Lýðheilsa bætt um 64 milljarða Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 21. september 2024 08:00 Í vikunni var uppfærður sögulegur samgöngusáttmáli samþykktur í borgarstjórn Reykjavíkur. Svo ánægjulega vill til að þetta var gert í evrópsku samgönguvikunni. Samgöngusáttmáli sveitarstjórnanna á höfuðborgarsvæðinu og ríkisvaldsins er sannkallað tímamótasamkomulag. Samkomulagið er stærra en Reykjavík, stærra en höfuðborgarsvæðið, stærra en stjórnmálaflokkar því það er samkomulag um sameiginlega framtíðarsýn og framkvæmdaáætlun. Samfylkingin í Reykjavík lagði grunn að hjólaborginni Hlutirnir gerast yfirleitt ekki af sjálfu sér. Síðustu þrjú kjörtímabil hefur Samfylkingin í Reykjavík leitt stefnumótandi vinnu við að skapa lífsgæðaborg og byggja upp innviði fyrir fjölbreytta, vistvæna ferðamáta. Fyrst með hjólreiðaáætlun 2015-2020 og svo núgildandi hjólreiðaáætlun 2021-2025 sem unnið er eftir. Þessi ákvörðun hefur ýtt undir algera umbreytingu á ferðavenjum borgarbúa eftir mikla uppbyggingu á innviðum hjólastíga. Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, Hjálmar Sveinsson, var nefndur níðnöfnum fyrir staðfestu sína í fjölmiðlum. Margir sögðu í hæðnistóni, að enginn vildi hjóla, þetta væri sóun enda vildi fólk ferðast með bílum en ekki hjólum. Raunin varð önnur, sem betur fer. Lagðir hafa verið 43 km af hjólastígum undanfarinn áratug. 500 milljónir króna eru settir árlega í lagningu nýrra hjólastíga. Það er enginn vafi á því með pólitísku hugrekki meirhlutans árið 2010 var ekki bara lagður grunnur að hjólaneti innan borgarinnar heldur líka stofnneti stíga milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu með undirritun Samgöngusáttmálans árið 2019. Hlutdeild hjólreiða úr 2% í 7% Frá því fyrsta hjólreiðaáætlun Reykjavíkur var samþykkt árið 2010 hefur hlutdeild hjólreiða í öllum ferðum aukist úr 2% í 7%. Sú áætlun lagði grunn að byltingu sem hefur orðið í notkun hjóla í ferðum í borginni, meðal annars með því að margfalda lengd hjólastíga en markmið í hjólreiðaáætlun er hlutdeild aukist í 10%. Um sístækkandi hóp er að ræða sem gerir kröfur um öryggi, þjónustu og sýnileika, er kominn með sterka rödd og brýnt að á hana sé hlustað. Í ferðavenjukönnun sem Reykjavíkurborg fékk Maskínu til að gera í júní 2021 kom fram að um 40% þeirra sem aka til vinnu í dag hefðu viljað velja aðra samgöngumáta. Í uppfærslu samgöngusáttmálans sést að þarna hlustuðu stjórnmálin á þarfir þegna sinna. Lítið hefur farið fyrir því í fjölmiðlum hversu mikilvægt er að 13% af fjárfestingu uppfærðs samgöngusáttmála er áætlaður í uppbyggingu 80 km af nýjum hjóla- og göngustígum. Það er auðvitað liður í því að koma til móts við þessi 40% sem vilja gjarnan ferðast með öðru en einkabíl sem fyrsta valkost. Íbúar vilja hafa val. Valið hefur fram til þessa verið mjög takmarkað. Það er sem betur að breytast þessi misserin. Lýðheilsa bætt um 64 milljarða Í ábatagreiningu, sem gerð samhliða uppfærslu sáttmálanns, var metið til fjárs heilsufarslegur og samfélagslegur ábati af verkefninu. Í vinnunni var skoðað hvaða fjárhagslegi ávinningur verður til vegna aukinnar hreyfingar fólks í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Áætlaður heilsufarsábati vegna aukinna hjólreiða á höfuðborgarsvæðinu er um 40 milljarðar króna og ábati vegna fjölgunar þeirra vegfarenda sem ganga til og frá biðstöðvum almenningssamgangna og áfangastaða sinna er áætlaður um 24 milljarðar króna hvort tveggja yfir 50 ára tímabil. Ávinningurinn felst fyrst og fremst í lækkandi tíðni sjúkdóma á borð við sykursýki, hjarta og æðasjúkdóma. Eittþúsund, eitt hundrað og fjörtíu milljarðar króna í samfélagslegan ávinning Heildar samfélagslegur ábati þegar allt reiknast til eru eitt þúsund, eitt hundrað og fjörtíu milljarðar króna yfir 50 ára tímabil. Þá er allt tekið til, tímasparnaður í bíla- umferð og í almenningssamgöngum en íbúar og gestir höfuðborgarsvæðisins, vegfarendur njóta ávinnings í formi styttri ferðatíma, minni tafa ásamt bættri líkamlegri og andlegri heilsu. Þetta er svo há tala að það þarf að búta hana niður í stærðir sem eru skiljanlegri eins og rekstrargjöld fyrir Skóla og frístundasvið í ár er áætlað 78 milljarða króna á meðan áætluð útgjöld til Landspítalans í fjárlagafrumvarpinu eru 100 milljarðar. Þannig væri hægt að reka Landspítalann í 11 ár fyrir samfélagslegan ábáta af heildar framkvæmdinni. Atkvæði gegn sáttmálanum er atkvæði gegn almannahagsmunum Atkvæði gegn sáttmálanum er atkvæði gegn almannahagsmunum, atkvæði gegn meiri lífsgæðum, atkvæði gegn hreinni loftgæðum, atkvæði gegn bættari lífskjörum og síðast en ekki síst atkvæði gegn betri lýðheilsu. Mögum íbúum í borginni svíður neikvæð umræða vissra borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í garð sáttmálans enda skiptir lífsgæðaborgin þá miklu máli. Fólki þykir vænt um borgina sína, það vill hafa val um ferðamáta, hvort það gengur, hjólar, tekur strætó, hoppar upp í Borgalínu, deilibíl eða einkabíl. Það vill tryggja komandi kynslóðum góð lífsgæði. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Sara Björg Sigurðardóttir Mest lesið Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Sjá meira
Í vikunni var uppfærður sögulegur samgöngusáttmáli samþykktur í borgarstjórn Reykjavíkur. Svo ánægjulega vill til að þetta var gert í evrópsku samgönguvikunni. Samgöngusáttmáli sveitarstjórnanna á höfuðborgarsvæðinu og ríkisvaldsins er sannkallað tímamótasamkomulag. Samkomulagið er stærra en Reykjavík, stærra en höfuðborgarsvæðið, stærra en stjórnmálaflokkar því það er samkomulag um sameiginlega framtíðarsýn og framkvæmdaáætlun. Samfylkingin í Reykjavík lagði grunn að hjólaborginni Hlutirnir gerast yfirleitt ekki af sjálfu sér. Síðustu þrjú kjörtímabil hefur Samfylkingin í Reykjavík leitt stefnumótandi vinnu við að skapa lífsgæðaborg og byggja upp innviði fyrir fjölbreytta, vistvæna ferðamáta. Fyrst með hjólreiðaáætlun 2015-2020 og svo núgildandi hjólreiðaáætlun 2021-2025 sem unnið er eftir. Þessi ákvörðun hefur ýtt undir algera umbreytingu á ferðavenjum borgarbúa eftir mikla uppbyggingu á innviðum hjólastíga. Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, Hjálmar Sveinsson, var nefndur níðnöfnum fyrir staðfestu sína í fjölmiðlum. Margir sögðu í hæðnistóni, að enginn vildi hjóla, þetta væri sóun enda vildi fólk ferðast með bílum en ekki hjólum. Raunin varð önnur, sem betur fer. Lagðir hafa verið 43 km af hjólastígum undanfarinn áratug. 500 milljónir króna eru settir árlega í lagningu nýrra hjólastíga. Það er enginn vafi á því með pólitísku hugrekki meirhlutans árið 2010 var ekki bara lagður grunnur að hjólaneti innan borgarinnar heldur líka stofnneti stíga milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu með undirritun Samgöngusáttmálans árið 2019. Hlutdeild hjólreiða úr 2% í 7% Frá því fyrsta hjólreiðaáætlun Reykjavíkur var samþykkt árið 2010 hefur hlutdeild hjólreiða í öllum ferðum aukist úr 2% í 7%. Sú áætlun lagði grunn að byltingu sem hefur orðið í notkun hjóla í ferðum í borginni, meðal annars með því að margfalda lengd hjólastíga en markmið í hjólreiðaáætlun er hlutdeild aukist í 10%. Um sístækkandi hóp er að ræða sem gerir kröfur um öryggi, þjónustu og sýnileika, er kominn með sterka rödd og brýnt að á hana sé hlustað. Í ferðavenjukönnun sem Reykjavíkurborg fékk Maskínu til að gera í júní 2021 kom fram að um 40% þeirra sem aka til vinnu í dag hefðu viljað velja aðra samgöngumáta. Í uppfærslu samgöngusáttmálans sést að þarna hlustuðu stjórnmálin á þarfir þegna sinna. Lítið hefur farið fyrir því í fjölmiðlum hversu mikilvægt er að 13% af fjárfestingu uppfærðs samgöngusáttmála er áætlaður í uppbyggingu 80 km af nýjum hjóla- og göngustígum. Það er auðvitað liður í því að koma til móts við þessi 40% sem vilja gjarnan ferðast með öðru en einkabíl sem fyrsta valkost. Íbúar vilja hafa val. Valið hefur fram til þessa verið mjög takmarkað. Það er sem betur að breytast þessi misserin. Lýðheilsa bætt um 64 milljarða Í ábatagreiningu, sem gerð samhliða uppfærslu sáttmálanns, var metið til fjárs heilsufarslegur og samfélagslegur ábati af verkefninu. Í vinnunni var skoðað hvaða fjárhagslegi ávinningur verður til vegna aukinnar hreyfingar fólks í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Áætlaður heilsufarsábati vegna aukinna hjólreiða á höfuðborgarsvæðinu er um 40 milljarðar króna og ábati vegna fjölgunar þeirra vegfarenda sem ganga til og frá biðstöðvum almenningssamgangna og áfangastaða sinna er áætlaður um 24 milljarðar króna hvort tveggja yfir 50 ára tímabil. Ávinningurinn felst fyrst og fremst í lækkandi tíðni sjúkdóma á borð við sykursýki, hjarta og æðasjúkdóma. Eittþúsund, eitt hundrað og fjörtíu milljarðar króna í samfélagslegan ávinning Heildar samfélagslegur ábati þegar allt reiknast til eru eitt þúsund, eitt hundrað og fjörtíu milljarðar króna yfir 50 ára tímabil. Þá er allt tekið til, tímasparnaður í bíla- umferð og í almenningssamgöngum en íbúar og gestir höfuðborgarsvæðisins, vegfarendur njóta ávinnings í formi styttri ferðatíma, minni tafa ásamt bættri líkamlegri og andlegri heilsu. Þetta er svo há tala að það þarf að búta hana niður í stærðir sem eru skiljanlegri eins og rekstrargjöld fyrir Skóla og frístundasvið í ár er áætlað 78 milljarða króna á meðan áætluð útgjöld til Landspítalans í fjárlagafrumvarpinu eru 100 milljarðar. Þannig væri hægt að reka Landspítalann í 11 ár fyrir samfélagslegan ábáta af heildar framkvæmdinni. Atkvæði gegn sáttmálanum er atkvæði gegn almannahagsmunum Atkvæði gegn sáttmálanum er atkvæði gegn almannahagsmunum, atkvæði gegn meiri lífsgæðum, atkvæði gegn hreinni loftgæðum, atkvæði gegn bættari lífskjörum og síðast en ekki síst atkvæði gegn betri lýðheilsu. Mögum íbúum í borginni svíður neikvæð umræða vissra borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í garð sáttmálans enda skiptir lífsgæðaborgin þá miklu máli. Fólki þykir vænt um borgina sína, það vill hafa val um ferðamáta, hvort það gengur, hjólar, tekur strætó, hoppar upp í Borgalínu, deilibíl eða einkabíl. Það vill tryggja komandi kynslóðum góð lífsgæði. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun