Varhugaverð þróun í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson og Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifa 20. september 2024 13:31 Alþýðusamband Íslands (ASÍ) hefur verulegar áhyggjur af þróun leikskólamála í nokkrum sveitarfélögum hér á landi. Þróunin hefur einkennst af hagræðingu sem bitnar á þjónustu við foreldra á vinnumarkaði, t.d. með hvötum til styttri dagvistunar, færri opnunardögum og hærra gjaldi fyrir foreldra sem reiða sig á fullan leikskóladag fyrir börnin sín. Í raun má tala um kjaraskerðingu launafólks í þessu samhengi. ASÍ telur að rýna þurfi gaumgæfilega í afleiðingar slíkrar þróunar; ekki síst út frá kynja- og stéttasjónarmiði. Reynslan kennir að iðulega hafa slíkar breytingar afleiðingar sem ýmist eru ekki sýnilegar eða stjórnmálafólk kýs að horfa fram hjá. Því er full ástæða til að láta yfirborðslega skoðun aldrei nægja þegar valdhafar ákveða breytingar sem varða hagsmuni almennings. Niðurskurðarstefna og lúmskar afleiðingar hennar Því skal haldið til haga að breytingarnar eru viðbragð við áratuga langri vanfjármögnun leikskólakerfisins sem bitnað hefur á kjörum og aðbúnaði starfsfólks. Þegar leikskólunum er svo lengi þröngur stakkur sniðinn virðist eina úrræðið til bættra starfsaðstæðna sú að stytta leikskóladaginn því borin von sé að fá aukið fjármagn. Það er gömul saga og ný að þegar grunninnviðir eru vanfjármagnaðir til lengri tíma virðist eina lausnin sú að einkavæða, draga úr gæðum eða skerða þjónustu. Þetta sjáum við glögglega í íslenska heilbrigðiskerfinu nú um stundir sem haldið hefur verið í fjársvelti til að greiða fyrir einkavæðingu innan þess. Nýlegar breytingar miða að því að færri börn séu í leikskólum á sama tíma til að draga úr álagi á starfsfólk. Slíkt veldur óhjákvæmilega auknu álagi á foreldra og fjölskyldur sem annað hvort hlaupa hraðar eða minnka við sig vinnu. Þannig er velferð starfsfólks í leikskólum annars vegar og foreldra hins vegar stillt upp andspænis hvort öðru. Nær væri að kalla stjórnvöld til ábyrðar og krefjast viðunandi fjármögnunar leikskóla, sem augljóslega heyra til grunninnviða samfélagsins. Kópavogsmódelið Kópavogsmódelið svokallaða er eitt skýrasta dæmi þessarar þróunar en svo kallast breytt stefna og ný nálgun í leikskólamálum bæjarins. Síðastliðið haust innleiddi Kópavogsbær breytingar sem fólust í því að sex klukkustunda leikskóladvöl var gerð gjaldfrjáls. Samhliða gjaldskrárbreytingum var þjónustan skert með fjölgun svokallaðra skráningadaga. Á móti hækkaði gjald þeirra foreldra sem þurftu á lengri vistun barna að halda. Forsvarsfólk Kópavogsbæjar og fjöldi leikskólastjóra og starfsfólks leikskóla í Kópavogi hafa lýst yfir ánægju sinni með fyrirkomulagið. Kópavogsbær státar sig af góðri útkomu; þriðjungur foreldra hafi stytt dvalartíma barna og fimmtungur nýti sér gjaldfrjálsa þjónustu, hlutfall sem var 2% fyrir breytingar. Á þennan veg hafi vinnuaðstæður starfsfólks batnað. Gildrurnar - kynjajafnrétti og jöfnuður Á Íslandi er há atvinnuþátttaka í alþjóðlegum samanburði, sér í lagi atvinnuþátttaka kvenna, sem stendur undir góðum lífskjörum hér á landi. Leikskólarnir hafa gegnt lykilhlutverki í því að gefa báðum foreldrum færi á að vinna utan heimilis og jafnan hefur verið lögð mikil áhersla á að þeir séu öllum aðgengilegir, óháð uppruna og efnahagsstöðu. Ætla má að hluti þeirra sem nýta sér gjaldfrjálsa leikskóla í Kópavogi sé há- og millitekjufólk, með gott bakland og sveigjanlegan vinnutíma. Annar hópur sem líklegt er að nýti gjaldfrjálsu styttinguna eru foreldrar sem munar um hækkanir á leikskólagjöldum og taka ákvörðun um að minnka við sig í vinnu. Reynslan sýnir svo ekki verður um villst að í slíkum tilvikum kemur oftast í hlut kvenna að bregðast við breyttum fjölskylduaðstæðum með minni atvinnuþátttöku. Hvað atvinnuþátttökuna varðar ber að hafa í huga að nú þegar er tæplega þriðjungur kvenna á Íslandi í hlutastörfum. Samkvæmt niðurstöðum Vörðu, rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, er helsta ástæðan fyrir skertu starfshlutfalli samræming fjölskyldu- og atvinnulífs. Leiða má að því líkur að Kópavogsmódelið verði til þess að konum í hlutastörfum fjölgi þar sem kröfur til þeirra tengdar samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs munu vaxa. Ákvörðun Kópavogsbæjar mun því skerða enn frekar fjárhagslegt sjálfstæði kvenna og hefta framþróun þeirra á vinnumarkaði. Loks er ónefndur sá hópur fólks sem ekki hefur möguleika á að stytta vinnudaginn, t.d. vegna lítils sveigjanleika í vinnu og skorts á baklandi. Gjaldskrárhækkanir og skert þjónusta í formi skráningadaga koma því af fullum þunga niður á þessu fólki. Í þessum hópi er láglauna- og verkafólk, fullvinnandi einstæðir foreldrar og fjölskyldur með veikt bakland. Brýnt er að nefna innflytjendur í þessu samhengi en atvinnuþátttaka þeirra er meiri en innfæddra á íslenskum vinnumarkaði auk þess sem þau hafa minna bakland, eðli málsins samkvæmt. Dulbúinn gjaldfrjáls leikskóli ASÍ gagnrýnir að ráðist sé í grundvallarbreytingar á grunninnviðum án þess að kafað sé í afleiðingar þeirra í víðum samfélagslegum skilningi. ASÍ gagnrýnir einnig að slík umskipti, sem varða sjálfan samfélagssáttmálann um rekstur leikskóla á forsendum jöfnuðar og kynjajafnréttis, séu framkvæmd án viðeigandi greininga á afleiðingum þeirra. Að lágmarki hefði Kópavogsbær átt að vinna jafnréttismat á slíkum breytingum, sem látið var ógert. ASÍ lítur það alvarlegum augum að slík kjaraskerðing vinnandi foreldra sé dulbúin sem „gjaldfrjáls" leikskóli, þegar slíkt stendur aðeins takmörkuðum hóp til boða með ófyrirséðum jafnréttisáhrifum. ASÍ hafnar því að linsa niðurskurðastefnu stýri þróun slíkra innviða. Ákall leikskólastarfsfólks um bættar starfsaðstæður og kjör er augljóslega réttmætt og um mikilvægi framlags þeirra til samfélagsins verður aldrei efast. Það framlag á að virða starfsfólki til launa og bætts aðbúnaðar í stað niðurskurðar og minni þjónustu við börn og foreldra. Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍGuðrún Margrét Guðmundsdóttir, jafnréttisfulltrúi ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson ASÍ Leikskólar Skóla- og menntamál Jafnréttismál Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Sjá meira
Alþýðusamband Íslands (ASÍ) hefur verulegar áhyggjur af þróun leikskólamála í nokkrum sveitarfélögum hér á landi. Þróunin hefur einkennst af hagræðingu sem bitnar á þjónustu við foreldra á vinnumarkaði, t.d. með hvötum til styttri dagvistunar, færri opnunardögum og hærra gjaldi fyrir foreldra sem reiða sig á fullan leikskóladag fyrir börnin sín. Í raun má tala um kjaraskerðingu launafólks í þessu samhengi. ASÍ telur að rýna þurfi gaumgæfilega í afleiðingar slíkrar þróunar; ekki síst út frá kynja- og stéttasjónarmiði. Reynslan kennir að iðulega hafa slíkar breytingar afleiðingar sem ýmist eru ekki sýnilegar eða stjórnmálafólk kýs að horfa fram hjá. Því er full ástæða til að láta yfirborðslega skoðun aldrei nægja þegar valdhafar ákveða breytingar sem varða hagsmuni almennings. Niðurskurðarstefna og lúmskar afleiðingar hennar Því skal haldið til haga að breytingarnar eru viðbragð við áratuga langri vanfjármögnun leikskólakerfisins sem bitnað hefur á kjörum og aðbúnaði starfsfólks. Þegar leikskólunum er svo lengi þröngur stakkur sniðinn virðist eina úrræðið til bættra starfsaðstæðna sú að stytta leikskóladaginn því borin von sé að fá aukið fjármagn. Það er gömul saga og ný að þegar grunninnviðir eru vanfjármagnaðir til lengri tíma virðist eina lausnin sú að einkavæða, draga úr gæðum eða skerða þjónustu. Þetta sjáum við glögglega í íslenska heilbrigðiskerfinu nú um stundir sem haldið hefur verið í fjársvelti til að greiða fyrir einkavæðingu innan þess. Nýlegar breytingar miða að því að færri börn séu í leikskólum á sama tíma til að draga úr álagi á starfsfólk. Slíkt veldur óhjákvæmilega auknu álagi á foreldra og fjölskyldur sem annað hvort hlaupa hraðar eða minnka við sig vinnu. Þannig er velferð starfsfólks í leikskólum annars vegar og foreldra hins vegar stillt upp andspænis hvort öðru. Nær væri að kalla stjórnvöld til ábyrðar og krefjast viðunandi fjármögnunar leikskóla, sem augljóslega heyra til grunninnviða samfélagsins. Kópavogsmódelið Kópavogsmódelið svokallaða er eitt skýrasta dæmi þessarar þróunar en svo kallast breytt stefna og ný nálgun í leikskólamálum bæjarins. Síðastliðið haust innleiddi Kópavogsbær breytingar sem fólust í því að sex klukkustunda leikskóladvöl var gerð gjaldfrjáls. Samhliða gjaldskrárbreytingum var þjónustan skert með fjölgun svokallaðra skráningadaga. Á móti hækkaði gjald þeirra foreldra sem þurftu á lengri vistun barna að halda. Forsvarsfólk Kópavogsbæjar og fjöldi leikskólastjóra og starfsfólks leikskóla í Kópavogi hafa lýst yfir ánægju sinni með fyrirkomulagið. Kópavogsbær státar sig af góðri útkomu; þriðjungur foreldra hafi stytt dvalartíma barna og fimmtungur nýti sér gjaldfrjálsa þjónustu, hlutfall sem var 2% fyrir breytingar. Á þennan veg hafi vinnuaðstæður starfsfólks batnað. Gildrurnar - kynjajafnrétti og jöfnuður Á Íslandi er há atvinnuþátttaka í alþjóðlegum samanburði, sér í lagi atvinnuþátttaka kvenna, sem stendur undir góðum lífskjörum hér á landi. Leikskólarnir hafa gegnt lykilhlutverki í því að gefa báðum foreldrum færi á að vinna utan heimilis og jafnan hefur verið lögð mikil áhersla á að þeir séu öllum aðgengilegir, óháð uppruna og efnahagsstöðu. Ætla má að hluti þeirra sem nýta sér gjaldfrjálsa leikskóla í Kópavogi sé há- og millitekjufólk, með gott bakland og sveigjanlegan vinnutíma. Annar hópur sem líklegt er að nýti gjaldfrjálsu styttinguna eru foreldrar sem munar um hækkanir á leikskólagjöldum og taka ákvörðun um að minnka við sig í vinnu. Reynslan sýnir svo ekki verður um villst að í slíkum tilvikum kemur oftast í hlut kvenna að bregðast við breyttum fjölskylduaðstæðum með minni atvinnuþátttöku. Hvað atvinnuþátttökuna varðar ber að hafa í huga að nú þegar er tæplega þriðjungur kvenna á Íslandi í hlutastörfum. Samkvæmt niðurstöðum Vörðu, rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, er helsta ástæðan fyrir skertu starfshlutfalli samræming fjölskyldu- og atvinnulífs. Leiða má að því líkur að Kópavogsmódelið verði til þess að konum í hlutastörfum fjölgi þar sem kröfur til þeirra tengdar samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs munu vaxa. Ákvörðun Kópavogsbæjar mun því skerða enn frekar fjárhagslegt sjálfstæði kvenna og hefta framþróun þeirra á vinnumarkaði. Loks er ónefndur sá hópur fólks sem ekki hefur möguleika á að stytta vinnudaginn, t.d. vegna lítils sveigjanleika í vinnu og skorts á baklandi. Gjaldskrárhækkanir og skert þjónusta í formi skráningadaga koma því af fullum þunga niður á þessu fólki. Í þessum hópi er láglauna- og verkafólk, fullvinnandi einstæðir foreldrar og fjölskyldur með veikt bakland. Brýnt er að nefna innflytjendur í þessu samhengi en atvinnuþátttaka þeirra er meiri en innfæddra á íslenskum vinnumarkaði auk þess sem þau hafa minna bakland, eðli málsins samkvæmt. Dulbúinn gjaldfrjáls leikskóli ASÍ gagnrýnir að ráðist sé í grundvallarbreytingar á grunninnviðum án þess að kafað sé í afleiðingar þeirra í víðum samfélagslegum skilningi. ASÍ gagnrýnir einnig að slík umskipti, sem varða sjálfan samfélagssáttmálann um rekstur leikskóla á forsendum jöfnuðar og kynjajafnréttis, séu framkvæmd án viðeigandi greininga á afleiðingum þeirra. Að lágmarki hefði Kópavogsbær átt að vinna jafnréttismat á slíkum breytingum, sem látið var ógert. ASÍ lítur það alvarlegum augum að slík kjaraskerðing vinnandi foreldra sé dulbúin sem „gjaldfrjáls" leikskóli, þegar slíkt stendur aðeins takmörkuðum hóp til boða með ófyrirséðum jafnréttisáhrifum. ASÍ hafnar því að linsa niðurskurðastefnu stýri þróun slíkra innviða. Ákall leikskólastarfsfólks um bættar starfsaðstæður og kjör er augljóslega réttmætt og um mikilvægi framlags þeirra til samfélagsins verður aldrei efast. Það framlag á að virða starfsfólki til launa og bætts aðbúnaðar í stað niðurskurðar og minni þjónustu við börn og foreldra. Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍGuðrún Margrét Guðmundsdóttir, jafnréttisfulltrúi ASÍ.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun