Búðu til pláss – fyrir öll börn Birna Þórarinsdóttir skrifar 20. september 2024 07:45 „Hjálpumst öll að – búum þeim stað. Búðu til pláss í hjartanu þínu.“ Landsnefnd UNICEF á Íslandi fagnar nú 20 ára afmæli sínu með ákalli til þjóðarinnar sem vitnar í ljóðið þar sem upphafsorð þessarar greinar er um finna. Ákall um að landsmenn búi til pláss í hjartanu sínu fyrir öll börn sem þurfa á okkur að halda og gerist Heimsforeldrar UNICEF. UNICEF á Íslandi hófst sem lítið ástríðuverkefni örfárra eldsála með draum og lítið skrifborð fyrir 20 árum síðan. Þetta ástríðuverkefni hefur vaxið og dafnað í hlutfallslega eina öflugustu landsnefnd UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í heiminum. Hér á litla Íslandi eigum við heimsmet í fjölda Heimsforeldra miðað við höfðatölu. Heimsforeldra sem mánaðarlega styðja við verkefni og markmið Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna um að tryggja réttindi og velferð allra barna, um allan heim. Við erum svo heppin að eiga hér mörg hundruð Heimsforeldra sem hafa verið með okkur frá upphafi og nú alls ríflega 23 þúsund Heimsforeldra sem gefa til starfsins í hverjum mánuði. Við erum þeim þakklát fyrir traustið og þau geta verið stolt af sínum árangri. Því þrátt fyrir að áskoranirnar séu vissulega margar þá hefur margt breyst til hins betra fyrir börn í heiminum á þessum 20 árum. Dánartíðni barna undir fimm ára aldri hefur dregist saman um 50% frá árinu 2000 og t.d. í Kambódíu hefur ungbarnadauði dregist saman um 75% bara síðustu 20 árin. Því öll erum við sammála um að ekkert barn ætti að láta lífið vegna sjúkdóma sem hægt er að koma í veg fyrir. Ekki vegna hungurs eða stríðsátaka. Á þessum 20 árum hefur aðgengi að menntun, sérstaklega stúlkna, verið stórlega bætt og fleiri börn hafa aðgang að hreinu vatni og heilbrigðisþjónustu og færri börn eru neydd til barnaþrælkunar, í hjónaband eða til að bera vopn. Fyrir vikið fá fleiri börn að vera einfaldlega börn í heiminum í dag. Heimsforeldrar UNICEF eiga hlutdeild í öllum þessum jákvæðu breytingum í þágu barna um allan heim og og líf þeirra á pláss í hjarta þeirra. Hvað þýðir þá að búa til pláss í hjartanu sínu? Einmitt þetta. Að vita að þrátt fyrir að áskoranirnar virðist oft óyfirstíganlega miklar í fjölkrísuheimi, þar sem réttindi og velferð barna eru fótum troðin, þá tökum við afstöðu með von, frið og samkennd. Þeirri staðföstu trú að með því að vera hluti af jákvæðum samtakamætti er hægt að gera heiminn að betri stað fyrir öll börn. Og það er hægt. Við höfum séð það. Búðu til pláss – í hjartanu þínu. Vertu hluti af lausninni. Vertu Heimsforeldri UNICEF Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birna Þórarinsdóttir Félagasamtök Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
„Hjálpumst öll að – búum þeim stað. Búðu til pláss í hjartanu þínu.“ Landsnefnd UNICEF á Íslandi fagnar nú 20 ára afmæli sínu með ákalli til þjóðarinnar sem vitnar í ljóðið þar sem upphafsorð þessarar greinar er um finna. Ákall um að landsmenn búi til pláss í hjartanu sínu fyrir öll börn sem þurfa á okkur að halda og gerist Heimsforeldrar UNICEF. UNICEF á Íslandi hófst sem lítið ástríðuverkefni örfárra eldsála með draum og lítið skrifborð fyrir 20 árum síðan. Þetta ástríðuverkefni hefur vaxið og dafnað í hlutfallslega eina öflugustu landsnefnd UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í heiminum. Hér á litla Íslandi eigum við heimsmet í fjölda Heimsforeldra miðað við höfðatölu. Heimsforeldra sem mánaðarlega styðja við verkefni og markmið Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna um að tryggja réttindi og velferð allra barna, um allan heim. Við erum svo heppin að eiga hér mörg hundruð Heimsforeldra sem hafa verið með okkur frá upphafi og nú alls ríflega 23 þúsund Heimsforeldra sem gefa til starfsins í hverjum mánuði. Við erum þeim þakklát fyrir traustið og þau geta verið stolt af sínum árangri. Því þrátt fyrir að áskoranirnar séu vissulega margar þá hefur margt breyst til hins betra fyrir börn í heiminum á þessum 20 árum. Dánartíðni barna undir fimm ára aldri hefur dregist saman um 50% frá árinu 2000 og t.d. í Kambódíu hefur ungbarnadauði dregist saman um 75% bara síðustu 20 árin. Því öll erum við sammála um að ekkert barn ætti að láta lífið vegna sjúkdóma sem hægt er að koma í veg fyrir. Ekki vegna hungurs eða stríðsátaka. Á þessum 20 árum hefur aðgengi að menntun, sérstaklega stúlkna, verið stórlega bætt og fleiri börn hafa aðgang að hreinu vatni og heilbrigðisþjónustu og færri börn eru neydd til barnaþrælkunar, í hjónaband eða til að bera vopn. Fyrir vikið fá fleiri börn að vera einfaldlega börn í heiminum í dag. Heimsforeldrar UNICEF eiga hlutdeild í öllum þessum jákvæðu breytingum í þágu barna um allan heim og og líf þeirra á pláss í hjarta þeirra. Hvað þýðir þá að búa til pláss í hjartanu sínu? Einmitt þetta. Að vita að þrátt fyrir að áskoranirnar virðist oft óyfirstíganlega miklar í fjölkrísuheimi, þar sem réttindi og velferð barna eru fótum troðin, þá tökum við afstöðu með von, frið og samkennd. Þeirri staðföstu trú að með því að vera hluti af jákvæðum samtakamætti er hægt að gera heiminn að betri stað fyrir öll börn. Og það er hægt. Við höfum séð það. Búðu til pláss – í hjartanu þínu. Vertu hluti af lausninni. Vertu Heimsforeldri UNICEF Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun