Langyngst og eina konan í framboði til forseta IOC Sindri Sverrisson skrifar 16. september 2024 17:03 Kirsty Coventry er fremsta íþróttakona í sögu Simbabve og er í dag íþróttamálaráðherra þjóðarinnar. Getty/Mark Metcalfe Sjö manns sækjast eftir því að verða næsti forseti Alþjóða ólympíusambandsins, IOC, í mars á næsta ári þegar núverandi forseti, Thomas Bach, lætur af störfum. Í hópnum eru sex karlar og ein kona, Kirsty Coventry, en hún er jafnframt yngsti frambjóðandinn, 41 árs gömul, tuttugu árum yngri en flestir mótframbjóðendur hennar. Þjóðverjinn Bach tilkynnti eftir Ólympíuleikana í París í síðasta mánuði að hann hygðist hætta í mars, eftir að hafa verið forseti frá árinu 2013. Frambjóðendurnir eru: Prinsinn Feisal Al Hussein, 60 ára frá Jórdaníu Prinsinn er formaður jórdönsku ólympíunefndarinnar og hefur setið í framkvæmdastjórn IOC frá árinu 2019. Hann hefur einnig setið í framkvæmdastjórn ólympíunefndar Asíu en er fyrrverandi glímukappi og rallý-ökumaður. Sebastian Coe, 67 ára frá Bretlandi Coe er elsti frambjóðandinn. Hann varð á sínum tíma tvöfaldur Ólympíumeistari í 1.500 metra hlaupi og er í dag formaður alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Hann var þingmaður breska Íhaldsflokksins á tíunda áratug síðustu aldar, og leiddi síðar skipulagsnefnd Ólympíuleikanna í London 2012 og var yfir breska ólympíusambandinu. Kirsty Coventry, 41 árs frá Simbabve Coventry er yngsti frambjóðandinn og eina konan sem býður sig fram. Hún er auk þess eini frambjóðandinn frá Afríku. Hún varð Ólympíumeistari í sundi og er fremsti ólympíufari í sögu sinnar þjóðar. Í dag er hún íþróttamálaráðherra Simbabve. Johan Eliasch, 62 ára frá Bretlandi Vellauðugur frumkvöðull sem fæddist í Svíþjóð og hefur verið formaður alþjóða skíðasambandsins síðan árið 2021. David Lappartient, 51 árs frá Frakklandi Formaður alþjóða hjólreiðasambandsins og yfirmaður rafíþrótta innan IOC. Juan Antonio Samaranch, 64 ára frá Spáni Sonur fyrrverandi forseta IOC, sem gegndi embætti frá 1980 til 2001. Samaranch hefur verið einn af fjórum varaforsetum IOC í sex ár og setið í stjórn í 23 ár. Hann fór fyrir skipulagsnefnd fyrir Vetrarólympíuleikana í Peking 2022. Morinari Watanabe, 65 ára frá Japan Watanabe hefur verið formaður alþjóða fimleikasambandsins frá árinu 2016. Hann er fyrsti Japaninn sem býður sig fram sem forseti IOC og sat í skipulagsnefnd vegna Ólympíuleikanna í Tókýó. Ólympíuleikar Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira
Í hópnum eru sex karlar og ein kona, Kirsty Coventry, en hún er jafnframt yngsti frambjóðandinn, 41 árs gömul, tuttugu árum yngri en flestir mótframbjóðendur hennar. Þjóðverjinn Bach tilkynnti eftir Ólympíuleikana í París í síðasta mánuði að hann hygðist hætta í mars, eftir að hafa verið forseti frá árinu 2013. Frambjóðendurnir eru: Prinsinn Feisal Al Hussein, 60 ára frá Jórdaníu Prinsinn er formaður jórdönsku ólympíunefndarinnar og hefur setið í framkvæmdastjórn IOC frá árinu 2019. Hann hefur einnig setið í framkvæmdastjórn ólympíunefndar Asíu en er fyrrverandi glímukappi og rallý-ökumaður. Sebastian Coe, 67 ára frá Bretlandi Coe er elsti frambjóðandinn. Hann varð á sínum tíma tvöfaldur Ólympíumeistari í 1.500 metra hlaupi og er í dag formaður alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Hann var þingmaður breska Íhaldsflokksins á tíunda áratug síðustu aldar, og leiddi síðar skipulagsnefnd Ólympíuleikanna í London 2012 og var yfir breska ólympíusambandinu. Kirsty Coventry, 41 árs frá Simbabve Coventry er yngsti frambjóðandinn og eina konan sem býður sig fram. Hún er auk þess eini frambjóðandinn frá Afríku. Hún varð Ólympíumeistari í sundi og er fremsti ólympíufari í sögu sinnar þjóðar. Í dag er hún íþróttamálaráðherra Simbabve. Johan Eliasch, 62 ára frá Bretlandi Vellauðugur frumkvöðull sem fæddist í Svíþjóð og hefur verið formaður alþjóða skíðasambandsins síðan árið 2021. David Lappartient, 51 árs frá Frakklandi Formaður alþjóða hjólreiðasambandsins og yfirmaður rafíþrótta innan IOC. Juan Antonio Samaranch, 64 ára frá Spáni Sonur fyrrverandi forseta IOC, sem gegndi embætti frá 1980 til 2001. Samaranch hefur verið einn af fjórum varaforsetum IOC í sex ár og setið í stjórn í 23 ár. Hann fór fyrir skipulagsnefnd fyrir Vetrarólympíuleikana í Peking 2022. Morinari Watanabe, 65 ára frá Japan Watanabe hefur verið formaður alþjóða fimleikasambandsins frá árinu 2016. Hann er fyrsti Japaninn sem býður sig fram sem forseti IOC og sat í skipulagsnefnd vegna Ólympíuleikanna í Tókýó.
Ólympíuleikar Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira