Snerting framlag Íslands til Óskarsins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. september 2024 14:07 Egill Ólafsson sést hér í hlutverki Kristófers í Snertingu. Lilja Jóns Kvikmyndin Snerting verður framlag Íslands til Óskarsveðlaunanna 2025. Í janúar verður ljóst hvort myndin hlýtur tilnefningu til verðlauna eða ekki. Í tilkynningu frá Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni, ÍKSA, segir að dómnefnd á vegum akademíunnar hafi valið myndina sem framlag Íslands. Í henni hafi setið fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Hrífandi saga um litlu augnablikin Í umsögn dómnefndarinnar sagði meðal annars að Snerting væri í senn epísk og mannleg saga um tilfinningar, ást eftirsjá og litlu augnablikin í lífi hvers manns sem öðlist merkingu þegar horft væri til baka. „Snerting er hrífandi saga um mennskuna, menningarheima sem skarast á og leitina að svörum við ósvöruðum spurningum. Atvik og örlög heillar mannsævi fléttuð saman í órofa heild,” segir þá í umsögninni. Óskarsverðlaunahátíðin 2025 verður haldin 2. mars næstkomandi. Ferli kosninga Akademíunnar er þannig að stuttlistinn svokallaði verður kynntur 17. desember næstkomandi, en tilnefningar til verðlaunanna verða opinberaðar 17. janúar 2025. Því er ekki enn útséð með það hvort myndin hljóti tilnefningu til verðlaunanna. Egill Ólafsson fer með aðalhlutverk í myndinni, en í maí síðastliðnum hitti Heimir Már Pétursson Egil og ræddi við hann um myndina, glímuna við Parkinson, ferilinn og fleira. Snerting er byggð á samnefndri skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar frá árinu 2021. Baltasar Kormákur leikstýrði myndinni og skrifaði handritið, ásamt Ólafi. Hefur farið vítt og breitt Aðalhlutverkið er líkt og áður sagði í höndum Egils Ólafssonar en auk hans fara þau Pálmi Kormákur, Sigurður Ingvarsson, María Ellingsen, Theodór Júlíusson, Starkaður Pétursson og Benedikt Erlingsson með hlutverk í myndinni. Japönsku leikararnir Koki, Yoko Narahashi, Masatoshi Nakamura, Meg Kubota og Eiji Mihara fara einnig með hlutverk í Snertingu. Snerting segir frá Kristófer, sjötugum ekkli sem kominn er á eftirlaun. Hann leggur upp í ferðalag, þegar heimsfaraldurinn er skollinn á, í von um að finna skýringu á því hvað orðið hafi um kærustu hans sem hvarf sporlaust frá London 50 árum áður. För hans leiðir hann yfir hálfan hnöttinn og alla leið til Japans. Myndin var frumsýnd hér á landi 29. maí síðastliðinn, en hefur einnig verið sýnd í kvikmyndahúsum í Þýskalandi, Ástralíu, Bretlandi, Írlandi, Singapúr og Ítalíu ásamt því að vera sýnd á kvikmyndahátíðum víða um heim, auk þess að hafa fengið góða dóma víða um heim. Hún verður frumsýnd enn víðar seinna á þessu ári og byrjun árs 2025. Kvikmyndagerð á Íslandi Óskarsverðlaunin Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Í tilkynningu frá Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni, ÍKSA, segir að dómnefnd á vegum akademíunnar hafi valið myndina sem framlag Íslands. Í henni hafi setið fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Hrífandi saga um litlu augnablikin Í umsögn dómnefndarinnar sagði meðal annars að Snerting væri í senn epísk og mannleg saga um tilfinningar, ást eftirsjá og litlu augnablikin í lífi hvers manns sem öðlist merkingu þegar horft væri til baka. „Snerting er hrífandi saga um mennskuna, menningarheima sem skarast á og leitina að svörum við ósvöruðum spurningum. Atvik og örlög heillar mannsævi fléttuð saman í órofa heild,” segir þá í umsögninni. Óskarsverðlaunahátíðin 2025 verður haldin 2. mars næstkomandi. Ferli kosninga Akademíunnar er þannig að stuttlistinn svokallaði verður kynntur 17. desember næstkomandi, en tilnefningar til verðlaunanna verða opinberaðar 17. janúar 2025. Því er ekki enn útséð með það hvort myndin hljóti tilnefningu til verðlaunanna. Egill Ólafsson fer með aðalhlutverk í myndinni, en í maí síðastliðnum hitti Heimir Már Pétursson Egil og ræddi við hann um myndina, glímuna við Parkinson, ferilinn og fleira. Snerting er byggð á samnefndri skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar frá árinu 2021. Baltasar Kormákur leikstýrði myndinni og skrifaði handritið, ásamt Ólafi. Hefur farið vítt og breitt Aðalhlutverkið er líkt og áður sagði í höndum Egils Ólafssonar en auk hans fara þau Pálmi Kormákur, Sigurður Ingvarsson, María Ellingsen, Theodór Júlíusson, Starkaður Pétursson og Benedikt Erlingsson með hlutverk í myndinni. Japönsku leikararnir Koki, Yoko Narahashi, Masatoshi Nakamura, Meg Kubota og Eiji Mihara fara einnig með hlutverk í Snertingu. Snerting segir frá Kristófer, sjötugum ekkli sem kominn er á eftirlaun. Hann leggur upp í ferðalag, þegar heimsfaraldurinn er skollinn á, í von um að finna skýringu á því hvað orðið hafi um kærustu hans sem hvarf sporlaust frá London 50 árum áður. För hans leiðir hann yfir hálfan hnöttinn og alla leið til Japans. Myndin var frumsýnd hér á landi 29. maí síðastliðinn, en hefur einnig verið sýnd í kvikmyndahúsum í Þýskalandi, Ástralíu, Bretlandi, Írlandi, Singapúr og Ítalíu ásamt því að vera sýnd á kvikmyndahátíðum víða um heim, auk þess að hafa fengið góða dóma víða um heim. Hún verður frumsýnd enn víðar seinna á þessu ári og byrjun árs 2025.
Kvikmyndagerð á Íslandi Óskarsverðlaunin Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira