Hugrenningar forstöðumanns Dögg Þrastardóttir skrifar 12. september 2024 14:00 Það hefur vafalaust ekki farið fram hjá neinum sem les fréttir eða skoðar samfélagsmiðla að hnífaburður meðal ungmenna hefur aukist og allir eru á tánum hvað við getum gert í þessum efnum. Við erum hrædd um ungmennin okkar en ég upplifi líka að fólk sé hrætt við þau. Hið minnsta er fólk hrætt við að hafa starfsemi sem hjálpar þeim í návígi við sig að því er virðist en vill samt að starfsemin sé til staðar. En hvar á hún þá að vera? Þar sem enginn er? Langt frá allri þjónustu? Afskekkt þar sem erfitt er að manna með fólki sem hefur þekkingu og eða reynslu á þessu sviði? Hvar viljum við hafa börnin? Þar sem þau eru ekki fyrir, því þau mega ekki taka pláss né tilheyra? Ég velti því fyrir mér hvernig fólk sér fyrir sér að starf á meðferðarheimili með unglingum sem flest hver hafa verið á mjög slæmum stað í lífinu og jafnvel gert hluti sem þau sjá eftir? Ætli starfið sé ekki barningur dag eftir dag? Þau að beita ofbeldi statt og stöðugt? Með hnífum? Mikil neysla? Brotið og bramlað? Stutta svarið við þessu er nei, þetta er ekki þannig. Heilt yfir gengur starfið og vinnan með ungmennunum vel. Starfið byggir á að koma inn rútínu s.s. að vakna á morgnana, borða á matmálstímum ásamt því að ýta undir virkni, hvort sem það er að mæta í skóla eða vinnu. Þá erum við að vinna með einstaklinginn í hópatímum og einstaklingstímum. Flesta daga er tómstundum sinnt og um helgar brjótum við upp starfið með minni eða stærri afþreyingu. Allt er þetta unnið út frá hverjum og einum. Við vinnum út frá hugmyndafræði um stöðustyrkjandi viðmót (e: status dynamic approach), áfallamiðaða nálgun (e: trauma informed care) og áhugahvetjandi samtal (e: motivational interviewing (MI)). Stöðustyrkjandi viðmót er aðferð notuð til að styrkja stöðu einstaklings. Áfallamiðuð nálgun byggir á þeirri forsendu að fjölmargir eigi sér sögu um áföll. Því sé mikilvægt að skapa ekki aðstæður sem ýta undir áfallaviðbrögð heldur stöðugt og öruggt umhverfi sem eflir jákvæðan þroska. Áhugahvetjandi samtal er einstaklingsmiðuð leið sem byggir á samvinnu og leiðbeiningu til að kalla fram og styrkja innri áhugahvöt einstaklinga til breytinga. Oftast nær gengur dagurinn mjög vel fyrir sig og hópurinn er virkur en stundum koma tímabil þar sem einhverjir eiga erfitt með að vakna á morgnana og koma sér í virkni og er það þá algengasta áskorunin. En auðvitað verða líka uppákomur, jafnvel mjög erfiðar uppákomur. Þær eru sem betur fer sjaldgæfar og er starfsfólkið þjálfað í að takast á við þær. Þegar annað gengur ekki þá fáum við aðstoð frá lögreglu. Nágrannar eða þeir sem keyra framhjá verða einskis varir nema þá að þeir sjái lögreglubíl. Allskonar getur vissulega gerst. Lang oftast fáum við að sjá góðu hliðarnar hjá krökkunum, hvers þau eru megn, hvaða hæfileikum þau eru gædd og reynum að ýta undir þá. Því trúið mér, þau hafa flest hver alveg fengið að kynnast því á ólíkum sviðum hvað þau eru ómöguleg. Þau þurfa að öðlast trú á sér, byggja sig upp, finna að þau tilheyri og fái pláss. Gefum þeim pláss og leyfum þeim að finna að þau tilheyri! Því þrátt fyrir allt þá eru þetta góðir krakkar með slæma reynslu á bakinu. Höfundur er forstöðumaður á Meðferðarheimilinu Lækjarbakka sem leitar að logandi ljósi að húsnæði undir starfsemina sína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vopnaburður barna og ungmenna Meðferðarheimili Rangárþing ytra Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Ábyrgð ríkis og sveitarfélaga er mikil Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Það hefur vafalaust ekki farið fram hjá neinum sem les fréttir eða skoðar samfélagsmiðla að hnífaburður meðal ungmenna hefur aukist og allir eru á tánum hvað við getum gert í þessum efnum. Við erum hrædd um ungmennin okkar en ég upplifi líka að fólk sé hrætt við þau. Hið minnsta er fólk hrætt við að hafa starfsemi sem hjálpar þeim í návígi við sig að því er virðist en vill samt að starfsemin sé til staðar. En hvar á hún þá að vera? Þar sem enginn er? Langt frá allri þjónustu? Afskekkt þar sem erfitt er að manna með fólki sem hefur þekkingu og eða reynslu á þessu sviði? Hvar viljum við hafa börnin? Þar sem þau eru ekki fyrir, því þau mega ekki taka pláss né tilheyra? Ég velti því fyrir mér hvernig fólk sér fyrir sér að starf á meðferðarheimili með unglingum sem flest hver hafa verið á mjög slæmum stað í lífinu og jafnvel gert hluti sem þau sjá eftir? Ætli starfið sé ekki barningur dag eftir dag? Þau að beita ofbeldi statt og stöðugt? Með hnífum? Mikil neysla? Brotið og bramlað? Stutta svarið við þessu er nei, þetta er ekki þannig. Heilt yfir gengur starfið og vinnan með ungmennunum vel. Starfið byggir á að koma inn rútínu s.s. að vakna á morgnana, borða á matmálstímum ásamt því að ýta undir virkni, hvort sem það er að mæta í skóla eða vinnu. Þá erum við að vinna með einstaklinginn í hópatímum og einstaklingstímum. Flesta daga er tómstundum sinnt og um helgar brjótum við upp starfið með minni eða stærri afþreyingu. Allt er þetta unnið út frá hverjum og einum. Við vinnum út frá hugmyndafræði um stöðustyrkjandi viðmót (e: status dynamic approach), áfallamiðaða nálgun (e: trauma informed care) og áhugahvetjandi samtal (e: motivational interviewing (MI)). Stöðustyrkjandi viðmót er aðferð notuð til að styrkja stöðu einstaklings. Áfallamiðuð nálgun byggir á þeirri forsendu að fjölmargir eigi sér sögu um áföll. Því sé mikilvægt að skapa ekki aðstæður sem ýta undir áfallaviðbrögð heldur stöðugt og öruggt umhverfi sem eflir jákvæðan þroska. Áhugahvetjandi samtal er einstaklingsmiðuð leið sem byggir á samvinnu og leiðbeiningu til að kalla fram og styrkja innri áhugahvöt einstaklinga til breytinga. Oftast nær gengur dagurinn mjög vel fyrir sig og hópurinn er virkur en stundum koma tímabil þar sem einhverjir eiga erfitt með að vakna á morgnana og koma sér í virkni og er það þá algengasta áskorunin. En auðvitað verða líka uppákomur, jafnvel mjög erfiðar uppákomur. Þær eru sem betur fer sjaldgæfar og er starfsfólkið þjálfað í að takast á við þær. Þegar annað gengur ekki þá fáum við aðstoð frá lögreglu. Nágrannar eða þeir sem keyra framhjá verða einskis varir nema þá að þeir sjái lögreglubíl. Allskonar getur vissulega gerst. Lang oftast fáum við að sjá góðu hliðarnar hjá krökkunum, hvers þau eru megn, hvaða hæfileikum þau eru gædd og reynum að ýta undir þá. Því trúið mér, þau hafa flest hver alveg fengið að kynnast því á ólíkum sviðum hvað þau eru ómöguleg. Þau þurfa að öðlast trú á sér, byggja sig upp, finna að þau tilheyri og fái pláss. Gefum þeim pláss og leyfum þeim að finna að þau tilheyri! Því þrátt fyrir allt þá eru þetta góðir krakkar með slæma reynslu á bakinu. Höfundur er forstöðumaður á Meðferðarheimilinu Lækjarbakka sem leitar að logandi ljósi að húsnæði undir starfsemina sína.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun