Búðu til pláss – fyrir öll börn Birna Þórarinsdóttir skrifar 20. september 2024 07:45 „Hjálpumst öll að – búum þeim stað. Búðu til pláss í hjartanu þínu.“ Landsnefnd UNICEF á Íslandi fagnar nú 20 ára afmæli sínu með ákalli til þjóðarinnar sem vitnar í ljóðið þar sem upphafsorð þessarar greinar er um finna. Ákall um að landsmenn búi til pláss í hjartanu sínu fyrir öll börn sem þurfa á okkur að halda og gerist Heimsforeldrar UNICEF. UNICEF á Íslandi hófst sem lítið ástríðuverkefni örfárra eldsála með draum og lítið skrifborð fyrir 20 árum síðan. Þetta ástríðuverkefni hefur vaxið og dafnað í hlutfallslega eina öflugustu landsnefnd UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í heiminum. Hér á litla Íslandi eigum við heimsmet í fjölda Heimsforeldra miðað við höfðatölu. Heimsforeldra sem mánaðarlega styðja við verkefni og markmið Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna um að tryggja réttindi og velferð allra barna, um allan heim. Við erum svo heppin að eiga hér mörg hundruð Heimsforeldra sem hafa verið með okkur frá upphafi og nú alls ríflega 23 þúsund Heimsforeldra sem gefa til starfsins í hverjum mánuði. Við erum þeim þakklát fyrir traustið og þau geta verið stolt af sínum árangri. Því þrátt fyrir að áskoranirnar séu vissulega margar þá hefur margt breyst til hins betra fyrir börn í heiminum á þessum 20 árum. Dánartíðni barna undir fimm ára aldri hefur dregist saman um 50% frá árinu 2000 og t.d. í Kambódíu hefur ungbarnadauði dregist saman um 75% bara síðustu 20 árin. Því öll erum við sammála um að ekkert barn ætti að láta lífið vegna sjúkdóma sem hægt er að koma í veg fyrir. Ekki vegna hungurs eða stríðsátaka. Á þessum 20 árum hefur aðgengi að menntun, sérstaklega stúlkna, verið stórlega bætt og fleiri börn hafa aðgang að hreinu vatni og heilbrigðisþjónustu og færri börn eru neydd til barnaþrælkunar, í hjónaband eða til að bera vopn. Fyrir vikið fá fleiri börn að vera einfaldlega börn í heiminum í dag. Heimsforeldrar UNICEF eiga hlutdeild í öllum þessum jákvæðu breytingum í þágu barna um allan heim og og líf þeirra á pláss í hjarta þeirra. Hvað þýðir þá að búa til pláss í hjartanu sínu? Einmitt þetta. Að vita að þrátt fyrir að áskoranirnar virðist oft óyfirstíganlega miklar í fjölkrísuheimi, þar sem réttindi og velferð barna eru fótum troðin, þá tökum við afstöðu með von, frið og samkennd. Þeirri staðföstu trú að með því að vera hluti af jákvæðum samtakamætti er hægt að gera heiminn að betri stað fyrir öll börn. Og það er hægt. Við höfum séð það. Búðu til pláss – í hjartanu þínu. Vertu hluti af lausninni. Vertu Heimsforeldri UNICEF Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birna Þórarinsdóttir Félagasamtök Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
„Hjálpumst öll að – búum þeim stað. Búðu til pláss í hjartanu þínu.“ Landsnefnd UNICEF á Íslandi fagnar nú 20 ára afmæli sínu með ákalli til þjóðarinnar sem vitnar í ljóðið þar sem upphafsorð þessarar greinar er um finna. Ákall um að landsmenn búi til pláss í hjartanu sínu fyrir öll börn sem þurfa á okkur að halda og gerist Heimsforeldrar UNICEF. UNICEF á Íslandi hófst sem lítið ástríðuverkefni örfárra eldsála með draum og lítið skrifborð fyrir 20 árum síðan. Þetta ástríðuverkefni hefur vaxið og dafnað í hlutfallslega eina öflugustu landsnefnd UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í heiminum. Hér á litla Íslandi eigum við heimsmet í fjölda Heimsforeldra miðað við höfðatölu. Heimsforeldra sem mánaðarlega styðja við verkefni og markmið Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna um að tryggja réttindi og velferð allra barna, um allan heim. Við erum svo heppin að eiga hér mörg hundruð Heimsforeldra sem hafa verið með okkur frá upphafi og nú alls ríflega 23 þúsund Heimsforeldra sem gefa til starfsins í hverjum mánuði. Við erum þeim þakklát fyrir traustið og þau geta verið stolt af sínum árangri. Því þrátt fyrir að áskoranirnar séu vissulega margar þá hefur margt breyst til hins betra fyrir börn í heiminum á þessum 20 árum. Dánartíðni barna undir fimm ára aldri hefur dregist saman um 50% frá árinu 2000 og t.d. í Kambódíu hefur ungbarnadauði dregist saman um 75% bara síðustu 20 árin. Því öll erum við sammála um að ekkert barn ætti að láta lífið vegna sjúkdóma sem hægt er að koma í veg fyrir. Ekki vegna hungurs eða stríðsátaka. Á þessum 20 árum hefur aðgengi að menntun, sérstaklega stúlkna, verið stórlega bætt og fleiri börn hafa aðgang að hreinu vatni og heilbrigðisþjónustu og færri börn eru neydd til barnaþrælkunar, í hjónaband eða til að bera vopn. Fyrir vikið fá fleiri börn að vera einfaldlega börn í heiminum í dag. Heimsforeldrar UNICEF eiga hlutdeild í öllum þessum jákvæðu breytingum í þágu barna um allan heim og og líf þeirra á pláss í hjarta þeirra. Hvað þýðir þá að búa til pláss í hjartanu sínu? Einmitt þetta. Að vita að þrátt fyrir að áskoranirnar virðist oft óyfirstíganlega miklar í fjölkrísuheimi, þar sem réttindi og velferð barna eru fótum troðin, þá tökum við afstöðu með von, frið og samkennd. Þeirri staðföstu trú að með því að vera hluti af jákvæðum samtakamætti er hægt að gera heiminn að betri stað fyrir öll börn. Og það er hægt. Við höfum séð það. Búðu til pláss – í hjartanu þínu. Vertu hluti af lausninni. Vertu Heimsforeldri UNICEF Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun