Framtíðin liggur í bættri nýtingu auðlinda Helga Kristín Jóhannsdóttir skrifar 17. september 2024 09:01 Nýsköpun og hringrásarhugsun eru gríðarlega mikilvæg fyrir samfélagið okkar. Hvoru tveggja leika lykilhlutverk í því að skapa okkur sjálfbæra framtíð og stuðla bæði að tækniframförum og efnahagslegum vexti. Með því að einblína á nýjar lausnir og umhverfisvænar leiðir getum við dregið úr sóun, aukið nýtni auðlinda okkar og tryggt betri lífsskilyrði fyrir komandi kynslóðir. Til að fjölga verkefnum á sviði nýrra orkulausna, sjálfbærni og hringrásarhugsunar þarf að byggja upp grundvöll í samfélaginu fyrir nýsköpunarverkefni og leyfa þeim að blómstra. Í Jarðhitagarði Orku náttúrunnar á Hellisheiði er Nýsköpunarkjarni í uppbyggingu þar sem verður til aðstaða fyrir háskóla, frumkvöðla og fyrirtæki til að þróa og prófa tæknilausnir. Samvinna leiðir til betri nýtingar Á Hellisheiði, við stærstu jarðvarmavirkjun Evrópu, er Jarðhitagarður ON staðsettur. Garðurinn er vettvangur fyrir nýsköpun og sjálfbærni þar sem framsækin fyrirtæki og vísindamenn þróa lausnir sem stuðla að betri nýtingu auðlinda og minni sóun – lausnir sem geta haft veruleg áhrif á loftslagsmál og efnahagslegan vöxt, bæði á Íslandi og á alþjóðavettvangi. Ísland er í sérstöðu varðandi öflun grænna orkugjafa, en það skiptir einnig máli hvernig við nýtum orkuna og auðlindirnar okkar. Framtíðin liggur ekki aðeins í aukinni öflun grænnar orku, heldur einnig í ábyrgri nýtingu hennar. Samtenging og samstarf fyrirtækja í iðngörðum eins og Jarðhitagarði Orku náttúrunnar eru tækifæri til að nýta enn betur auðlindir, innviði og þjónustu eða að umbreyta úrgangi eins í verðmæti annars. Leiðandi í nýsköpun, sjálfbærni og hringrásarhagkerfi Jarðhitagarður ON býður upp á aðgengi að landsvæði, rafmagni, jarðhitavatni, jarðhitagufu, köldu vatni og steinefnum á borð við kísil. Þar eru fyrirtæki á borð við Carbfix, Vaxa og Climeworks sem nýta auðlindastrauma með hringrásarhugsun að leiðarljósi. Lausnir fyrirtækjanna hafa aukið verðmæti auðlinda og vakið athygli á heimsvísu með aðferðum sem geta haft mikil áhrif á loftslagsbreytingar. Orka náttúrunnar leggur mikla áherslu á ábyrga nýtingu auðlinda. Jarðhitinn sem notaður er við orkuvinnsluna er græn orkulind sem er margnýtt til að framleiða rafmagn og heitt vatn. Eftir nýtingu í virkjuninni er jarðhitavökvanum dælt niður í jarðhitageyminn þar sem það hitnar upp aftur og hægt er að nota hann að nýju. Þannig er hringrásarhugsun innbyggð í framleiðsluferlið. Möguleikarnir á að nýta auðlindir á svæðinu enn betur eru nánast óþrjótandi. Eitt dæmi sem hefur lengi verið til skoðunar er uppbygging baðlóns á Hellisheiði. Jarðhitavatnið sem Orka náttúrunnar notar er til dæmis um 50-60°C þegar því er dælt niður eftir notkun, og væri ákjósanlegt til nýtingar til dæmis í slíkum rekstri. Atvinnuskapandi starfsemi Við leitum nú að fleiri spennandi verkefnum og samstarfsaðilum til að skapa sterkt, einstakt nýsköpunarsamfélag á Hellisheiði sem styður við sjálfbærni og hringrásarhugsun. Fyrirtækin sem starfa í Jarðhitagarði eru góð dæmi um árangur af því að gefa nýsköpunarfyrirtækjum tækifæri. Í dag starfa um 50 einstaklingar á Íslandi hjá fyrirtækjunum í Jarðhitagarði og störf sem hafa skapast eru um 80 ef afleidd störf eru tekin með. Spár gera svo ráð fyrir enn frekari fjölgun starfa þar sem fyrirtækin eru í örum vexti og verkefnum í Jarðhitagarði að fjölga. Með því að styðja við slíka nýsköpun og þróun getum við stuðlað að aukinni verðmætasköpun, bættri nýtingu auðlinda og efnahagslegum vexti til lengri tíma litið. Framtíðin er björt Jarðhitagarðurinn skapar tækifæri til aukinnar samvinnu milli nýsköpunar og iðnaðar. Á morgun 18. september verður haldin ráðstefna í Grósku þar sem fyrirtækin í garðinum kynna nýjustu verkefnin og ræða þau tækifæri sem felast í starfseminni á Hellisheiði, með sérstaka áherslu á loftslagsmál, sjálfbærni og hringrásarhugsun. Við hvetjum öll til að kynna sér þessa framtíðarsýn þar sem sjálfbærni og nýting auðlinda eru í forgrunni. Höfundur er viðskiptaþróunarstjóri Jarðhitagarðs Orku náttúrunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Nýsköpun og hringrásarhugsun eru gríðarlega mikilvæg fyrir samfélagið okkar. Hvoru tveggja leika lykilhlutverk í því að skapa okkur sjálfbæra framtíð og stuðla bæði að tækniframförum og efnahagslegum vexti. Með því að einblína á nýjar lausnir og umhverfisvænar leiðir getum við dregið úr sóun, aukið nýtni auðlinda okkar og tryggt betri lífsskilyrði fyrir komandi kynslóðir. Til að fjölga verkefnum á sviði nýrra orkulausna, sjálfbærni og hringrásarhugsunar þarf að byggja upp grundvöll í samfélaginu fyrir nýsköpunarverkefni og leyfa þeim að blómstra. Í Jarðhitagarði Orku náttúrunnar á Hellisheiði er Nýsköpunarkjarni í uppbyggingu þar sem verður til aðstaða fyrir háskóla, frumkvöðla og fyrirtæki til að þróa og prófa tæknilausnir. Samvinna leiðir til betri nýtingar Á Hellisheiði, við stærstu jarðvarmavirkjun Evrópu, er Jarðhitagarður ON staðsettur. Garðurinn er vettvangur fyrir nýsköpun og sjálfbærni þar sem framsækin fyrirtæki og vísindamenn þróa lausnir sem stuðla að betri nýtingu auðlinda og minni sóun – lausnir sem geta haft veruleg áhrif á loftslagsmál og efnahagslegan vöxt, bæði á Íslandi og á alþjóðavettvangi. Ísland er í sérstöðu varðandi öflun grænna orkugjafa, en það skiptir einnig máli hvernig við nýtum orkuna og auðlindirnar okkar. Framtíðin liggur ekki aðeins í aukinni öflun grænnar orku, heldur einnig í ábyrgri nýtingu hennar. Samtenging og samstarf fyrirtækja í iðngörðum eins og Jarðhitagarði Orku náttúrunnar eru tækifæri til að nýta enn betur auðlindir, innviði og þjónustu eða að umbreyta úrgangi eins í verðmæti annars. Leiðandi í nýsköpun, sjálfbærni og hringrásarhagkerfi Jarðhitagarður ON býður upp á aðgengi að landsvæði, rafmagni, jarðhitavatni, jarðhitagufu, köldu vatni og steinefnum á borð við kísil. Þar eru fyrirtæki á borð við Carbfix, Vaxa og Climeworks sem nýta auðlindastrauma með hringrásarhugsun að leiðarljósi. Lausnir fyrirtækjanna hafa aukið verðmæti auðlinda og vakið athygli á heimsvísu með aðferðum sem geta haft mikil áhrif á loftslagsbreytingar. Orka náttúrunnar leggur mikla áherslu á ábyrga nýtingu auðlinda. Jarðhitinn sem notaður er við orkuvinnsluna er græn orkulind sem er margnýtt til að framleiða rafmagn og heitt vatn. Eftir nýtingu í virkjuninni er jarðhitavökvanum dælt niður í jarðhitageyminn þar sem það hitnar upp aftur og hægt er að nota hann að nýju. Þannig er hringrásarhugsun innbyggð í framleiðsluferlið. Möguleikarnir á að nýta auðlindir á svæðinu enn betur eru nánast óþrjótandi. Eitt dæmi sem hefur lengi verið til skoðunar er uppbygging baðlóns á Hellisheiði. Jarðhitavatnið sem Orka náttúrunnar notar er til dæmis um 50-60°C þegar því er dælt niður eftir notkun, og væri ákjósanlegt til nýtingar til dæmis í slíkum rekstri. Atvinnuskapandi starfsemi Við leitum nú að fleiri spennandi verkefnum og samstarfsaðilum til að skapa sterkt, einstakt nýsköpunarsamfélag á Hellisheiði sem styður við sjálfbærni og hringrásarhugsun. Fyrirtækin sem starfa í Jarðhitagarði eru góð dæmi um árangur af því að gefa nýsköpunarfyrirtækjum tækifæri. Í dag starfa um 50 einstaklingar á Íslandi hjá fyrirtækjunum í Jarðhitagarði og störf sem hafa skapast eru um 80 ef afleidd störf eru tekin með. Spár gera svo ráð fyrir enn frekari fjölgun starfa þar sem fyrirtækin eru í örum vexti og verkefnum í Jarðhitagarði að fjölga. Með því að styðja við slíka nýsköpun og þróun getum við stuðlað að aukinni verðmætasköpun, bættri nýtingu auðlinda og efnahagslegum vexti til lengri tíma litið. Framtíðin er björt Jarðhitagarðurinn skapar tækifæri til aukinnar samvinnu milli nýsköpunar og iðnaðar. Á morgun 18. september verður haldin ráðstefna í Grósku þar sem fyrirtækin í garðinum kynna nýjustu verkefnin og ræða þau tækifæri sem felast í starfseminni á Hellisheiði, með sérstaka áherslu á loftslagsmál, sjálfbærni og hringrásarhugsun. Við hvetjum öll til að kynna sér þessa framtíðarsýn þar sem sjálfbærni og nýting auðlinda eru í forgrunni. Höfundur er viðskiptaþróunarstjóri Jarðhitagarðs Orku náttúrunnar.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar