Uppgjörið: Fylkir - Víkingur- 0-6 | Miskunnarlausir Víkingar á toppnum Árni Jóhannsson skrifar 16. september 2024 18:30 Ari Sigurpálsson var stjarna kvöldsins en það var erfitt að velja einn. Tvö mörk og stoðsending hjá Ara. vísir/Diego Íslandsmeistarar Víkings komu, sáu og sigruðu lánlausa Fylkismenn í Árbænum fyrr í kvöld. Frammistaða Víkings var næsta óaðfinnanleg og enduðu þeir á því að skora sex mörk í leiðinni í toppsæti deildarinnar. Fylkir byrjaði með boltann og átti eina sóknarlotu áður en þeir misstu boltann til Víkings og eftir það var gestaliðið með boltann nánast allan fyrri hálfleikinn. Fylkir lá til baka en það kom ekki í veg fyrir að Víkingur skoraði þrjú mörk. Íslands- og bikarmeistararni sýndu afhverju nánast allir titlar undanfarinna ára hafa ratað í Fossvoginn og áttu mjög auðvelt með að koma sér í góðar stöður. Heimamenn voru líka sjálfum sér verstir og töpuðu boltarnir hjá Fylki leiddu til marka. Ari Sigurpálsson skoraði fyrsta markið á fjórðu mínútu en Matthias Præst Nielsen tapaði þá boltanum klaufalega við vítateigslínuna og Ari þakkaði fyrir sig með því að skrúfa boltann í fjærhornið. Sjö mínútum síðar var Ari var síðan í hlutverki sendanda í marki númer tvö en þá fann hann Nikolaj Hansen sem stýrði boltanum snyrtilega í fjærhornið með utanverðum fæti sínum og Víkingur í draumalandi. Danijel Dejan Djuric geirnegldi stigin þrjú með því að vinna boltann inn í vítateig Fylkis, rekja boltann upp að vítateigslínu og hamra boltanum í fjærhornið. Þriðja markið leit dagsins ljós á 33. mínútu og Víkingur með þægilegt forskot í hálfleik. Fylkismenn reyndu að bregðast við í síðari hálfleik en við það að færa sig framar þá komust gestirnir á bakvið vörnina og bættu við þremur mörkum þannig í síðari hálfleik. Ari Sigurpálss. reið á vaðið og skoraði sitt annað mark á 63. mínútu og þremur mínútum síðar var Daði Berg Jónsson mættur til að pota boltanum inn eftir sendingu Helga Guðjónssonar. Helgi fékk síðan frábæra sendingu inn fyrir vörn Fylkis á 82. mínútu og rak smiðshöggið á 0-6 sigur Víkings sem eru efstir og með átta mörkum betur en Blikar sem eru í öðru sæti og jafnmörg stig. Það er líklegt að þessi lið muni heyja loka orrustu um Íslandsmeistaratitilinn í lok október. Atvikið Ég ætla að velja fyrsta markið sem Ari skoraði. Það var lýsandi fyrir leikinn. Víkingur var miskunnarlaust og þefaði upp öll mistök Fylkis og refsaði fyrir þau. Stjörnur og skúrkar Víkingsliðið er svo stútfullt af hæfileikum og sjálfstrausti þessa dagana að það eru allir að gera tilkall til þess að vera stjörnurnar. Ari Sigurpálsson var aðalstjarnan í dag með tvö mörk og stoðsendingu. Dómarinn Erlendur var með góð tök á leiknum. Spjaldaði það sem þurfti að spjalda og var með föðurlegt tiltal þess á milli. Fjórða mark Víkings var mögulega rangstæða en hafði engin úrslitaáhrif. Sjö í einkunn. Stemmning og umgjörð Aðstæður voru ekki góðar kannski. Mígandi rigning allan tímann og rok. Það kom ekki að sök. Stuðningsmenn Víkings létu vel í sér heyra og það gerðu Fylkismenn líka á köflum. 638 áhorfendur í dag sem verður bara að teljast gott miðað við veður. Ari Sigurpálsson: Fáum aukastig fyrir svona stóran sigur „Þessi sigur gefur aukastig og aukasjálfstraust inn í úrslitakeppnina þannig að við verðum að vera ánægðir með þetta“, sagði maður leiksins Ari Sigurpálsson þegar hann var inntur eftir viðbrögðum skömmu eftir leik. Víkingur skoraði sex mörk og hélt Fylki langt frá sér allan tímann. Ari átti þátt í þremur markanna og var spurður hvort að Arnar Gunnlaugsson hafi beðið þá um að vera extra miskunnarlausir í dag. „Mér fannst við byrja leikinn mjög vel og við vera miskunnarlausir. Allavega í fyrri hálfleik. Í byrjun seinni hálfleiks þá vorum við dálítið sloppy og hleyptum þeim aðeins inn en eftir fjórða markið þá duttu þeir aftur niður og við héldum áfram að stjórna leiknum. Sex mörk, það er ekki hægt að biðja um mikið meira en það.“ Er erfitt fyrir leikmenn að koma út í seinni hálfleik þegar forystan er þægileg og fyrirstaðan lítil? „Nei nei, ekki að mínu mati. Menn eru samt með það á bakvið eyrað að það er úrslitleikur á laugardaginn og það er búið að vera álag þannig að það hefur áhrif.“ Þjálfari Víkings vildi fá að sjá að menn vildu spila bikarúrslitaleikinn á laugardaginn. Ari gerir í það minnsta tilkall. „Ég var að fíla mig mjög vel og ég reyni að gera mitt besta.“ Hvernig sér Ari úrslitakeppnina fyrir sér? „Við erum komnir með aukastig með því að vinna þennan leik svona stórt. Ég held að þetta verði geggjuð úrslitakeppni og það er geggjað að sjá hvað stuðningsmennirnir okkar eru duglegir að mæta. Sérstaklega út af því að það er ömurlegt veður og menn eru tilbúnir að styðja okkur áfram.“ Skiptir það ekki máli að hafa heimavöllinn í mögulegum úrslitaleik um titilinn? „Já ef við horfum á leikinn við Blika út á móti því hvernig það var heima. Við pökkuðum þeim saman heima en vorum í ströggli úti. Þannig að það skiptir máli.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Fylkir
Íslandsmeistarar Víkings komu, sáu og sigruðu lánlausa Fylkismenn í Árbænum fyrr í kvöld. Frammistaða Víkings var næsta óaðfinnanleg og enduðu þeir á því að skora sex mörk í leiðinni í toppsæti deildarinnar. Fylkir byrjaði með boltann og átti eina sóknarlotu áður en þeir misstu boltann til Víkings og eftir það var gestaliðið með boltann nánast allan fyrri hálfleikinn. Fylkir lá til baka en það kom ekki í veg fyrir að Víkingur skoraði þrjú mörk. Íslands- og bikarmeistararni sýndu afhverju nánast allir titlar undanfarinna ára hafa ratað í Fossvoginn og áttu mjög auðvelt með að koma sér í góðar stöður. Heimamenn voru líka sjálfum sér verstir og töpuðu boltarnir hjá Fylki leiddu til marka. Ari Sigurpálsson skoraði fyrsta markið á fjórðu mínútu en Matthias Præst Nielsen tapaði þá boltanum klaufalega við vítateigslínuna og Ari þakkaði fyrir sig með því að skrúfa boltann í fjærhornið. Sjö mínútum síðar var Ari var síðan í hlutverki sendanda í marki númer tvö en þá fann hann Nikolaj Hansen sem stýrði boltanum snyrtilega í fjærhornið með utanverðum fæti sínum og Víkingur í draumalandi. Danijel Dejan Djuric geirnegldi stigin þrjú með því að vinna boltann inn í vítateig Fylkis, rekja boltann upp að vítateigslínu og hamra boltanum í fjærhornið. Þriðja markið leit dagsins ljós á 33. mínútu og Víkingur með þægilegt forskot í hálfleik. Fylkismenn reyndu að bregðast við í síðari hálfleik en við það að færa sig framar þá komust gestirnir á bakvið vörnina og bættu við þremur mörkum þannig í síðari hálfleik. Ari Sigurpálss. reið á vaðið og skoraði sitt annað mark á 63. mínútu og þremur mínútum síðar var Daði Berg Jónsson mættur til að pota boltanum inn eftir sendingu Helga Guðjónssonar. Helgi fékk síðan frábæra sendingu inn fyrir vörn Fylkis á 82. mínútu og rak smiðshöggið á 0-6 sigur Víkings sem eru efstir og með átta mörkum betur en Blikar sem eru í öðru sæti og jafnmörg stig. Það er líklegt að þessi lið muni heyja loka orrustu um Íslandsmeistaratitilinn í lok október. Atvikið Ég ætla að velja fyrsta markið sem Ari skoraði. Það var lýsandi fyrir leikinn. Víkingur var miskunnarlaust og þefaði upp öll mistök Fylkis og refsaði fyrir þau. Stjörnur og skúrkar Víkingsliðið er svo stútfullt af hæfileikum og sjálfstrausti þessa dagana að það eru allir að gera tilkall til þess að vera stjörnurnar. Ari Sigurpálsson var aðalstjarnan í dag með tvö mörk og stoðsendingu. Dómarinn Erlendur var með góð tök á leiknum. Spjaldaði það sem þurfti að spjalda og var með föðurlegt tiltal þess á milli. Fjórða mark Víkings var mögulega rangstæða en hafði engin úrslitaáhrif. Sjö í einkunn. Stemmning og umgjörð Aðstæður voru ekki góðar kannski. Mígandi rigning allan tímann og rok. Það kom ekki að sök. Stuðningsmenn Víkings létu vel í sér heyra og það gerðu Fylkismenn líka á köflum. 638 áhorfendur í dag sem verður bara að teljast gott miðað við veður. Ari Sigurpálsson: Fáum aukastig fyrir svona stóran sigur „Þessi sigur gefur aukastig og aukasjálfstraust inn í úrslitakeppnina þannig að við verðum að vera ánægðir með þetta“, sagði maður leiksins Ari Sigurpálsson þegar hann var inntur eftir viðbrögðum skömmu eftir leik. Víkingur skoraði sex mörk og hélt Fylki langt frá sér allan tímann. Ari átti þátt í þremur markanna og var spurður hvort að Arnar Gunnlaugsson hafi beðið þá um að vera extra miskunnarlausir í dag. „Mér fannst við byrja leikinn mjög vel og við vera miskunnarlausir. Allavega í fyrri hálfleik. Í byrjun seinni hálfleiks þá vorum við dálítið sloppy og hleyptum þeim aðeins inn en eftir fjórða markið þá duttu þeir aftur niður og við héldum áfram að stjórna leiknum. Sex mörk, það er ekki hægt að biðja um mikið meira en það.“ Er erfitt fyrir leikmenn að koma út í seinni hálfleik þegar forystan er þægileg og fyrirstaðan lítil? „Nei nei, ekki að mínu mati. Menn eru samt með það á bakvið eyrað að það er úrslitleikur á laugardaginn og það er búið að vera álag þannig að það hefur áhrif.“ Þjálfari Víkings vildi fá að sjá að menn vildu spila bikarúrslitaleikinn á laugardaginn. Ari gerir í það minnsta tilkall. „Ég var að fíla mig mjög vel og ég reyni að gera mitt besta.“ Hvernig sér Ari úrslitakeppnina fyrir sér? „Við erum komnir með aukastig með því að vinna þennan leik svona stórt. Ég held að þetta verði geggjuð úrslitakeppni og það er geggjað að sjá hvað stuðningsmennirnir okkar eru duglegir að mæta. Sérstaklega út af því að það er ömurlegt veður og menn eru tilbúnir að styðja okkur áfram.“ Skiptir það ekki máli að hafa heimavöllinn í mögulegum úrslitaleik um titilinn? „Já ef við horfum á leikinn við Blika út á móti því hvernig það var heima. Við pökkuðum þeim saman heima en vorum í ströggli úti. Þannig að það skiptir máli.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti