Starfsmenn Blue kingdom whale and wildlife tours voru þá að fylgjast með hnúfubak éta fisk en það gerir hvalurinn með því að opna kjaftinn upp á gátt og synda í gegnum torfuna. Hann var þó ekki einn á veiðum.
Hvalurinn kom fljótt aftur upp á yfirborðið og opnaði og lokaði kjaftinum.
Áhorfendur áttuðu sig ekki á því hvað var að gerast en töldu svo fyrst að hvalurinn hefði óvart gleypt fugl. Fljótt kom þó í ljós að það var ekki fugl heldur selur sem hafði lent í kjafti hnúfubaksins.
„Þetta var fyndið, fyndið augnablik fyrir alla. Ég meina, það var örugglega ekki fyndið fyrir selinn,“ sagði Tyler McKeen, skipstjóri hvalaskoðunarbátsins við AP fréttaveituna.