Sæðisgjafar tilkynni það fjölskyldu sinni svo ekki verði „slys“ Bjarki Sigurðsson skrifar 21. september 2024 21:03 Snorri Einarsson er yfirlæknir hjá Livio. Vísir/Einar Mikil eftirspurn ríkir hér á landi eftir sæði að sögn yfirlæknis hjá Livio. Skyldleiki sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæðið er ekki kannaður. Nýlega auglýsti frjósemisfyrirtækið Livio eftir íslenskum sæðisgjöfum. Karlmenn á aldrinum 23 til 45 geta sótt um og fara í gegnum umsóknarferli. Þeir sem sækja um fá ítarlega heilsufarsskoðun þar sem skimað er fyrir erfðasjúkdómum og smitsjúkdómum. Þá mega sæðisgjafar til að mynda ekki neita nikótíns í óhóflegu magni. „Það verða rosaleg afföll. Það eru margir sem hafa áhuga og vilja hjálpa til. Við erum gríðarlega þakklát fyrir það. En það eru fáir sem komast áfram til að verða sæðisgjafar,“ segir Snorri Einarsson, yfirlæknir hjá Livio. Notuðu áður danskt sæði Áður en Livio hóf að taka við sæði frá íslenskum karlmönnum hafði sæðisgjöf verið notuð hér með dönsku sæði. Það er mikil eftirspurn eftir sæði. „Bæði eru sjúkdómar sem valda því að það er ekki framleitt sæði, það eru pör þar sem sæðisaðila er hjá hvorugum aðilanum og stakar konur sömuleiðis. Það þarf á sæði að halda svo það geti orðið til barn,“ segir Snorri. Íslenska sæðið er notað bæði hérlendis og erlendis en Livio er stór norræn samsteypa. Fyrir hverja gjöf fá karlmenn sjö þúsund og fimm hundruð krónur. „Það getur hver gjafi ákveðið sjálfur hvort hann vilji að gjöf fari fram á Íslandi eða eingöngu erlendis. Þannig við spyrjum gjafana um það. Sumum finnst það óþægileg tilhugsun. Við bara skiljum og virðum það. Þá getur sæðisgjöf eingöngu farið fram erlendis,“ segir Snorri. Kanna sjálf ekki skyldleika Kannið þið eitthvað skyldleika sæðisgjafa og þess sem þiggur sæðið? „Við hvetjum gjafana til að segja sínum nánustu frá því að þeir séu gjafar. Þannig það sé uppi á borðinu gagnvart þeirra nánustu. Þannig að ekki verði eitthvað svona slys eins og þú gefur í skyn. Að öðru leyti gerum við það ekki enda á það ekki að þurfa. Læknisfræðin segir að það sé ekki þörf á því,“ segir Snorri. Frjósemi Heilbrigðismál Börn og uppeldi Tækni Fjölskyldumál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Nýlega auglýsti frjósemisfyrirtækið Livio eftir íslenskum sæðisgjöfum. Karlmenn á aldrinum 23 til 45 geta sótt um og fara í gegnum umsóknarferli. Þeir sem sækja um fá ítarlega heilsufarsskoðun þar sem skimað er fyrir erfðasjúkdómum og smitsjúkdómum. Þá mega sæðisgjafar til að mynda ekki neita nikótíns í óhóflegu magni. „Það verða rosaleg afföll. Það eru margir sem hafa áhuga og vilja hjálpa til. Við erum gríðarlega þakklát fyrir það. En það eru fáir sem komast áfram til að verða sæðisgjafar,“ segir Snorri Einarsson, yfirlæknir hjá Livio. Notuðu áður danskt sæði Áður en Livio hóf að taka við sæði frá íslenskum karlmönnum hafði sæðisgjöf verið notuð hér með dönsku sæði. Það er mikil eftirspurn eftir sæði. „Bæði eru sjúkdómar sem valda því að það er ekki framleitt sæði, það eru pör þar sem sæðisaðila er hjá hvorugum aðilanum og stakar konur sömuleiðis. Það þarf á sæði að halda svo það geti orðið til barn,“ segir Snorri. Íslenska sæðið er notað bæði hérlendis og erlendis en Livio er stór norræn samsteypa. Fyrir hverja gjöf fá karlmenn sjö þúsund og fimm hundruð krónur. „Það getur hver gjafi ákveðið sjálfur hvort hann vilji að gjöf fari fram á Íslandi eða eingöngu erlendis. Þannig við spyrjum gjafana um það. Sumum finnst það óþægileg tilhugsun. Við bara skiljum og virðum það. Þá getur sæðisgjöf eingöngu farið fram erlendis,“ segir Snorri. Kanna sjálf ekki skyldleika Kannið þið eitthvað skyldleika sæðisgjafa og þess sem þiggur sæðið? „Við hvetjum gjafana til að segja sínum nánustu frá því að þeir séu gjafar. Þannig það sé uppi á borðinu gagnvart þeirra nánustu. Þannig að ekki verði eitthvað svona slys eins og þú gefur í skyn. Að öðru leyti gerum við það ekki enda á það ekki að þurfa. Læknisfræðin segir að það sé ekki þörf á því,“ segir Snorri.
Frjósemi Heilbrigðismál Börn og uppeldi Tækni Fjölskyldumál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira