Heimsmeistaranum refsað fyrir notkun blótsyrðis Aron Guðmundsson skrifar 20. september 2024 21:32 Max Verstappen, ökumaður Formúlu 1 liðs Red Bull Racing Vísir/Getty Ríkjandi heimsmeistari ökuþóra í Formúlu 1, Hollendingurinn Max Verstappen hjá Red Bull Racing, mun þurfa að sinna samfélagsþjónustu eftir að hafa blótað á blaðamannafundi mótaraðarinnar fyrir keppnishelgi Formúlu 1 í Singapúr sem er nú hafin. Málið var tekið fyrir hjá dómurum Formúlu 1 í kjölfar umrædds blaðamannafundar í gær þar sem að Verstappen var dæmdur brotlegur gegn háttvísireglum Formúlu 1 fyrir blótsyrðið sem hann notaði samhliða lýsingu sinni á frammistöðu bíls Red Bull Racing um síðustu keppnishelgi í Azerbaíjan. Verstappen hefur beðist afsökunar á hegðun sinni en bar fyrir sig að hann notaði umrætt orð í hefðbundu daglegu máli og að hann hafi tekið það upp samhliða því sem hann lærði ensku og ber þess að geta að enska er ekki móðurmál hans. Hvaða samfélagsþjónustu Verstappen, sem stendur í ströngu þessa dagana í baráttunni um heimsmeistaratitil ökuþóra í Formúlu 1, mun þurfa að gegna hefur ekki verið ákveðið. En það verður gert í samráði við íþróttamálaráðherra Alþjóða akstursíþróttasambandsins. Akstursíþróttir Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Málið var tekið fyrir hjá dómurum Formúlu 1 í kjölfar umrædds blaðamannafundar í gær þar sem að Verstappen var dæmdur brotlegur gegn háttvísireglum Formúlu 1 fyrir blótsyrðið sem hann notaði samhliða lýsingu sinni á frammistöðu bíls Red Bull Racing um síðustu keppnishelgi í Azerbaíjan. Verstappen hefur beðist afsökunar á hegðun sinni en bar fyrir sig að hann notaði umrætt orð í hefðbundu daglegu máli og að hann hafi tekið það upp samhliða því sem hann lærði ensku og ber þess að geta að enska er ekki móðurmál hans. Hvaða samfélagsþjónustu Verstappen, sem stendur í ströngu þessa dagana í baráttunni um heimsmeistaratitil ökuþóra í Formúlu 1, mun þurfa að gegna hefur ekki verið ákveðið. En það verður gert í samráði við íþróttamálaráðherra Alþjóða akstursíþróttasambandsins.
Akstursíþróttir Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira