Skilur að fólk sé hugsi yfir mögulegum skyldleika við sæðisgjöf Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. september 2024 20:02 Henry Alexander Henrysson heimspekingur segir marga hugsi yfir fréttum helgarinnar. Vísir/Sigurjón Heimspekingur segist skilja vel að fólk hafi orðið hugsi eftir fréttir af því að skyldleiki íslenskra sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæði hérlendis sé ekki skoðaður. Smæð samfélagsins geti kallað á að farið sé lengra en lagarammi og læknisfræðileg rök kveða á um. Frjósemisfyrirtækð Livio auglýsti nýlega eftir íslenskum sæðisgjöfum, sem geta valið hvort sæðið sé notað hér á landi eða einungis í útlöndum. Það vakti mikla athygli þegar greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 á laugardag að skyldleiki sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæði sé ekki kannaður en sæðisgjafar eru hvattir til að láta sína nánustu vita svo ekki verði „slys“ eins og yfirlæknir orðaði það. „Ég skil alveg að fólk sé hugsi eftir þessar fréttir. Það hafa margir nefnt það við mig að þetta sé sértakt. Ég held það sé í fyrsta lagi það að fólk vissi ekki af þessum möguleika, þetta hefur ekki verið mikið rætt í íslensku samfélagi. Ég held hreinlega að fáir hafi vitað að sæðisgjafir væru í boði,“ segir Henry Alexander Henrysson, heimspekingur. Taka megi aukaskref Fólk sé þá hugsi yfir því að ábyrgðinni sé varpað á herðar sæðisgjafanna. „Ég held að það sé kannski ekki alveg leiðin til að fara.“ Snorri Einarsson, yfrlæknir á Livio, segir í samtali við fréttastofu í dag að langflestir íslensku sæðisgjafanna velji að senda sæðið út og eins velji þeir sem þiggja sæði hérlendis erlenda gjafa. Þá nefnir hann að ekkert stoppi til að mynda systkinabörn að eignast saman afkomendur. „Fólk spyr sig: Er íslenskt samfélag ekki með ákveðna sérstöðu vegna smæðar sinnar? Þá vaknar þessi spurning, sem ég held að hafi gert fólk smá hugsi: Er kannski ástæða til að fara aðeins umfram lagarammann og læknisfræðileg rök og taka kannski nokkur aukaskref, til dæmis að bjóða upp á þann möguleika að skyldleiki sé skoðaður?“ segir Henry. „Slys geta alltaf orðið“ Eins séu uppi stórar spurningar um það hversu marga afkomendur sæðisgjafar geti eignast. „Það er kannski eitthvað sem við höfum alltaf áhyggjur af og jafnvel hafa verið búnar til bíómyndir um. Það eru kannski stærstu spurningarnar: Hvert kynfrumurnar fara og hversu margir nýta þær og þar af leiðandi skyldleiki aðila úti í samfélaginu, sem vita kannski ekki af hvorum öðrum.“ Er einhver hætta á að það verði einhver svona slys, eins og það er orðað? „Slys geta alltaf orðið og við höfum það í gegn um söguna að jafnvel hjá öflugustu aðilum hafi hlutir farið úrskeiðis. Það er óalgengt, það gerist ekki oft en þegar það gerist fer ansi mikið úrskeiðis og þá erum við líka að fást við gríðarlega mikilvæg siðfræðileg verðmæti.“ Frjósemi Heilbrigðismál Börn og uppeldi Tækni Fjölskyldumál Tengdar fréttir Sæðisgjafar tilkynni það fjölskyldu sinni svo ekki verði „slys“ Mikil eftirspurn ríkir hér á landi eftir sæði að sögn yfirlæknis hjá Livio. Skyldleiki sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæðið er ekki kannaður. 21. september 2024 21:03 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Frjósemisfyrirtækð Livio auglýsti nýlega eftir íslenskum sæðisgjöfum, sem geta valið hvort sæðið sé notað hér á landi eða einungis í útlöndum. Það vakti mikla athygli þegar greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 á laugardag að skyldleiki sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæði sé ekki kannaður en sæðisgjafar eru hvattir til að láta sína nánustu vita svo ekki verði „slys“ eins og yfirlæknir orðaði það. „Ég skil alveg að fólk sé hugsi eftir þessar fréttir. Það hafa margir nefnt það við mig að þetta sé sértakt. Ég held það sé í fyrsta lagi það að fólk vissi ekki af þessum möguleika, þetta hefur ekki verið mikið rætt í íslensku samfélagi. Ég held hreinlega að fáir hafi vitað að sæðisgjafir væru í boði,“ segir Henry Alexander Henrysson, heimspekingur. Taka megi aukaskref Fólk sé þá hugsi yfir því að ábyrgðinni sé varpað á herðar sæðisgjafanna. „Ég held að það sé kannski ekki alveg leiðin til að fara.“ Snorri Einarsson, yfrlæknir á Livio, segir í samtali við fréttastofu í dag að langflestir íslensku sæðisgjafanna velji að senda sæðið út og eins velji þeir sem þiggja sæði hérlendis erlenda gjafa. Þá nefnir hann að ekkert stoppi til að mynda systkinabörn að eignast saman afkomendur. „Fólk spyr sig: Er íslenskt samfélag ekki með ákveðna sérstöðu vegna smæðar sinnar? Þá vaknar þessi spurning, sem ég held að hafi gert fólk smá hugsi: Er kannski ástæða til að fara aðeins umfram lagarammann og læknisfræðileg rök og taka kannski nokkur aukaskref, til dæmis að bjóða upp á þann möguleika að skyldleiki sé skoðaður?“ segir Henry. „Slys geta alltaf orðið“ Eins séu uppi stórar spurningar um það hversu marga afkomendur sæðisgjafar geti eignast. „Það er kannski eitthvað sem við höfum alltaf áhyggjur af og jafnvel hafa verið búnar til bíómyndir um. Það eru kannski stærstu spurningarnar: Hvert kynfrumurnar fara og hversu margir nýta þær og þar af leiðandi skyldleiki aðila úti í samfélaginu, sem vita kannski ekki af hvorum öðrum.“ Er einhver hætta á að það verði einhver svona slys, eins og það er orðað? „Slys geta alltaf orðið og við höfum það í gegn um söguna að jafnvel hjá öflugustu aðilum hafi hlutir farið úrskeiðis. Það er óalgengt, það gerist ekki oft en þegar það gerist fer ansi mikið úrskeiðis og þá erum við líka að fást við gríðarlega mikilvæg siðfræðileg verðmæti.“
Frjósemi Heilbrigðismál Börn og uppeldi Tækni Fjölskyldumál Tengdar fréttir Sæðisgjafar tilkynni það fjölskyldu sinni svo ekki verði „slys“ Mikil eftirspurn ríkir hér á landi eftir sæði að sögn yfirlæknis hjá Livio. Skyldleiki sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæðið er ekki kannaður. 21. september 2024 21:03 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Sæðisgjafar tilkynni það fjölskyldu sinni svo ekki verði „slys“ Mikil eftirspurn ríkir hér á landi eftir sæði að sögn yfirlæknis hjá Livio. Skyldleiki sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæðið er ekki kannaður. 21. september 2024 21:03
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent