Með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi Árni Sæberg skrifar 11. september 2024 16:39 Vilhjálmur er ekki ánægður með Benedikt Gíslason og hans menn í Arion banka. Vísir Vilhjálmur Birgisson segir ákvörðun Arion banka um að hækka vexti á verðtryggðum lánum með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi, sem hann segir hafa fengið að viðgangast á íslenskum fjármálamarkaði um árabil. Arion banki tilkynnti í morgun að vextir á verðtryggðum íbúðalánum hækkuðu frá og með deginum í dag um 0,5 og 0,6 prósentustig. Það gerir fimmtán prósent hækkun á breytilegum vöxtum og tólf prósent á föstum. Í tilkynningu bankans segir að breytingar á vöxtum verðtryggra útlána séu meðal annars tilkomnar vegna hækkunar á ávöxtunarkröfu verðtryggðrar fjármögnunar. Verðtryggingarjöfnuður jákvæður um tæpa 500 milljarða „Það er náttúrulega algjörlega með ólíkindum að horfa upp á gríðarlega hækkun á verðtryggðum vöxtum hjá Arion banka, um 0,50 punkta og upp í 0,60. Þetta lýsir bara, á góðri íslensku, þessari taumlausu græðgi sem hefur fengið að viðgangast í fjármálakerfinu hér á landi,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness, í samtali við Vísi. Í þessu samhengi sé mjög mikilvægt á því að átta sig á því að verðtryggingarjöfnuður viðskiptabankanna þriggja er jákvæður um 490 milljarða króna, sem sé sögulegt hámark. Verðtryggingarjöfnuður er munurinn á verðtryggðum eignum og skuldum. Með öðrum orðum eiga viðskiptabankarnir 490 milljörðum meira í verðtryggðum eignum en þeir skulda. Munurinn hefur stóraukist undanfarin misseri þar sem fólk flýr hækkandi afborganir í hlýjan faðm verðtryggingarinnar í síauknum mæli. Það gerir það að verkum að raunvextir á verðtryggðum lánum hafa hækkað og munu að öllum líkindum halda áfram að hækka. „Með öðrum orðum, þeir hagnast til dæmis á því, ef verðbólga hækkar um eitt prósent, viðskiptabankarnir þrír um 4,9 milljarða,“ segir Vilhjálmur. Leiðrétting: Upphaflega var haft eftir Vilhjálmi að hagnaðurinn væri 49 milljarðar en rétt er að hann væri 4,9 milljarðar. Fimm prósent raunvextir óboðlegir Þá segir Vilhjálmur að það sé með ólíkindum að raunvextir á verðtryggðu húsnæðisláni séu tæplega fimm prósent. „Ég vil í þessu samhengi minna á að þegar Ólafslögin voru sett, þegar verðtryggingin var sett á árið 1979, kom fram í rökstuðningi að það myndi þýða að vextir yrðu ekki hærri en eitt til tvö prósent af verðtryggðum lánum. Núna eru þeir að detta í fimm prósent. Þetta var rökstuðningurinn á sínum tíma þegar verið var að réttlæta verðtrygginguna. En þetta er segin saga, svona er farið með íslenska neytendur og það er löngutímabært að íslenskir stjórnmálamenn fari að axla ábyrgð á því hvernig er farið með íslenska neytendur, íslensk heimili. Og ekki bara íslensk heimili heldur líka lítil og meðalstór fyrirtæki hér á landi. Af því að þetta okurvaxtaumhverfi sem hér ríkir verður að fara að linna í eitt skipti fyrir öll, af því að það gengur ekki upp að við séum með tvöfalt til þrefalt vaxtastig miðað við löndin sem við viljum bera okkur saman við.“ Fjármálafyrirtæki Arion banki Fjármál heimilisins Efnahagsmál Mest lesið Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira
Arion banki tilkynnti í morgun að vextir á verðtryggðum íbúðalánum hækkuðu frá og með deginum í dag um 0,5 og 0,6 prósentustig. Það gerir fimmtán prósent hækkun á breytilegum vöxtum og tólf prósent á föstum. Í tilkynningu bankans segir að breytingar á vöxtum verðtryggra útlána séu meðal annars tilkomnar vegna hækkunar á ávöxtunarkröfu verðtryggðrar fjármögnunar. Verðtryggingarjöfnuður jákvæður um tæpa 500 milljarða „Það er náttúrulega algjörlega með ólíkindum að horfa upp á gríðarlega hækkun á verðtryggðum vöxtum hjá Arion banka, um 0,50 punkta og upp í 0,60. Þetta lýsir bara, á góðri íslensku, þessari taumlausu græðgi sem hefur fengið að viðgangast í fjármálakerfinu hér á landi,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness, í samtali við Vísi. Í þessu samhengi sé mjög mikilvægt á því að átta sig á því að verðtryggingarjöfnuður viðskiptabankanna þriggja er jákvæður um 490 milljarða króna, sem sé sögulegt hámark. Verðtryggingarjöfnuður er munurinn á verðtryggðum eignum og skuldum. Með öðrum orðum eiga viðskiptabankarnir 490 milljörðum meira í verðtryggðum eignum en þeir skulda. Munurinn hefur stóraukist undanfarin misseri þar sem fólk flýr hækkandi afborganir í hlýjan faðm verðtryggingarinnar í síauknum mæli. Það gerir það að verkum að raunvextir á verðtryggðum lánum hafa hækkað og munu að öllum líkindum halda áfram að hækka. „Með öðrum orðum, þeir hagnast til dæmis á því, ef verðbólga hækkar um eitt prósent, viðskiptabankarnir þrír um 4,9 milljarða,“ segir Vilhjálmur. Leiðrétting: Upphaflega var haft eftir Vilhjálmi að hagnaðurinn væri 49 milljarðar en rétt er að hann væri 4,9 milljarðar. Fimm prósent raunvextir óboðlegir Þá segir Vilhjálmur að það sé með ólíkindum að raunvextir á verðtryggðu húsnæðisláni séu tæplega fimm prósent. „Ég vil í þessu samhengi minna á að þegar Ólafslögin voru sett, þegar verðtryggingin var sett á árið 1979, kom fram í rökstuðningi að það myndi þýða að vextir yrðu ekki hærri en eitt til tvö prósent af verðtryggðum lánum. Núna eru þeir að detta í fimm prósent. Þetta var rökstuðningurinn á sínum tíma þegar verið var að réttlæta verðtrygginguna. En þetta er segin saga, svona er farið með íslenska neytendur og það er löngutímabært að íslenskir stjórnmálamenn fari að axla ábyrgð á því hvernig er farið með íslenska neytendur, íslensk heimili. Og ekki bara íslensk heimili heldur líka lítil og meðalstór fyrirtæki hér á landi. Af því að þetta okurvaxtaumhverfi sem hér ríkir verður að fara að linna í eitt skipti fyrir öll, af því að það gengur ekki upp að við séum með tvöfalt til þrefalt vaxtastig miðað við löndin sem við viljum bera okkur saman við.“
Fjármálafyrirtæki Arion banki Fjármál heimilisins Efnahagsmál Mest lesið Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira