Viðurkennir mistök en segir lögregluna hafa „lamið hundinn úr sér“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. september 2024 23:02 Tyreek Hill á blaðamannafundi en á myndinni til hægri má sjá hann leika eftir handtökuna í fagnaðarlátum í sigri liðsins síðar sama dag. Getty Images/Megan Briggs/Don Juan Moore Tyreek Hill, útherji Miami Dolphins í NFL-deildinni, viðurkennir að hann hefði getað gert hlutina öðruvísi þegar lögreglan stöðvaði hann á leið hans á leikvang Höfrunganna. Hill gagnrýnir þó framgang lögreglumannanna sem grýttu honum í jörðina áður en þeir handjárnuðu hann og settu hné sitt í bakið á honum. Á sunnudag unnu Höfrungarnir endurkomusigur á Jacksonville Jaguars en fyrr sama dag var Hill handtekinn þegar hann var rétt ókominn á völlinn í aðdraganda leiksins. Myndband náðist af atvikinu sem og myndbandsupptaka lögreglunnar hefur verið gerð opinberuð. Þar sést að lögreglumennirnir sem stöðvuðu Hill beittu óþarfa valdi eftir að Hill hafði gerst sekur um umferðalagabrot. Hill viðurkennir að það hafi verið mistök að skrúfa gluggann upp eftir að hafa rétt lögreglunni ökuskírteini sitt en lögreglumaðurinn hafi sérstaklega beðið hann um að skilja rúðuna eftir opna. „Ég hefði getað meðhöndlað þetta betur. Hefði til að mynda getað skilið eftir rifu á glugganum. En málið með mig er að ég vil ekki athygli, ég vildi ekki sjá síma og myndavélar á lofti á þessum tímapunkti,“ sagði Hill um atvikið. „Í enda dags er ég manneskja og verð að fylgja reglum, ég verð að gera það sama og allir aðrir hefðu gert.“ Myndband af handtökunni sýnir að lögreglan beitti óþarfa afli við að henda Hill í jörðina og handjárna ásamt því að honum var haldið niðri af lögreglumanni sem setti hné sitt í bakið á leikmanninum. Ekki nóg með það heldur var Calais Campbell, samherji Hill, einnig handjárnaður eftir að hafa stöðvað og spurt hvað væri í gangi þegar hann sá liðsfélaga sinn liggjandi handjárnaðan í jörðinni. „Gefur hegðun mín þeim leyfi til að berja hundinn út úr mér? Alls ekki. Ég vildi þó óska þess að ég gæti og hefði gert hlutina öðruvísi,“ sagði Hill einnig. Í lok viðtalsins bætti hann svo við að það væri deginum ljósara að lögreglumaðurinn Danny Torres ætti að vera rekinn vegna hegðunar sinnar. Hann tók þá fram að hann beri virðingu fyrir störfum lögreglunnar og ætli ekki að krjúpa í næsta leik Höfrunganna. Hill var upphaflega stöðvaður fyrir glannalegan akstur og að vera ekki í bílbelti. Hvað leikinn varðar þá skoraði hann snertimark í naumum sigri Dolphins en í frétt The Guardian segir að atvikið hafi haft áhrif á bæði leik- og starfslið félagsins. NFL Lögreglumál Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Sjá meira
Á sunnudag unnu Höfrungarnir endurkomusigur á Jacksonville Jaguars en fyrr sama dag var Hill handtekinn þegar hann var rétt ókominn á völlinn í aðdraganda leiksins. Myndband náðist af atvikinu sem og myndbandsupptaka lögreglunnar hefur verið gerð opinberuð. Þar sést að lögreglumennirnir sem stöðvuðu Hill beittu óþarfa valdi eftir að Hill hafði gerst sekur um umferðalagabrot. Hill viðurkennir að það hafi verið mistök að skrúfa gluggann upp eftir að hafa rétt lögreglunni ökuskírteini sitt en lögreglumaðurinn hafi sérstaklega beðið hann um að skilja rúðuna eftir opna. „Ég hefði getað meðhöndlað þetta betur. Hefði til að mynda getað skilið eftir rifu á glugganum. En málið með mig er að ég vil ekki athygli, ég vildi ekki sjá síma og myndavélar á lofti á þessum tímapunkti,“ sagði Hill um atvikið. „Í enda dags er ég manneskja og verð að fylgja reglum, ég verð að gera það sama og allir aðrir hefðu gert.“ Myndband af handtökunni sýnir að lögreglan beitti óþarfa afli við að henda Hill í jörðina og handjárna ásamt því að honum var haldið niðri af lögreglumanni sem setti hné sitt í bakið á leikmanninum. Ekki nóg með það heldur var Calais Campbell, samherji Hill, einnig handjárnaður eftir að hafa stöðvað og spurt hvað væri í gangi þegar hann sá liðsfélaga sinn liggjandi handjárnaðan í jörðinni. „Gefur hegðun mín þeim leyfi til að berja hundinn út úr mér? Alls ekki. Ég vildi þó óska þess að ég gæti og hefði gert hlutina öðruvísi,“ sagði Hill einnig. Í lok viðtalsins bætti hann svo við að það væri deginum ljósara að lögreglumaðurinn Danny Torres ætti að vera rekinn vegna hegðunar sinnar. Hann tók þá fram að hann beri virðingu fyrir störfum lögreglunnar og ætli ekki að krjúpa í næsta leik Höfrunganna. Hill var upphaflega stöðvaður fyrir glannalegan akstur og að vera ekki í bílbelti. Hvað leikinn varðar þá skoraði hann snertimark í naumum sigri Dolphins en í frétt The Guardian segir að atvikið hafi haft áhrif á bæði leik- og starfslið félagsins.
NFL Lögreglumál Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum