Hvort er ánægjulegra, kynlíf eða verslunarleiðangur? Gró Einarsdóttir skrifar 23. september 2024 08:32 Hvort er ánægjulegra, kynlíf eða verslunarleiðangur? Kynlíf er skemmtilegra en allt annað. Hér er ekki ég ekki að lýsa minni persónulegu skoðun heldur niðurstöðum úr rannsókn eftir Bryson og MacKerron. Í rannsókninni söfnuðu þeir 3 milljónum svörum við því hvort fólk væri hamingjusamt þessa stundina og hvað það hefði verið að gera á þeim tímapunkti. Byggt á svörunum röðuðu þeir 40 athöfnum í ánægju röð, og þar tróndi kynlíf á toppnum sem ánægjulegasta athöfnin en verslunarleiðangurinn var um miðbik listans, eða í 19 sæti, og telst því hvorki til ánægjulegustu athafnanna né þeirra leiðinlegustu. Með öðrum orðum, það að versla er ekkert spes. Í ljósi þess að nú er Gulur september og við vinnum öll saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum, er mikilvægt að við spyrjum okkur hvort að við séum að velja að gera það sem veitir okkur ánægju? Reynum nú eftir bestu geta að gleyma því að hafa lesið um þessa áhugaverðu rannsókn, og ímyndum okkur í staðinn að við værum marsbúar sem hefðu fengið það verkefni að fylgjast Íslendingum og álykta hvað veitti þeim mestu ánægju. Væri niðurstaða marsbúanna sú sama og Bryson‘s og MacKerrons? Það er ekki ólíklegt að þeir kæmust að þeirri niðurstöðu að kynlíf væri ekkert spes. Ef við lítum til dæmis á niðurstöður rannsóknar Twenge, Sherman og Wells á kynlífshegðun fólks, þá stunda Bandaríkjamenn minna kynlíf en áður. Þegar skýringar á þessu eru einangraðar koma fram skýr kynslóðaráhrif og það er ekki ólíklegt að sama þróun hafi átt sér stað á Íslandi. Og marsbúarnir sem eru að fylgjast með hegðun okkar gætu komist að þeirri niðurstöðu að kynlíf sé hreinlega ekki eins ánægjulegt og áður. Þegar marsbúarnir horfa svo á einkaneyslu, þá yrðu þeir fljótir að sjá að Íslendingar eru þar í fremstu röð í alþjóðlegu samhengi. Til marks um það sýna til dæmis tölur frá Eurostat að úrgangur per mann á Íslandi er með því mesta sem gerist í Evrópu, sem bendir til mikillar neyslu. Árið 2022 var sorp á mann 659 kíló, sem er 146 kílóum yfir Evrópu meðaltalinu, eða um einu píanói meira af rusli á mann. Marsbúar gætu því ályktað að Íslendingar finni meiri ánægju í verslunarleiðöngrum en í kynlífi, þar sem neysla virðist vera mikilvægari þáttur í lífi þeirra. En hver er skýringin á því að við veljum að eyða tíma okkar og peningum í hluti sem gefa okkur ekki ánægju? Vissulega þurfum við flest að vinna, og versla í matinn, alveg óháð því hversu skemmtilegt okkur finnst það. En ef við eigum 10.000 krónur aukalega, af hverju eyðum við því alltof oft í ný föt í staðinn fyrir leikhúsferð? Kannski er skýringuna að finna í því að við manneskjur erum góð í að spá fyrir um framtíða tilfinningar okkar, hvaða athafnir munu láta okkur líða vel og illa, en spádómsgáfan bregst okkar þegar kemur að því að spá fyrir um það hversu lengi sú tilfinning mun vara. Góða tilfinningin sem einkaneysla hefur í för með sér endist mjög stutt, og er raunar talin í mínútum og sekúndum, fremur heldur en í þeim klukkustundum sem það tók að vinna fyrir neyslunni. Góða tilfinningin sem við fáum frá upplifunum, hvort sem við borgum fyrir þær eða ekki, endast mun lengur. En við gleymum að hugsa svo langt þegar við tökum ákvarðanir um hvað við verjum tíma okkar og peningum í. Kannski getum við nýtt þessa 3 milljón gagnapunkta til þess að minna okkur á að færa hegðun okkar frá því sem gefur okkur takmarkaða ánægju (versla) yfir í það sem gefur okkur mikla ánægju (kynlíf, leikhús, söfn, íþróttir, garðyrkja, söngur, samvera). Þannig getum við vonandi dregið úr þeim neikvæðu umhverfisáhrifum sem óhófleg einkaneysla hefur í för með sér, en neyslubundið kolefnisspor íslenska heimila er 55% hærra en landsbundin losun, og um það bil 71% af losun heimila er vegna innfluttra vara með tilheyrandi umhverfisvandamálum í þeim löndum sem vörurnar voru framleiddar. Allt á meðan við gerum hluti sem eru miklu skemmtilegri en að versla. Höfundur er sérfræðingur hjá Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri og doktor í félagssálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gró Einarsdóttir Geðheilbrigði Mest lesið Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Ólafur Hauksson Skoðun „Gakktu þá skrefi framar“ Jón Baldvin Hannibalsson Minningar Fullbókað Ísland 2026 Björn Berg Gunnarsson Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Flugið og uppbygging í Vatnsmýri Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Það er til fólk Bergur Ebbi Skoðun Við þurfum raunverulegt nýtt upphaf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sorg barna - Verndandi þættir Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilræði úr Dölunum til borgarstjórnar Reykjavíkur Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar Skoðun Öruggt og viðunandi húsnæði fyrir alla í Hveragerði Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Sorg barna - Verndandi þættir Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Fullbókað Ísland 2026 Björn Berg Gunnarsson skrifar Skoðun Við þurfum raunverulegt nýtt upphaf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Flugið og uppbygging í Vatnsmýri Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Með augun á framtíðinni Hilmar Vilberg Gylfason skrifar Skoðun Góð rök fyrir að velja Guðrúnu Guðfinnur Sigurvinsson skrifar Skoðun Að vinna launalaust Sigþrúður Ármann skrifar Skoðun Viðfangsefni daglegs lífs Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Hvort er ánægjulegra, kynlíf eða verslunarleiðangur? Kynlíf er skemmtilegra en allt annað. Hér er ekki ég ekki að lýsa minni persónulegu skoðun heldur niðurstöðum úr rannsókn eftir Bryson og MacKerron. Í rannsókninni söfnuðu þeir 3 milljónum svörum við því hvort fólk væri hamingjusamt þessa stundina og hvað það hefði verið að gera á þeim tímapunkti. Byggt á svörunum röðuðu þeir 40 athöfnum í ánægju röð, og þar tróndi kynlíf á toppnum sem ánægjulegasta athöfnin en verslunarleiðangurinn var um miðbik listans, eða í 19 sæti, og telst því hvorki til ánægjulegustu athafnanna né þeirra leiðinlegustu. Með öðrum orðum, það að versla er ekkert spes. Í ljósi þess að nú er Gulur september og við vinnum öll saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum, er mikilvægt að við spyrjum okkur hvort að við séum að velja að gera það sem veitir okkur ánægju? Reynum nú eftir bestu geta að gleyma því að hafa lesið um þessa áhugaverðu rannsókn, og ímyndum okkur í staðinn að við værum marsbúar sem hefðu fengið það verkefni að fylgjast Íslendingum og álykta hvað veitti þeim mestu ánægju. Væri niðurstaða marsbúanna sú sama og Bryson‘s og MacKerrons? Það er ekki ólíklegt að þeir kæmust að þeirri niðurstöðu að kynlíf væri ekkert spes. Ef við lítum til dæmis á niðurstöður rannsóknar Twenge, Sherman og Wells á kynlífshegðun fólks, þá stunda Bandaríkjamenn minna kynlíf en áður. Þegar skýringar á þessu eru einangraðar koma fram skýr kynslóðaráhrif og það er ekki ólíklegt að sama þróun hafi átt sér stað á Íslandi. Og marsbúarnir sem eru að fylgjast með hegðun okkar gætu komist að þeirri niðurstöðu að kynlíf sé hreinlega ekki eins ánægjulegt og áður. Þegar marsbúarnir horfa svo á einkaneyslu, þá yrðu þeir fljótir að sjá að Íslendingar eru þar í fremstu röð í alþjóðlegu samhengi. Til marks um það sýna til dæmis tölur frá Eurostat að úrgangur per mann á Íslandi er með því mesta sem gerist í Evrópu, sem bendir til mikillar neyslu. Árið 2022 var sorp á mann 659 kíló, sem er 146 kílóum yfir Evrópu meðaltalinu, eða um einu píanói meira af rusli á mann. Marsbúar gætu því ályktað að Íslendingar finni meiri ánægju í verslunarleiðöngrum en í kynlífi, þar sem neysla virðist vera mikilvægari þáttur í lífi þeirra. En hver er skýringin á því að við veljum að eyða tíma okkar og peningum í hluti sem gefa okkur ekki ánægju? Vissulega þurfum við flest að vinna, og versla í matinn, alveg óháð því hversu skemmtilegt okkur finnst það. En ef við eigum 10.000 krónur aukalega, af hverju eyðum við því alltof oft í ný föt í staðinn fyrir leikhúsferð? Kannski er skýringuna að finna í því að við manneskjur erum góð í að spá fyrir um framtíða tilfinningar okkar, hvaða athafnir munu láta okkur líða vel og illa, en spádómsgáfan bregst okkar þegar kemur að því að spá fyrir um það hversu lengi sú tilfinning mun vara. Góða tilfinningin sem einkaneysla hefur í för með sér endist mjög stutt, og er raunar talin í mínútum og sekúndum, fremur heldur en í þeim klukkustundum sem það tók að vinna fyrir neyslunni. Góða tilfinningin sem við fáum frá upplifunum, hvort sem við borgum fyrir þær eða ekki, endast mun lengur. En við gleymum að hugsa svo langt þegar við tökum ákvarðanir um hvað við verjum tíma okkar og peningum í. Kannski getum við nýtt þessa 3 milljón gagnapunkta til þess að minna okkur á að færa hegðun okkar frá því sem gefur okkur takmarkaða ánægju (versla) yfir í það sem gefur okkur mikla ánægju (kynlíf, leikhús, söfn, íþróttir, garðyrkja, söngur, samvera). Þannig getum við vonandi dregið úr þeim neikvæðu umhverfisáhrifum sem óhófleg einkaneysla hefur í för með sér, en neyslubundið kolefnisspor íslenska heimila er 55% hærra en landsbundin losun, og um það bil 71% af losun heimila er vegna innfluttra vara með tilheyrandi umhverfisvandamálum í þeim löndum sem vörurnar voru framleiddar. Allt á meðan við gerum hluti sem eru miklu skemmtilegri en að versla. Höfundur er sérfræðingur hjá Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri og doktor í félagssálfræði.
Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar
Skoðun Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir skrifar
Skoðun Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar