Morðið átti sér stað 8. ágúst 1996 en þá fannst maður frá Júgóslavíu látinn við stolna rauða bifreið í Dümmerlohausen í Þýskalandi. Fórnarlambið, Nenad Gajanovic, hafði verið skotið ítrekað með skotvopni og reyndist hafa komið áður við sögu hjá lögreglu í tengslum við fjölda rána í norðurhluta Þýskalands.
Gajanovic var búsettur í Hamborg og talinn hafa verið í felum á hóteli í Oldenburg þegar hann var myrtur.
Þrátt fyrir umfangsmikla rannsókn hefur ekki tekist að hafa uppi á morðingjunum en málið hefur nú aftur verið tekið upp, meðal annars vegna nýrrar rannsóknartækni.
Samkvæmt tilkynningu Europol hafa lögregluyfirvöld í Þýskalandi óskað eftir aðstoð vegna málsins, sem er talið tengjast skipulagðri glæpastarfsemi.
Allir sem telja sig búa yfir einhverjum upplýsingum um málið er hvattir til að stíga fram, hversu lítilvægar sem þær kunna að virðast. Þá verða 5.000 evrur greiddar þeim sem veitir upplýsingar sem leiða til þess að málið upplýsist.
Hér má finna myndskeið þar sem fjallað er um málið.