Sér eftir að hafa valið Val fram yfir KR Aron Guðmundsson skrifar 23. september 2024 08:56 Gary Martin, sem kom hingað til lands árið 2010 og hefur nánast verið hér síðan þá, er nú á heimleið til Englands. Vísir Gary Martin segist hafa tekið ranga ákvörðun þegar að hann gekk til liðs við Val árið 2019 en á þeim tíma stóð honum líka til boða að halda aftur til KR þar sem að hann hafði bæði orðið Íslands og bikarmeistari á sínum tíma. „Kannski var ég gráðugur,“ segir Gary. Það var í janúar árið 2019 sem greint var frá því að Gary Martin væri orðinn leikmaður Vals. Félagsskipti sem vöktu mikla athygli á sínum tíma og áttu eftir að draga dilk á eftir sér því aðeins um fimm mánuðum seinna komust Valur og Gary að samkomulagi um starfslok. Í tilkynningunni sem fylgdi lét Ólafur Jóhannesson, sem þáverandi þjálfari Vals sem hafði orðið Íslandsmeistari árið áður, hafa eftir sér að hann og Gary væru ólíkir karakterar með ólíkar áherslur. Óhætt er að segja að Gary, sem hafði árin áður verið á mála hjá Lokeren í Belgíu og Lilleström í Noregi, sjái eftir ákvörðun sinni að ganga til liðs við Val. Ekki já maður „Ég tók ranga ákvörðun,“ segir Gary í viðtali hjá íþróttadeild Stöðvar 2. „Ég hefði ekki átt að ganga til liðs við Val. Ég hefði átt að fara aftur til KR. Kannski var ég bara of gráðugur. Samningurinn sem Valur bauð mér var betri. Valur er ekki mitt félag. KR er mitt félag. Þetta er eftirsjá hjá mér á ferlinum. Að hafa valið Val fram yfir KR. En svona var þetta bara.“ Mikið var rætt og ritað um málið á sínum tíma og fóru af stað sögur um að erfitt væri að vinna með Gary. Hann er að sjálfsögðu ekki sammála því. „Ástæðan fyrir brotthvarfi mínu samanstendur kannski af mörgum mismunandi þáttum. Fólk hefur þá skoðun á mér að það sé erfitt að hafa stjórn á mér. Það er hins vegar auðvelt. Ég er sterkur karakter og ef ég er ekki sammála einhverju þá mun ég viðra þá skoðun mína og tala hreint út. Þannig er ég úr garði gerður. Ég er ekki já-maður.“ Gary Martin var einn þriggja leikmanna sem Valur fékk í janúar 2019.Vísir „Þessi kafli á mínum ferli er mjög stuttur. Ég vann þó mína vinnu þarna. Tölfræðin talar sínu máli. Hjá Val skoraði ég níu mörk í níu leikjum. Ég brenndi engar brýr en Óli Jó er með svarið við þeirri spurningu af hverju þetta gekk ekki upp hjá okkur.“ Leið vel í Vestmannaeyjum Gary gekk á endanum til liðs við ÍBV sem var botnlið efstu deildar á þessum tíma. „Ég fékk boð um að ganga til liðs við KR þarna en mín hugsun var sú að ef ég færi í Vesturbæinn og KR stendur ekki uppi sem Íslandsmeistari þá yrði mér kennt um það. Ég elska áskoranir og vissi að ég gæti ekki farið til ÍBV, verið í Vestmannaeyjum og tæklað þetta verkefni með hangandi haus. Ég yrði að gefa allt mitt í alla leiki. Því það yrði auðvelt að sjá ef ég myndi ekki gera það. Öll augu yrðu á mér. Mér leið mjög vel í Vestmannaeyjum.“ Gary í leik með ÍBV „Tel að það verði aldrei leikið eftir“ ÍBV féll úr deildinni það tímabilið en Gary fann hins vegar netmöskvana reglulega og endaði sem markahæsti leikmaður deildarinnar. „Í versta liði deildarinnar. Ég tel að það verði aldrei leikið eftir hér á landi.“Og það er leikur ÍBV og Vals í Vestmannaeyjum þetta sama tímabil sem er eftirlætis leikur Gary Martin frá ferli hans hér á landi en hann skoraði bæði mörk Eyjamanna í 2-1 sigri. Og það er leikur ÍBV og Vals í Vestmannaeyjum þetta sama tímabil sem er eftirlætis leikur Gary Martin frá ferli hans hér á landi en hann skoraði bæði mörk Eyjamanna í 2-1 sigri. „Ég gjörsamlega gekk frá þeim og gat gert það sem að ég vildi gegn þeim. Ég aldrei, hvorki fyrr né síðar, spilað svona. Ég hljóp fram hjá þeim, gat gert það sem að ég vildi. Það var einhvern veginn allt auðveldara þennan dag. Kannski við kemur það hugarfari mínu komandi inn í leikinn. Mér fannst ég þurfa að sanna eitthvað fyrir Óla Jó. Þetta var mín besta frammistaða á ferlinum.“ Íslenski boltinn Valur KR Tengdar fréttir „Ég á Íslandi líf mitt að þakka“ Eftir rúman áratug hér á landi er komið að kveðjustund hjá Gary Martin sem hefur sett svip sinn á íslenska boltann. Gary kveður land og þjóð með trega en hann er fullviss um að snúa aftur hingað til lands einn daginn. 19. september 2024 08:02 Eftirsjá Gary Martin: „Mín skoðun, fólk mun ekki vera sammála henni“ Gary Martin segist viss um að markametið í efstu deild hér á landi væri í hans eign hefði hann spilað með KR öll fjórtán ár sín hér á landi. Hann hefur sínar skoðanir á þessu og segir að fólk muni ekki vera sammála sér. Það sé þó allt í lagi. 19. september 2024 11:01 Iðrast gjörða sinna: „Var klárlega rangt af mér“ Gary Martin segist aldrei munu firra sig ábyrgð frá því sem átti sér stað árið 2021, þegar að hann sem leikmaður ÍBV sýndi af sér athæfi sem varð til þess að hann var rekinn frá félaginu. 20. september 2024 23:30 Gary Martin kveður Ísland: „Takk fyrir mig“ Komið er að tímamótum á ferli enska sóknarmannsins Gary Martin sem leikið hefur hér á landi við góðan orðstír nær óslitið frá árinu 2010. Englendingurinn er á leið heim eftir farsælan feril hér á landi og hann þakkar fyrir sig í hjartnæmri færslu á samfélagsmiðlum. 9. september 2024 15:33 Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Jón Axel og félagar spila til úrslita Körfubolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Sjá meira
Það var í janúar árið 2019 sem greint var frá því að Gary Martin væri orðinn leikmaður Vals. Félagsskipti sem vöktu mikla athygli á sínum tíma og áttu eftir að draga dilk á eftir sér því aðeins um fimm mánuðum seinna komust Valur og Gary að samkomulagi um starfslok. Í tilkynningunni sem fylgdi lét Ólafur Jóhannesson, sem þáverandi þjálfari Vals sem hafði orðið Íslandsmeistari árið áður, hafa eftir sér að hann og Gary væru ólíkir karakterar með ólíkar áherslur. Óhætt er að segja að Gary, sem hafði árin áður verið á mála hjá Lokeren í Belgíu og Lilleström í Noregi, sjái eftir ákvörðun sinni að ganga til liðs við Val. Ekki já maður „Ég tók ranga ákvörðun,“ segir Gary í viðtali hjá íþróttadeild Stöðvar 2. „Ég hefði ekki átt að ganga til liðs við Val. Ég hefði átt að fara aftur til KR. Kannski var ég bara of gráðugur. Samningurinn sem Valur bauð mér var betri. Valur er ekki mitt félag. KR er mitt félag. Þetta er eftirsjá hjá mér á ferlinum. Að hafa valið Val fram yfir KR. En svona var þetta bara.“ Mikið var rætt og ritað um málið á sínum tíma og fóru af stað sögur um að erfitt væri að vinna með Gary. Hann er að sjálfsögðu ekki sammála því. „Ástæðan fyrir brotthvarfi mínu samanstendur kannski af mörgum mismunandi þáttum. Fólk hefur þá skoðun á mér að það sé erfitt að hafa stjórn á mér. Það er hins vegar auðvelt. Ég er sterkur karakter og ef ég er ekki sammála einhverju þá mun ég viðra þá skoðun mína og tala hreint út. Þannig er ég úr garði gerður. Ég er ekki já-maður.“ Gary Martin var einn þriggja leikmanna sem Valur fékk í janúar 2019.Vísir „Þessi kafli á mínum ferli er mjög stuttur. Ég vann þó mína vinnu þarna. Tölfræðin talar sínu máli. Hjá Val skoraði ég níu mörk í níu leikjum. Ég brenndi engar brýr en Óli Jó er með svarið við þeirri spurningu af hverju þetta gekk ekki upp hjá okkur.“ Leið vel í Vestmannaeyjum Gary gekk á endanum til liðs við ÍBV sem var botnlið efstu deildar á þessum tíma. „Ég fékk boð um að ganga til liðs við KR þarna en mín hugsun var sú að ef ég færi í Vesturbæinn og KR stendur ekki uppi sem Íslandsmeistari þá yrði mér kennt um það. Ég elska áskoranir og vissi að ég gæti ekki farið til ÍBV, verið í Vestmannaeyjum og tæklað þetta verkefni með hangandi haus. Ég yrði að gefa allt mitt í alla leiki. Því það yrði auðvelt að sjá ef ég myndi ekki gera það. Öll augu yrðu á mér. Mér leið mjög vel í Vestmannaeyjum.“ Gary í leik með ÍBV „Tel að það verði aldrei leikið eftir“ ÍBV féll úr deildinni það tímabilið en Gary fann hins vegar netmöskvana reglulega og endaði sem markahæsti leikmaður deildarinnar. „Í versta liði deildarinnar. Ég tel að það verði aldrei leikið eftir hér á landi.“Og það er leikur ÍBV og Vals í Vestmannaeyjum þetta sama tímabil sem er eftirlætis leikur Gary Martin frá ferli hans hér á landi en hann skoraði bæði mörk Eyjamanna í 2-1 sigri. Og það er leikur ÍBV og Vals í Vestmannaeyjum þetta sama tímabil sem er eftirlætis leikur Gary Martin frá ferli hans hér á landi en hann skoraði bæði mörk Eyjamanna í 2-1 sigri. „Ég gjörsamlega gekk frá þeim og gat gert það sem að ég vildi gegn þeim. Ég aldrei, hvorki fyrr né síðar, spilað svona. Ég hljóp fram hjá þeim, gat gert það sem að ég vildi. Það var einhvern veginn allt auðveldara þennan dag. Kannski við kemur það hugarfari mínu komandi inn í leikinn. Mér fannst ég þurfa að sanna eitthvað fyrir Óla Jó. Þetta var mín besta frammistaða á ferlinum.“
Íslenski boltinn Valur KR Tengdar fréttir „Ég á Íslandi líf mitt að þakka“ Eftir rúman áratug hér á landi er komið að kveðjustund hjá Gary Martin sem hefur sett svip sinn á íslenska boltann. Gary kveður land og þjóð með trega en hann er fullviss um að snúa aftur hingað til lands einn daginn. 19. september 2024 08:02 Eftirsjá Gary Martin: „Mín skoðun, fólk mun ekki vera sammála henni“ Gary Martin segist viss um að markametið í efstu deild hér á landi væri í hans eign hefði hann spilað með KR öll fjórtán ár sín hér á landi. Hann hefur sínar skoðanir á þessu og segir að fólk muni ekki vera sammála sér. Það sé þó allt í lagi. 19. september 2024 11:01 Iðrast gjörða sinna: „Var klárlega rangt af mér“ Gary Martin segist aldrei munu firra sig ábyrgð frá því sem átti sér stað árið 2021, þegar að hann sem leikmaður ÍBV sýndi af sér athæfi sem varð til þess að hann var rekinn frá félaginu. 20. september 2024 23:30 Gary Martin kveður Ísland: „Takk fyrir mig“ Komið er að tímamótum á ferli enska sóknarmannsins Gary Martin sem leikið hefur hér á landi við góðan orðstír nær óslitið frá árinu 2010. Englendingurinn er á leið heim eftir farsælan feril hér á landi og hann þakkar fyrir sig í hjartnæmri færslu á samfélagsmiðlum. 9. september 2024 15:33 Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Jón Axel og félagar spila til úrslita Körfubolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Sjá meira
„Ég á Íslandi líf mitt að þakka“ Eftir rúman áratug hér á landi er komið að kveðjustund hjá Gary Martin sem hefur sett svip sinn á íslenska boltann. Gary kveður land og þjóð með trega en hann er fullviss um að snúa aftur hingað til lands einn daginn. 19. september 2024 08:02
Eftirsjá Gary Martin: „Mín skoðun, fólk mun ekki vera sammála henni“ Gary Martin segist viss um að markametið í efstu deild hér á landi væri í hans eign hefði hann spilað með KR öll fjórtán ár sín hér á landi. Hann hefur sínar skoðanir á þessu og segir að fólk muni ekki vera sammála sér. Það sé þó allt í lagi. 19. september 2024 11:01
Iðrast gjörða sinna: „Var klárlega rangt af mér“ Gary Martin segist aldrei munu firra sig ábyrgð frá því sem átti sér stað árið 2021, þegar að hann sem leikmaður ÍBV sýndi af sér athæfi sem varð til þess að hann var rekinn frá félaginu. 20. september 2024 23:30
Gary Martin kveður Ísland: „Takk fyrir mig“ Komið er að tímamótum á ferli enska sóknarmannsins Gary Martin sem leikið hefur hér á landi við góðan orðstír nær óslitið frá árinu 2010. Englendingurinn er á leið heim eftir farsælan feril hér á landi og hann þakkar fyrir sig í hjartnæmri færslu á samfélagsmiðlum. 9. september 2024 15:33