Hvað er niðurskurðarstefna? Halla Gunnarsdóttir skrifar 17. september 2024 09:31 Það var kallað sparnaðarþingið mikla, vorþingið árið 1924, þegar ríkisstjórn Íhaldsflokksins réðist í niðurskurð á öllu sem hægt var að skera niður. Framkvæmdir voru stöðvaðar, snardregið úr fjárframlagi til menntamála, vísinda og lista og ráðist í umfangsmikla einkavæðingu á ríkisstofnunum. Markmiðið var að orðinu til að ná jöfnuði milli tekna og útgjalda og greiða niður skuldir, en sagan átti sér dýpri rætur. Þetta var árið sem niðurskurðarstefna kom til Íslands, fyrir nákvæmlega einni öld. Hún var þá í mótun á alþjóðlegu teikniborði bankamanna og hagfræðinga til að tryggja að reikningurinn fyrir fyrri heimsstyrjöldina lenti á herðum almennings, þvert á lýðræðislegan vilja sem hafði meiri slagkraft en áður vegna almenns kosningaréttar og aukinna félagslegra réttindi víða í Evrópu. Háir vextir eru niðurskurðarstefna Íslenskir erindrekar og stjórnmálamenn kynntu sér stefnur og strauma og hrifust með niðurskurðarstefnunni. Í þeirra huga þjónaði hún líka því hlutverki að sporna gegn metnaðarfullum hugmyndum verkalýðshreyfingarinnar og samvinnuhreyfingarinna um uppbyggingu samfélagsins. Alþjóðastofnanir á borð við Þjóðabandalagið, forveri Sameinuðu þjóðanna, gerðu gjarnan niðurskurðastefnu að skilyrði fyrir lánveitingum til ríkja í vanda, en Ísland tók hana sjálfviljugt upp. Tæpum níutíu árum síðar voru íslensk stjórnvöld ekki eins sjálfviljug þegar þau stóðu andspænis Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem krafðist niðurskurðar í skiptum fyrir lánveitingu. Ísland Hrunsins sætti þá sömu kröfum og fjöldi þróunarríkja hafði gert áratugum saman. Þetta var lenskan hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Alþjóðabankanum, sem báðir hafa starfað eftir hugmyndafræði niðurskurðarstefnu. En hvað er niðurskurðarstefna? Clara Mattei hagfræðiprófessor hefur fjallað ítarlega um tilurð og inntak niðurskurðarstefnu. Hún bendir á að niðurskurðarstefna feli ekki eingöngu í sér niðurskurð á ríkisútgjöldum, heldur einnig einkavæðingu, vanrækslu innviða, háa stýrivexti og niðurbrot á kjörum og réttindum launafólks. Enn fremur þá hafa hún og fleiri fræðimenn sýnt fram á að niðurskurðarstefna hefur hvergi virkað til að ná yfirlýstu markmiði, það er að segja að draga úr skuldum og reisa við efnahag í vanda. Niðurskurðarstefna hefur hins vegar náð því markmiði sem sjaldnast er fært í orð og það er að verja fjármagn og misskiptingu fyrir kröfum almennings um sanngjarna dreifingu byrðanna þegar erfiðleikar blasa við. Málþing VR í dag! Í dag, þriðjudag, flytur Clara Mattei erindi á málþingi á vegum VR og í kjölfar erindis hennar verður fjallað um niðurskurðarstefnu í íslensku samhengi. Nú þegar stýrivextir hafa staðið í stað í heilt ár er ljóst að íslensk efnahagsstefna þarfnast gagngerrar endurskoðunar. Hagsmunaaðilar fjármagnseigenda kalla eftir niðurskurði á útgjöldum hins opinbera og uppi eru kröfur um aukna gjaldheimtu fyrir jafnt vegi sem leikskóla. Er þetta í alvöru eina leiðin? Svarið við þeirri spurningu er nei. Það er hægt að stýra efnahag úr kreppu með hagsmuni almennings að leiðarljósi fremur en þrönga hagsmuni fjármagnseigenda. Til þess þarf hins vegar að skera upp herör gegn þeim kreddum sem hagstjórnin byggir á, hvort sem þær lúta að þeirri lífsseigu mýtu að verðbólga sé öllu öðru fremur komin til vegna launa venjulegs fólks eða þeirri að niðurskurður á þjónustu hins opinbera sé hin eina færa leið til að slá á eftirspurn. Málþing VR um niðurskurðarstefnu undir yfirskriftinni Efnahagsleg nauðsyn eða pólitísk hugmyndafræði? fer fram í samkomusal VR á 9. hæð í Kringlunni 7. Málþingið er öllum opið, hefst kl. 14 og upplýsingar um dagskrá og skráningu er að finna á vef VR. Höfundur er varaformaður VR Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Halla Gunnarsdóttir Mest lesið Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Það var kallað sparnaðarþingið mikla, vorþingið árið 1924, þegar ríkisstjórn Íhaldsflokksins réðist í niðurskurð á öllu sem hægt var að skera niður. Framkvæmdir voru stöðvaðar, snardregið úr fjárframlagi til menntamála, vísinda og lista og ráðist í umfangsmikla einkavæðingu á ríkisstofnunum. Markmiðið var að orðinu til að ná jöfnuði milli tekna og útgjalda og greiða niður skuldir, en sagan átti sér dýpri rætur. Þetta var árið sem niðurskurðarstefna kom til Íslands, fyrir nákvæmlega einni öld. Hún var þá í mótun á alþjóðlegu teikniborði bankamanna og hagfræðinga til að tryggja að reikningurinn fyrir fyrri heimsstyrjöldina lenti á herðum almennings, þvert á lýðræðislegan vilja sem hafði meiri slagkraft en áður vegna almenns kosningaréttar og aukinna félagslegra réttindi víða í Evrópu. Háir vextir eru niðurskurðarstefna Íslenskir erindrekar og stjórnmálamenn kynntu sér stefnur og strauma og hrifust með niðurskurðarstefnunni. Í þeirra huga þjónaði hún líka því hlutverki að sporna gegn metnaðarfullum hugmyndum verkalýðshreyfingarinnar og samvinnuhreyfingarinna um uppbyggingu samfélagsins. Alþjóðastofnanir á borð við Þjóðabandalagið, forveri Sameinuðu þjóðanna, gerðu gjarnan niðurskurðastefnu að skilyrði fyrir lánveitingum til ríkja í vanda, en Ísland tók hana sjálfviljugt upp. Tæpum níutíu árum síðar voru íslensk stjórnvöld ekki eins sjálfviljug þegar þau stóðu andspænis Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem krafðist niðurskurðar í skiptum fyrir lánveitingu. Ísland Hrunsins sætti þá sömu kröfum og fjöldi þróunarríkja hafði gert áratugum saman. Þetta var lenskan hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Alþjóðabankanum, sem báðir hafa starfað eftir hugmyndafræði niðurskurðarstefnu. En hvað er niðurskurðarstefna? Clara Mattei hagfræðiprófessor hefur fjallað ítarlega um tilurð og inntak niðurskurðarstefnu. Hún bendir á að niðurskurðarstefna feli ekki eingöngu í sér niðurskurð á ríkisútgjöldum, heldur einnig einkavæðingu, vanrækslu innviða, háa stýrivexti og niðurbrot á kjörum og réttindum launafólks. Enn fremur þá hafa hún og fleiri fræðimenn sýnt fram á að niðurskurðarstefna hefur hvergi virkað til að ná yfirlýstu markmiði, það er að segja að draga úr skuldum og reisa við efnahag í vanda. Niðurskurðarstefna hefur hins vegar náð því markmiði sem sjaldnast er fært í orð og það er að verja fjármagn og misskiptingu fyrir kröfum almennings um sanngjarna dreifingu byrðanna þegar erfiðleikar blasa við. Málþing VR í dag! Í dag, þriðjudag, flytur Clara Mattei erindi á málþingi á vegum VR og í kjölfar erindis hennar verður fjallað um niðurskurðarstefnu í íslensku samhengi. Nú þegar stýrivextir hafa staðið í stað í heilt ár er ljóst að íslensk efnahagsstefna þarfnast gagngerrar endurskoðunar. Hagsmunaaðilar fjármagnseigenda kalla eftir niðurskurði á útgjöldum hins opinbera og uppi eru kröfur um aukna gjaldheimtu fyrir jafnt vegi sem leikskóla. Er þetta í alvöru eina leiðin? Svarið við þeirri spurningu er nei. Það er hægt að stýra efnahag úr kreppu með hagsmuni almennings að leiðarljósi fremur en þrönga hagsmuni fjármagnseigenda. Til þess þarf hins vegar að skera upp herör gegn þeim kreddum sem hagstjórnin byggir á, hvort sem þær lúta að þeirri lífsseigu mýtu að verðbólga sé öllu öðru fremur komin til vegna launa venjulegs fólks eða þeirri að niðurskurður á þjónustu hins opinbera sé hin eina færa leið til að slá á eftirspurn. Málþing VR um niðurskurðarstefnu undir yfirskriftinni Efnahagsleg nauðsyn eða pólitísk hugmyndafræði? fer fram í samkomusal VR á 9. hæð í Kringlunni 7. Málþingið er öllum opið, hefst kl. 14 og upplýsingar um dagskrá og skráningu er að finna á vef VR. Höfundur er varaformaður VR
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun