Felldu marga leiðtoga Hezbollah í einni árás Samúel Karl Ólason skrifar 20. september 2024 16:52 Margir eru sagðir liggja í valnum eftir loftárás á fjölbýlishús í Beirút í morgun. Ísraelar segja háttsetta meðlimi Hezbollah hafa fundað undir húsinu. AP/Bilal Hussein Talsmaður Ísraelshers segir að þó nokkrir af háttsettum leiðtogum Hezbollah-samtakanna hafi verið felldir í loftárás í Beirút í dag. Helsta skotmark árásarinnar var Ibrahim Aqil, einn af æðstu leiðtogum samtakanna sem sagður var hafa leitt hernaðararm Hezbollah eftir að fyrrverandi leiðtogi þessa arms var ráðinn af dögum í júlí. Þar að auki leiddi hann hinar svokölluðu Radwan-sveitir Hezbollah, sem eru nokkurs konar sérsveitir samtakanna. Ísraelar segja að ásamt Aqil hafi að minnsta kosti tíu af æðstu meðlimum Radwan-sveitanna fallið. Forsvarsmenn hersins halda því fram að mennirnir hafi verið á fundi um að mögulegar árásir á byggðir í Ísrael þegar nokkrum sprengjum var varpað á fjölbýlishús sem mennirnir eru sagðir hafa verið í. Aqil var einnig eftirlýstur í Bandaríkjunum fyrir aðkomu hans að árás á sendiráð Bandaríkjanna í Beirút og mannskæðri sprengjuárás í bragga bandarískra landgönguliða í Beirút en báðar árásirnar voru gerðar árið 1983. Sjá einnig: Felldu einn af leiðtogum Hezbollah Daniel Hagari, talsmaður ísraelska hersins, segir að áðurnefndur fundur hafi farið fram undir fjölbýlishúsinu sem loftárásin var gerð á í dag. Ísraelski miðillinn Haaretz sagði frá því að Aqil hafi verið útskráður af sjúkrahúsi í morgun, eftir að hann særðist þegar símboðar Hezbollah sprungu í loft upp fyrr í vikunni. Heilbrigðisráðuneyti Líbanon segir að minnsta kosti níu hafa fallið í árásinni og að nærri því sextíu séu særðir, samkvæmt AP fréttaveitunni. Eftir árásina í morgun skutu meðlimir Hezbollah fjölmörgum eldflaugum að Ísrael. Gífurlega spenna er nú á landamærum Ísraels og Líbanon, þar sem árásum á báða bóga hefur farið fjölgandi. Hezbollah hófu árásir með eldflaugum og drónum upprunalega þann 8. október og hafa Ísraelar gert fjölmargar loft- og stórskotaliðsárásir yfir landamærin. Spennan náði svo nýjum hæðum á dögunum þegar þúsundir símboða í eigu vígamanna Hezbollah sprungu í loft upp. Ísraelar hófu svo í gær umfangsmiklar árásir í suðurhluta Líbanon. Sjá einnig: Hafa séð Hezbollah fyrir símboðum í tvö ár Ráðamenn í Ísrael hafa talað um nýjan „áfanga“ í stríðinu og hefur verið deilt um það hvort herinn eigi að gera innrás í suðurhluta Líbanon. Einn talsmanna Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, sagði í dag að enn væri verið að leita friðsamlegra lausna á deilunni. Blaðamður Axios hefur þó eftir ónafngreindum ísraelskum embættismanni að þar á bæ sé talið að ekki sé lengur hægt að finna friðsama lausn. Þess í stað hafi verið ákveðið að engin vetlingatök dugi lengur til og árásum á samtökin fjölgað. Líbanon Ísrael Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Ísraelar gera umfangsmiklar loftárásir á skotmörk í Líbanon Herþotur Ísraelshers gerðu árásir á fjölda skotmarka í suðurhluta Líbanon í gærkvöldi, aðeins klukkustundum eftir að Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, hét hefndum fyrir sprengingar símboða og talstöðva liðsmanna samtakanna. 20. september 2024 06:37 Gera umfangsmiklar árásir í Líbanon Forvarsmenn ísraelska hersins hafa tilkynnt nýjar árásir gegn Hezbollah-samtökunum í suðurhluta Líbanon. Formaður herforingjaráðs Ísraels segist hafa samþykkt aðgerðaáætlun fyrir herinn í norðurhluta Ísrael. 19. september 2024 14:03 Talstöðvar springa einnig í Beirút Degi eftir að fjölmargir símboðar í notkun meðal meðlima Hezbollah-samtakanna í Líbanon og Sýrlandi sprungu, gerðist það sama með talstöðvar þeirra. Sprengingar hafa átt sér stað víðsvegar um Beirút og annarsstaðar í Líbanon. 18. september 2024 14:37 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Þar að auki leiddi hann hinar svokölluðu Radwan-sveitir Hezbollah, sem eru nokkurs konar sérsveitir samtakanna. Ísraelar segja að ásamt Aqil hafi að minnsta kosti tíu af æðstu meðlimum Radwan-sveitanna fallið. Forsvarsmenn hersins halda því fram að mennirnir hafi verið á fundi um að mögulegar árásir á byggðir í Ísrael þegar nokkrum sprengjum var varpað á fjölbýlishús sem mennirnir eru sagðir hafa verið í. Aqil var einnig eftirlýstur í Bandaríkjunum fyrir aðkomu hans að árás á sendiráð Bandaríkjanna í Beirút og mannskæðri sprengjuárás í bragga bandarískra landgönguliða í Beirút en báðar árásirnar voru gerðar árið 1983. Sjá einnig: Felldu einn af leiðtogum Hezbollah Daniel Hagari, talsmaður ísraelska hersins, segir að áðurnefndur fundur hafi farið fram undir fjölbýlishúsinu sem loftárásin var gerð á í dag. Ísraelski miðillinn Haaretz sagði frá því að Aqil hafi verið útskráður af sjúkrahúsi í morgun, eftir að hann særðist þegar símboðar Hezbollah sprungu í loft upp fyrr í vikunni. Heilbrigðisráðuneyti Líbanon segir að minnsta kosti níu hafa fallið í árásinni og að nærri því sextíu séu særðir, samkvæmt AP fréttaveitunni. Eftir árásina í morgun skutu meðlimir Hezbollah fjölmörgum eldflaugum að Ísrael. Gífurlega spenna er nú á landamærum Ísraels og Líbanon, þar sem árásum á báða bóga hefur farið fjölgandi. Hezbollah hófu árásir með eldflaugum og drónum upprunalega þann 8. október og hafa Ísraelar gert fjölmargar loft- og stórskotaliðsárásir yfir landamærin. Spennan náði svo nýjum hæðum á dögunum þegar þúsundir símboða í eigu vígamanna Hezbollah sprungu í loft upp. Ísraelar hófu svo í gær umfangsmiklar árásir í suðurhluta Líbanon. Sjá einnig: Hafa séð Hezbollah fyrir símboðum í tvö ár Ráðamenn í Ísrael hafa talað um nýjan „áfanga“ í stríðinu og hefur verið deilt um það hvort herinn eigi að gera innrás í suðurhluta Líbanon. Einn talsmanna Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, sagði í dag að enn væri verið að leita friðsamlegra lausna á deilunni. Blaðamður Axios hefur þó eftir ónafngreindum ísraelskum embættismanni að þar á bæ sé talið að ekki sé lengur hægt að finna friðsama lausn. Þess í stað hafi verið ákveðið að engin vetlingatök dugi lengur til og árásum á samtökin fjölgað.
Líbanon Ísrael Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Ísraelar gera umfangsmiklar loftárásir á skotmörk í Líbanon Herþotur Ísraelshers gerðu árásir á fjölda skotmarka í suðurhluta Líbanon í gærkvöldi, aðeins klukkustundum eftir að Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, hét hefndum fyrir sprengingar símboða og talstöðva liðsmanna samtakanna. 20. september 2024 06:37 Gera umfangsmiklar árásir í Líbanon Forvarsmenn ísraelska hersins hafa tilkynnt nýjar árásir gegn Hezbollah-samtökunum í suðurhluta Líbanon. Formaður herforingjaráðs Ísraels segist hafa samþykkt aðgerðaáætlun fyrir herinn í norðurhluta Ísrael. 19. september 2024 14:03 Talstöðvar springa einnig í Beirút Degi eftir að fjölmargir símboðar í notkun meðal meðlima Hezbollah-samtakanna í Líbanon og Sýrlandi sprungu, gerðist það sama með talstöðvar þeirra. Sprengingar hafa átt sér stað víðsvegar um Beirút og annarsstaðar í Líbanon. 18. september 2024 14:37 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Ísraelar gera umfangsmiklar loftárásir á skotmörk í Líbanon Herþotur Ísraelshers gerðu árásir á fjölda skotmarka í suðurhluta Líbanon í gærkvöldi, aðeins klukkustundum eftir að Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, hét hefndum fyrir sprengingar símboða og talstöðva liðsmanna samtakanna. 20. september 2024 06:37
Gera umfangsmiklar árásir í Líbanon Forvarsmenn ísraelska hersins hafa tilkynnt nýjar árásir gegn Hezbollah-samtökunum í suðurhluta Líbanon. Formaður herforingjaráðs Ísraels segist hafa samþykkt aðgerðaáætlun fyrir herinn í norðurhluta Ísrael. 19. september 2024 14:03
Talstöðvar springa einnig í Beirút Degi eftir að fjölmargir símboðar í notkun meðal meðlima Hezbollah-samtakanna í Líbanon og Sýrlandi sprungu, gerðist það sama með talstöðvar þeirra. Sprengingar hafa átt sér stað víðsvegar um Beirút og annarsstaðar í Líbanon. 18. september 2024 14:37