeir vilja að ég skili vefsíðunni og eyði öllu tengdu listaverkinu,“ segir hann við NRK. Vilja aðeins stöðva gjörninginn Haft er eftir Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, að Oddur hafi gerst sekur um hugverkabrot. Í ljósi þess að Oddur hafi neitað að bregast við óskum fyrirtækisins hafi það haft þann kost einan eftir að leita til dómstóla. „Samherji hefur engan áhuga á að stefna [Oddi] umfram það að stöðva vísvitandi ólögleg brot hans.“ Afsökunarbeiðnin sem Oddur gaf út í nafni Samherja tengdist ásökum á hendur sjávarútvegsrisanum vegna spillingarmála í Namibíu. Fulltrúar fyrirtækisins voru sakaðir um að bera fé á áhrifamenn þar til þess að tryggja sér aflaheimildir. Bandalag íslenskra listamanna lýsti yfir stuðningi við Odd í sumar og hvatti Samherja til þess að láta málið gegn honum falla niður. Bretland Dómsmál Samherjaskjölin Sjávarútvegur Menning Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Afsökunarbeiðnin og vefsíða sem Oddur smíðaði og lét líta út fyrir að vera á vegum Samherja var hluti af útskriftarverkefni hans við Háskólans í Björgvin í Noregi. Oddur hefur ítrekað reynt að blekkja fjölmiðla með fölskum fréttatilkynningum sem hann hefur sent út, nú síðast í nafni bandarísku kaffihúsakeðjunnar Starbucks. Samherji óskaði eftir því að Oddur tæki vefsíðuna niður, afhenti fyrirtækinu lén hennar og gerði grein fyrir því að síðan hefði verið fölsuð. Því neitaði hann. Í kjölfarið stefndi Samherji Oddi fyrir breskum dómstól en vefsíðan var hýst í Bretlandi. Í viðtali norska ríkisútvarpsins NRK við Odd kemur fram að réttarhöldin hefjist á fimmtudaginn, 26. september. „Þeir vilja að ég skili vefsíðunni og eyði öllu tengdu listaverkinu,“ segir hann við NRK. Vilja aðeins stöðva gjörninginn Haft er eftir Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, að Oddur hafi gerst sekur um hugverkabrot. Í ljósi þess að Oddur hafi neitað að bregast við óskum fyrirtækisins hafi það haft þann kost einan eftir að leita til dómstóla. „Samherji hefur engan áhuga á að stefna [Oddi] umfram það að stöðva vísvitandi ólögleg brot hans.“ Afsökunarbeiðnin sem Oddur gaf út í nafni Samherja tengdist ásökum á hendur sjávarútvegsrisanum vegna spillingarmála í Namibíu. Fulltrúar fyrirtækisins voru sakaðir um að bera fé á áhrifamenn þar til þess að tryggja sér aflaheimildir. Bandalag íslenskra listamanna lýsti yfir stuðningi við Odd í sumar og hvatti Samherja til þess að láta málið gegn honum falla niður.
Bretland Dómsmál Samherjaskjölin Sjávarútvegur Menning Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira