Aron: Að það þurfi tæklingu til þess að kveikja á liðinu finnst mér lélegt Andri Már Eggertsson skrifar 16. september 2024 22:45 Aron Sigurðarson, leikmaður KR, gegn Birki Má Sævarssyni, leikmanni Vals, Vísir/Pawel Cieslikiewicz KR tapaði fimmta leiknum á útivelli í röð í kvöld. Valur vann 4-1 sigur og Aroni Sigurðarsyni, leikmanni KR, fannst úrslitin gefa nokkuð rétta mynd af leiknum. „Við mættum ekki til leiks í fyrri hálfleik og þeir komust verðskuldað tveimur mörkum yfir. Við komum til baka í síðari hálfleik og sýndum karkater og komum með ákefð og orkustig fjandinn hafi það. Þetta er nágrannaslagur og við eigum ekki að þurfa 45 mínútur til að byrja þennan leik en miðað við það þá voru þetta sennilega verðskulduð úrslit, sagði Aron í viðtali við Vísi eftir leik og hélt áfram. „Mér fannst þeir mæta tilbúnir og með miklu meira orkustig. Við áttum erfitt með að halda í bolta og það var erfitt að ná boltanum af þeim. Kannski gerðu þeir það bara vel en orkustigið hjá okkur var ekkert og ákefðin var engin.“ Á 60. mínútu minnkaði Aron muninn í 2-1 og KR-ingar fengu færi til þess að jafna en gerðu síðan klaufaleg mistök sem varð til þess að Valur bætti við marki og þá var þetta endanlega farið fyrir gestina. „Eins lélegur og fyrri hálfleikurinn var þá fannst mér seinni hálfleikurinn betri. Mín tilfinning er að eftir að við minnkuðum muninn vorum við að fara að jafna og það benti allt til þess. Það var síðan saga sumarsins að við hleypum inn allt of auðveldum mörkum og þeir kláruðu leikinn með þessu þriðja marki og bættu síðan við fjórða markinu í uppbótartíma.“ Aron tók undir það að tækling Ástbjörns Þórðarsonar, leikmanns KR, á Gylfa Þór Sigurðssyni, leikmanni Vals, hafi kveikt neista í liðinu en KR skoraði skömmu síðar. „Stundum þarf ekki meira en eina tæklingu til þess að kveikja á liðinu en að það þurfi eitthvað svona til þess að kveikja á liðinu finnst mér lélegt. Við hefðum mátt gera þetta á fyrstu mínútu en vel gert þetta er nágrannaslagur og það á að vera harka í þessu en það kom aðeins of seint hjá okkur. Næst á dagskrá er að deildinni verður skipt upp og KR verður í neðri hlutanum og að mati Arons eru fimm úrslitaleikir eftir. „Við erum í fallbaráttu og erum einum leik frá því að vera í fallsæti. Síðan verður fínt fyrir þetta lið að fá úrslitaleiki og þurfa að spila upp á eitthvað. Ekki fara í eitthvað heilalaust heldur erum við að fara í alvöru leiki og núna verðum við að sýna úr hverju menn eru gerðir og það verður spennandi að sjá,“ sagði Aron að lokum. KR Besta deild karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira
„Við mættum ekki til leiks í fyrri hálfleik og þeir komust verðskuldað tveimur mörkum yfir. Við komum til baka í síðari hálfleik og sýndum karkater og komum með ákefð og orkustig fjandinn hafi það. Þetta er nágrannaslagur og við eigum ekki að þurfa 45 mínútur til að byrja þennan leik en miðað við það þá voru þetta sennilega verðskulduð úrslit, sagði Aron í viðtali við Vísi eftir leik og hélt áfram. „Mér fannst þeir mæta tilbúnir og með miklu meira orkustig. Við áttum erfitt með að halda í bolta og það var erfitt að ná boltanum af þeim. Kannski gerðu þeir það bara vel en orkustigið hjá okkur var ekkert og ákefðin var engin.“ Á 60. mínútu minnkaði Aron muninn í 2-1 og KR-ingar fengu færi til þess að jafna en gerðu síðan klaufaleg mistök sem varð til þess að Valur bætti við marki og þá var þetta endanlega farið fyrir gestina. „Eins lélegur og fyrri hálfleikurinn var þá fannst mér seinni hálfleikurinn betri. Mín tilfinning er að eftir að við minnkuðum muninn vorum við að fara að jafna og það benti allt til þess. Það var síðan saga sumarsins að við hleypum inn allt of auðveldum mörkum og þeir kláruðu leikinn með þessu þriðja marki og bættu síðan við fjórða markinu í uppbótartíma.“ Aron tók undir það að tækling Ástbjörns Þórðarsonar, leikmanns KR, á Gylfa Þór Sigurðssyni, leikmanni Vals, hafi kveikt neista í liðinu en KR skoraði skömmu síðar. „Stundum þarf ekki meira en eina tæklingu til þess að kveikja á liðinu en að það þurfi eitthvað svona til þess að kveikja á liðinu finnst mér lélegt. Við hefðum mátt gera þetta á fyrstu mínútu en vel gert þetta er nágrannaslagur og það á að vera harka í þessu en það kom aðeins of seint hjá okkur. Næst á dagskrá er að deildinni verður skipt upp og KR verður í neðri hlutanum og að mati Arons eru fimm úrslitaleikir eftir. „Við erum í fallbaráttu og erum einum leik frá því að vera í fallsæti. Síðan verður fínt fyrir þetta lið að fá úrslitaleiki og þurfa að spila upp á eitthvað. Ekki fara í eitthvað heilalaust heldur erum við að fara í alvöru leiki og núna verðum við að sýna úr hverju menn eru gerðir og það verður spennandi að sjá,“ sagði Aron að lokum.
KR Besta deild karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti