Innlent

Eldur í bíl á Reykja­nes­braut

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Eldurinn kviknaði rétt ofan við Reykjanesbæ.
Eldurinn kviknaði rétt ofan við Reykjanesbæ. Vísir/Egill

Eldur kviknaði í bíl á Reykjanesbraut um hálf tvö. Búið er að slökkva eldinn.

Þetta staðfestir Davíð Heimisson, varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja. Hann segir bílinn vera rétt ofan við Reykjanesbæ.

Tilkynningin barst um klukkan tuttugu mínútur í tvö, og voru bæði slökkvilið og lögregla á vettvangi. Búið er að slökkva eldinn og hefur lögregla tekið við vettvangnum. Lokað var fyrir umferð um Reykjanesbrautina um tíma á meðan slökkvilið var að störfum.

Enginn var í bílnum þegar kviknaði í honum að sögn Davíðs.

Veistu meira? Áttu myndir af vettvangi? Sendu okkur á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×