„Það hlaut að koma að því“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. september 2024 19:00 Arnar Gunnlaugsson sást oft fórna höndum á meðan leik stóð. vísir / pawel Arnar Gunnlaugsson tapaði bikarúrslitaleik í fyrsta sinn sem þjálfari í dag, 2-0 gegn KA. Hann segir sína menn í Víking hafa orðið undir í seinni bolta baráttunni og ekki gert vel í að nýta færin fjölmörgu sem liðið skapaði sér. „Mér líður betur eftir að hafa unnið leiki, ég get lofað þér því. Sár og svekktur núna en það hlaut að koma að því, að við töpum,“ sagði Arnar eftir leik. „Skemmtilegur leikur, mörg vafaatriði, mikil læti og mikil ástríða. KA-menn mjög baráttuglaðir, óska þeim innilega til hamingju, veit hversu stór stund þetta er fyrir þá og þeir stóðu sig virkilega vel.“ Víkingur var án síns mesta markahróks síðustu ára, fyrirliðans Nikolaj Hansen, sem var frá vegna meiðsla sem hann varð fyrir í síðasta leik gegn Fylki. Það sást að Víkingar söknuðu hans í dag. „Já kannski mögulega, en ekki bara hann. Í svona leikjum viltu hafa leikmenn eins og Pablo líka, svona nasty leikmenn. Mér fannst við vera undir í seinni bolta baráttu í þessum leik. Það sást fljótt hvað plan KA var, langir boltar og aggressívir að ráðast á seinni boltann. Við díluðum illa við það. Svo var svekkjandi að fá á sig mark úr föstu leikatriði. Við spiluðum samt alls ekki illa, það vantaði bara herslumuninn að gera eitthvað úr okkar fjölmörgu sóknum.“ Arnar horfir af hlíðarlínunni með stuðningsfólk KA í baksýn.vísir / pawel Í seinni hálfleik nýtti Arnar alla mögulegar skiptingar sem hann átti. Báðum kantmönnum og báðum bakvörðum var skipt út, auk eins miðjumanns. Það dugði þó ekki til. „Það var bara verið að reyna að breyta aðeins til, fá ferskar lappir og halda þunganum allar níutíu mínúturnar. Mér fannst það ganga mjög vel, það var okkar að herja á þá, en á móti kemur að þú býður hættunni heim, skyndisókn eins og KA nýtti undir lokin,“ sagði Arnar að lokum áður en hann dreif sig að heimsækja barnabarn sitt sem fæddist í morgun. Klippa: Arnar Gunnlaugsson eftir tap í úrslitaleik Mjólkurbikarsins Viðtalið við Arnar í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira
„Mér líður betur eftir að hafa unnið leiki, ég get lofað þér því. Sár og svekktur núna en það hlaut að koma að því, að við töpum,“ sagði Arnar eftir leik. „Skemmtilegur leikur, mörg vafaatriði, mikil læti og mikil ástríða. KA-menn mjög baráttuglaðir, óska þeim innilega til hamingju, veit hversu stór stund þetta er fyrir þá og þeir stóðu sig virkilega vel.“ Víkingur var án síns mesta markahróks síðustu ára, fyrirliðans Nikolaj Hansen, sem var frá vegna meiðsla sem hann varð fyrir í síðasta leik gegn Fylki. Það sást að Víkingar söknuðu hans í dag. „Já kannski mögulega, en ekki bara hann. Í svona leikjum viltu hafa leikmenn eins og Pablo líka, svona nasty leikmenn. Mér fannst við vera undir í seinni bolta baráttu í þessum leik. Það sást fljótt hvað plan KA var, langir boltar og aggressívir að ráðast á seinni boltann. Við díluðum illa við það. Svo var svekkjandi að fá á sig mark úr föstu leikatriði. Við spiluðum samt alls ekki illa, það vantaði bara herslumuninn að gera eitthvað úr okkar fjölmörgu sóknum.“ Arnar horfir af hlíðarlínunni með stuðningsfólk KA í baksýn.vísir / pawel Í seinni hálfleik nýtti Arnar alla mögulegar skiptingar sem hann átti. Báðum kantmönnum og báðum bakvörðum var skipt út, auk eins miðjumanns. Það dugði þó ekki til. „Það var bara verið að reyna að breyta aðeins til, fá ferskar lappir og halda þunganum allar níutíu mínúturnar. Mér fannst það ganga mjög vel, það var okkar að herja á þá, en á móti kemur að þú býður hættunni heim, skyndisókn eins og KA nýtti undir lokin,“ sagði Arnar að lokum áður en hann dreif sig að heimsækja barnabarn sitt sem fæddist í morgun. Klippa: Arnar Gunnlaugsson eftir tap í úrslitaleik Mjólkurbikarsins Viðtalið við Arnar í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira