Fleiri fresta læknisferðum vegna langra biðlista Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. september 2024 12:02 Biðlistar lengjast og fólk frestar læknisferðum. Vísir/Vilhelm Fólki sem frestar læknisferðum vegna langra biðlista hefur fjölgað á síðustu mánuðum og sum heimili bera óhóflegan kostnað af heilbrigðisþjónustu. Þetta eru niðurstöður rannsóknar, sem kynntar eru að hluta á málþingi ASÍ um félagslegt heilbrigðiskerfi í dag. ASÍ, BSRB og ÖBÍ standa að málþingi um jafnrétti í heilbrigðisþjónustu. Málþingið hefst klukkan tvö og er í tilefni útgáfu bókarinnar Jafnrétti í heilbrigðisþjónustu, sem er þýðing á riti Göran Dahlgren um málaflokkinn og hvernig reynslan hefur verið í Svíþjóð undanfarna áratugi. Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði á heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands, hefur verið að rannsaka þróun þessara mála hér á landi. Hann segir að undanfarin ár hafi tekist að lækka hlutfallslega kostnað sjúklinga en hann skiptist misjafnlega milli einstakra hópa. „Sum heimili hafa óhóflega kostnaðarbirgði af heilbrigðisþjónustunni og okkur hefur ekki tekist að jafna þessa stöðu nógu vel milli heimila,“ segir Rúnar. „Mesta kostnaðarbirgði bera heimili ungs fólks, einhleypra og einstæðra foreldra og fólks með minni menntun en þó sérstaklega fólks með lægri tekjur, langveikra og öryrkja.“ Aukin frestun og lengri biðlistar Þá hafi okkur miðað af leið þegar kemur að aðgengi að heilbrigðisþjónustu. „Við sjáum til dæmis að því hefur heldur fjölgað fólki sem frestar að leita til læknis undanfarna mánuði. Meginástæðan, sérstaklega á Reykjavíkursvæðinu er löng bið eftir að fá tíma.“ Á sama tíma hafi rekstrarformi heilsugæslustöðvanna á höfuðborgarsvæðinu verið breytt, til dæmis hafi einkareknum stofum fjölgað. „Ein hugmyndin var sú að þetta myndi bæta nýliðun og auka aðgengi að þjónustunni en við sjáum ekki dæmi um að það hafi tekist. Það er heldur aukning í frestun og lengingu biðlista,“ segir Rúnar. „Niðurstaðana er raunverulega sú að hið opinbera þarf að koma með virkari hætti og skipulegar að bæði fjármögnun og rekstri heilbrigðisþjónustunnar til að tryggja okkar meginmarkmið í félagslegu heilbrigðiskerfi, sem er sem jafnast aðgengi allra að þeirri þjónustu sem þörf er á.“ Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn tveggja sorphirðufyrirtækja grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Sjá meira
ASÍ, BSRB og ÖBÍ standa að málþingi um jafnrétti í heilbrigðisþjónustu. Málþingið hefst klukkan tvö og er í tilefni útgáfu bókarinnar Jafnrétti í heilbrigðisþjónustu, sem er þýðing á riti Göran Dahlgren um málaflokkinn og hvernig reynslan hefur verið í Svíþjóð undanfarna áratugi. Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði á heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands, hefur verið að rannsaka þróun þessara mála hér á landi. Hann segir að undanfarin ár hafi tekist að lækka hlutfallslega kostnað sjúklinga en hann skiptist misjafnlega milli einstakra hópa. „Sum heimili hafa óhóflega kostnaðarbirgði af heilbrigðisþjónustunni og okkur hefur ekki tekist að jafna þessa stöðu nógu vel milli heimila,“ segir Rúnar. „Mesta kostnaðarbirgði bera heimili ungs fólks, einhleypra og einstæðra foreldra og fólks með minni menntun en þó sérstaklega fólks með lægri tekjur, langveikra og öryrkja.“ Aukin frestun og lengri biðlistar Þá hafi okkur miðað af leið þegar kemur að aðgengi að heilbrigðisþjónustu. „Við sjáum til dæmis að því hefur heldur fjölgað fólki sem frestar að leita til læknis undanfarna mánuði. Meginástæðan, sérstaklega á Reykjavíkursvæðinu er löng bið eftir að fá tíma.“ Á sama tíma hafi rekstrarformi heilsugæslustöðvanna á höfuðborgarsvæðinu verið breytt, til dæmis hafi einkareknum stofum fjölgað. „Ein hugmyndin var sú að þetta myndi bæta nýliðun og auka aðgengi að þjónustunni en við sjáum ekki dæmi um að það hafi tekist. Það er heldur aukning í frestun og lengingu biðlista,“ segir Rúnar. „Niðurstaðana er raunverulega sú að hið opinbera þarf að koma með virkari hætti og skipulegar að bæði fjármögnun og rekstri heilbrigðisþjónustunnar til að tryggja okkar meginmarkmið í félagslegu heilbrigðiskerfi, sem er sem jafnast aðgengi allra að þeirri þjónustu sem þörf er á.“
Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn tveggja sorphirðufyrirtækja grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda